Ein milljón Mazda MX-5 Miata Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2016 11:39 Mazda MX-5 Miata. Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent
Sá áfangi náðist hjá Mazda þann 22. apríl að japanski bílasmiðurinn smíðaði milljónasta Mazda MX-5 Miata bílinn, en hann kom fyrst á markað fyrir 27 árum. Mazda var búið að smíða hálfa milljón slíkra bíla um aldamótin síðustu og var komið í 800.000 bíla árið 2006. Mazda MX-5 Miata er vinsælasti tveggja sæta blæjubíll heims. Bíllinn er nú nýkominn af fjórðu kynslóð og hefur hann fengið frábæra dóma eins og fyrirrennarar hans. Þessi bíll hefur í raun alltaf fengið frábæra dóma bílagagnrýnenda og vermir yfirleitt efsta sætið í sínum flokki í samanburðarkönnunum. Það að bílaframleiðandi selja eina milljón eintaka af einstakri bílgerð er í raun ekki mjög fréttnæmt í samanburði við það að Ford hefur framleitt 34 milljón eintök af F-150 pallbílnum og Toyota hefur framleitt yfir 40 milljón eintök af Corolla. Þó skal hafa í huga að ekki margir sportbílar eru framleiddir í viðlíka magni og Mazda MX-5 Miata.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent