The most disrespected person in America is the black woman. The most unprotected person in America is the black woman. The most neglected person in America is the black woman. Þessi hluti úr ræðu svarta baráttumannsins Malcolm X heyrist í vídjólistaverki bandarísku söngkonunnar Beyoncé og myndar hluta af þriðja lagi plötu hennar Lemonade sem heitir Don’t Hurt Yourself. Orð Malcolm X endurspegla einn af rauðu þráðum listaverksins sem Lemonade er; réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og þá ekki síst réttindabaráttu svartra kvenna sem eru kúgaður minnihlutahópur innan kúgaðs minnihlutahóps í landinu. Þessi rauði þráður plötunnar ætti ekki að koma á óvart, sérstaklega ef haft er í huga að í febrúar síðastliðnum, sem er mánuður sem helgaður er sögu svartra í Bandaríkjunum, gaf Beyoncé út lagið Formation. Myndbandið við lagið var stútfullt af vísunum og tengingum við réttindabaráttu blökkumanna. Þá flutti söngkonan Formation í leikhléi Ofurskálarinnar síðar í sama mánuði og var þar bætt í vísanirnar í sögu svartra ef eitthvað er.Hið persónulega verður pólitískt Vídjólistaverkið við Lemonade var sýnt á sjónvarpsstöðinni HBO síðastliðið laugardagskvöld. Eftir að sýningu verksins lauk kom platan sjálf út á streymisveitunni Tidal og var ófáanleg annars staðar þar til í gær þegar hún fór í sölu á iTunes. Lemonade hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og hafa aðdáendur Beyoncé auk blaðamanna keppst við að rýna í merkingu bæði myndmálsins í vídjólistaverkinu og textanna við lög plötunnar. Á Lemonade verður hið persónulega pólitískt þar sem hinn rauði þráðurinn á plötunni er ástarsamband Beyoncé við eiginmann sinn Jay Z. Vídjólistaverkinu er skipt upp í nokkra kafla en hver og einn kafli ber ákveðinn titil. Titlarnir eru lýsandi fyrir ferli sem við flest ættum að kannast við; að finnast maður vera svikinn því sá sem maður elskar kemur illa fram við mann. Þeim sem hlustað hafa á Lemonade dylst ekki að Beyoncé efast um sig sjálfa og samband sitt við Jay Z þar sem hún efast um tryggð hans og ást hans á henni.Fyrsti hluti vídjólistaverksins heitir “Intuition” eða „Innsæi.“ Beyoncé sést íklædd svartri hettupeysu í grámyglulegu veðri á akri einhvers staðar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Vísunin í sögu svartra er greinileg; Beyoncé er stödd á slóðum forfeðra sinna, þrælanna sem komu frá Afríku til að vinna á plantekrum ríkra, hvítra karlmanna í Suðurríkjunum á 17., 18. og 19. öld. Í laginu Pray You Catch Me syngur Beyoncé til Jay Z og segist finna bragðið af óheiðarleika hans; það umlykur andardrátt hans þó hann reyni að hrista það af sér:You can taste the dishonestyIt‘s all over your breath as you pass it off so cavalierBeyoncé og eiginmaður hennar Jay Z á körfuboltaleik í vetur.vísir/gettyÞú minnir mig á pabba, töframanninn... Söngkonan fer síðan með fyrsta hluta ljóðs sem sómalsk-breska skáldkonan Warsan Shire samdi. Undir ljóðalestrinum birtist landslag Suðurríkjanna og hópur svartra kvenna á nokkurs konar verönd, íklæddar hvítum kjólum. Myndmálið er þannig áhrifamikið en það er ljóðið einnig sem kallast á við sjötta lag plötunnar Daddy‘s Lessons:You remind me of my father a magician... Able to exist in two places at once. In the tradition of men in my blood, you come home at three A.M. and lie to me. What are you hiding? The past and the present merge to meet us here. What a luck. What a curse. Jay Z minnir Beyoncé á föður hennar sem hélt framhjá móður hennar og eignaðist barn með annarri konu. Söngkonan setur þessa persónulegu reynslu í víðara samhengi við stöðu svartra kvenna í Bandaríkjunum almennt og það hvernig þær eru ekki aðeins kúgaðar af samfélaginu heldur einnig af svörtum körlum, „sterkara“ kyninu innan minnihlutahópsins, hvort sem það er faðir þeirra eða eiginmaður. Þessar ljóðlínur sem Beyoncé fer með áður en lagið Daddy‘s Lessons hefst draga þetta fram:Your mother is a woman and women like her cannot be contained. Mother dearest, let me inherit the earth. Teach me how to make him beg. Let me make up for the years he made you wait. Did he bend your reflection? Did he make you forget your own name? Did he convince you he was a god? Did you get on your knees daily? Do his eyes close like doors? Are you a slave to the back of his head?Am I talking about your husband or your father?Ein af þeim fjölmörgu blökkukonum sem koma fram í vídjólistaverkinu Lemonade.skjáskot úr lemonadeSvartar konur alltumlykjandi Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að svartar konur verða oftar fyrir heimilisofbeldi en aðrar konur. Þá eru þær jafnframt sá hópur kvenna sem er hvað mest á jaðrinum þegar kemur að hugmyndum samfélagsins um fegurð og kvenleika, öfugt við hvítar konur, en í Lemonade eru svartar konur alltumlykjandi. Í vídjóverkinu er það jafnframt undirstrikað á áhrifaríkan hátt að þær eru misjafnar eins og þær eru margar. Þær eru hins vegar ekki hvítar, eins og mögulega Becky sem er nefnd í laginu Sorry. Línan You better call Becky with the good hair er mögulega sú umtalaðasta á plötunni hingað til þar sem aðdáendur söngkonunnar velta margir fyrir sér hver þessi Becky sé sú sem Jay Z eigi að hringja í. Því hefur verið haldið fram að fatahönnuðurinn Rachel Roy sé Becky og jafnvel söngkonan Rita Ora en eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag getur vel verið að línan hafi dýpri merkingu. Nafnið Becky er nefnilega oft notað í menningu svartra sem gælunafn fyrir hvíta konu. “The good hair” vísar svo oft til slétts hárs sem margar konur sækjast eftir að vera með vegna vestrænna fegurðarstaðla. Becky með „góða hárið“ getur því jafnvel staðið fyrir hina menningarlegu kúgun svartra kvenna frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé.Beyoncé á tónleikumvísir/gettyMikilvægi þess að hafa stjórn á eigin listsköpun Ef til vill er ekki hægt að meta hversu mikilvægt það er fyrir svartar konur í Bandaríkjunum að jafn áhrifamikil svört kona og Beyoncé skuli fjalla með þessum hætti um stöðu þeirra í bandarísku samfélagi. Eins og fjallað er um í grein Jamilah King á vefsíðunni Mic í gær er það þó ekki sjálfgefið að svört listakona hafi næga stjórn yfir list sinni til að geta gert það sem Beyoncé gerir á Lemonade. Aðeins listamaður sem hefur fullkomna stjórn á list sinni getur leyft sér það og Beyoncé hefur unnið sleitulaust að því að ná þeirri stjórn. Þannig bendir King á að Beyoncé hafi losað sig við framkvæmdastjórann föður sinn árið 2011. Hún gefur tónlist sína út á Tidal og veitir sjaldan viðtöl. Þess í stað notar hún Instagram til að koma skilaboðum áleiðis til aðdáenda og gefur af og til óvænt út plötu sem gerir miklu meira en að brjóta internetið. Lemonade er að mati King allt það sem aðdáendur Beyoncé vildu, og meira; platan er epísk, falleg, þrungin losta og kynþokka og opinská. Hún er einnig mjög svört, án þess að biðjast afsökunar á því, sem skiptir að mati King miklu máli. Þannig er Daddy‘s Lessons kántrílag, en svartir tónlistarmenn eru nær ósýnilegir í kántrísenu bandarískrar tónlistar, auk þess sem Beyoncé heldur því á lofti að 2. grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt borgaranna til að eiga og bera vopn á einnig við um svarta:With his gun, with his head held highHe told me not to cryOh, my daddy said shootOh, my daddy said shootWith his right hand on his rifleHe swore it on the bibleMy daddy said shootSybrina Fulton, móðir Trayvon Martin, í Lemonadeskjáskot úr LemonadeLíf svartra skipta máli Í annarri grein á Mic gerir King að umtalsefni myndmálið við lagið Forward sem er níunda lag plötunnar. Þar birtast á afar áhrifaríkan hátt konur sem tengjast ungum, svörtum karlmönnum sem allir voru skotnir til bana af tilefnislausu, annað hvort af vörðum eða lögreglunni. Þannig birtast þrjár mæður sem halda á myndum af látnum sonum sínum, þær Sybrina Fulton, móðir Trayvon Martin, Lesley McSpadden, móðir Michael Brown og Gwen Carr, móðir Eric Garner. Allar eiga þær það sameiginilegt að vera virkar í hreyfingunni Black Lives Matter sem hefur það að markmiði að vekja athygli á þeirri staðreynd að blökkumenn verða oftar fyrir ofbeldi af hálfu lögreglunnar í Bandaríkjunum en aðrir þjóðfélagshópar. Með því að draga þessar konur fram tekur Beyoncé upp þráðinn frá því í myndbandinu við Formation þar sem hún deildi hart á lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum fyrir það hvernig komið er fram við blökkumenn í landinu.Valdeflandi tónlist sem sendir sterk skilaboð Svona sterk skilaboð rata sjaldan inn í vinsæla popptónlist. Tónlistin á Lemonade er hins vegar valdeflandi í víðum skilningi. Þannig má segja að Beyoncé sendi öllum þeim sem lent hafa í ástarsorg eða svikum sterk skilaboð. Hún sýnir viðkvæmni þegar hún syngur um svik eiginmannsins í hjónabandinu en hún stendur samt upp sem sterk, svört kona sem stjórnar ekki aðeins listsköpun sinni heldur er einnig fjárhagslega sjálfstæð og fullfær um að standa á eigin fótum. Á þetta minnir Beyoncé nokkrum sinnum á plötunni eins og eftirfarandi textabrot úr Don‘t Hurt Yourself og 6 Inch sýna:And keep your money, I got my ownGet a bigger smile on my face, being alone- - -She's stacking money, money everywhere she goesYou know, pesos out of MexicoDe uno, commas and them decimalsShe don't gotta give it up, she professionalBeyoncé, Jay Z og dóttir þeirra Blue Ivy á tónlistarverðlaunum MTV árið 2014.vísir/gettyFyrirgefning, frelsun og límonaði Lemonade má eiginlega skipta í tvo hluta; fyrri hlutinn einkennist af reiði, særindum og tómleika, eins og kaflaheiti vídjólistaverksins bera með sér. Síðari hlutinn fjallar síðan um fyrirgefningu, upprisu, von og frelsun, sé aftur tekið mið af titlum vídjólistaverksins sem er undirstrikað af myndmálinu, textum Beyoncé og ljóði Shire:Baptize me ... now that reconciliation is possible. If we're gonna heal, let it be glorious. 1,000 girls raise their arms. Do you remember being born? Are you thankful for the hips that cracked? The deep velvet of your mother and her mother and her mother? There is a curse that will be broken. Þessar ljóðlínur fer Beyoncé með í vídjólistaverkinu áður en hún sést sitja ein við píanó þar sem hún syngur lagið Sandcastles. Jay Z, sem syngur ekki eða rappar eina línu á á Lemonade, birtist hér í vídjólistaverkinu í fyrsta sinn en kaflinn heitir “Forgiveness.” Hann og Beyoncé sjást í örmum hvors annars og svo virðist sem að þau hafi unnið sig út úr erfiðleikunum í hjónabandinu. Það verður svo ennþá greinilegra í seinasta hluta vídjólistaverksins sem heitir “Redemption”, eða „Frelsun“. Þessi hluti byrjar á því að Beyoncé les upp uppskrift að límonaði sem vísar í titil plötunnar sem vísar aftur í fortíð Beyoncé og formæðra hennar. Eftir að hafa gefið uppskriftina fer söngkonan nefnilega að tala um ömmu sína, að öllum líkindum Agnéz Deréon, en fatalína Beyoncé, House of Deréon, heitir eftir henni:Grandmother, the alchemist, you spun gold out of this hard life, conjured beauty from the things left behind. Found healing where it did not live. Discovered the antidote in your own kit. Broke the curse with your own two hands. You passed these instructions down to your daughter who then passed it down to her daughter. A photo posted by Beyoncé (@beyonce) on Sep 20, 2015 at 8:17am PDT Að búa til eittvað úr engu Síðan sést klippa úr 90 ára afmæli Hattie White, ömmu Jay Z, sem segir:I had my ups and downs, but I always find the inner strength to pull myself up. I was served lemons, but I made lemonade.Á íslensku gæti þessi setning White hljómað einhvern veginn svona: „Ég hef átt mína góðu og slæmu tíma, en ég hef alltaf fundið innri styrk til að standa upp á ný. Ég fékk sítrónur en ég bjó til límonaði.“ Í umfjöllun The Hollywood Reporter, sem segir Lemonade vera byltingarkennt verk fyrir svartan femínisma í Bandaríkjunum, segir að þessi orð White séu lýsandi fyrir það sem allar svartar konur þurfi að gera vilji þær vinna, lifa af og blómstra. Það sem sameinar svartar konur, mæður og dætur er sítrónan og leiðbeiningar um hvernig á að búa til eitthvað úr engu.Vald til að sýna veruleika svartra í allri sinni dýrð Í lok vídjólistaverksins er bjartara yfir Beyoncé en í byrjun. Hún er klædd í litskrúðugan kjól og það sést til sólar þar sem hún syngur lagið All Night. Ýmsar klippur birtast af henni, Jay Z og dóttur þeirra Blue Ivy auk myndbanda af ástföngnum pörum sem eru alls konar; svört, hvít, gagnkynhneigð og samkynhneigð. Það er engum blöðum um það að fletta að Lemonade Beyoncé mun hafa mikil áhrif. Að mati Jamilah King er þó ef til vill mesti sigur plötunnar fólginn í því að söngkonan hefur næga stjórn yfir listsköpun sinni til þess að gera öðrum svörtum listamönnum, sem eru ekki svo þekktir, kleift að segja sínar sögur. King nefnir skáldkonuna Warsan Shire og kvikmyndagerðarmanninn Kahlil Joseph sem var annar aðalleikstjóri vídjólistaverksins ásamt söngkonunni sjálfri. Auk þeirra komu fimm aðrir leikstjórar að verkinu. King segir að það hafi alltaf verið mögulegt að græða á list svartra en að það sé sjaldgæft fyrir svarta listamenn, og hvað þá svarta listakonu, að uppskera eins og þeir sá. Beyoncé sannar hins vegar að það er hægt. Gróðinn liggur hins vegar ekki endilega í peningunum heldur því að geta stjórnað því hvernig list viðkomandi skapar, hvernig listamaðurinn hefur samskipti við aðdáendur sína og hvernig hann kemur listinni á framfæri. Að mati King hefur Beyoncé þetta allt í hendi sér sem gefur henni vald til þess að sýna veruleika svartra í Bandaríkjunum í allri sinni dýrð á skala sem ekki hefur áður sést.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar greinar var sagt að ljóð Shire hefði verið samið sérstaklega fyrir Lemonade. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Black Lives Matter Fréttaskýringar Tengdar fréttir Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42 Lemonade um svo miklu meira en bara framhjáhald Nýjasta plata Beyoncé er gífurlega pólitísk. Hún var til umræðu í Ísland í dag. 25. apríl 2016 22:32 Drottningin blandar límonaði Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. 26. apríl 2016 09:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
The most disrespected person in America is the black woman. The most unprotected person in America is the black woman. The most neglected person in America is the black woman. Þessi hluti úr ræðu svarta baráttumannsins Malcolm X heyrist í vídjólistaverki bandarísku söngkonunnar Beyoncé og myndar hluta af þriðja lagi plötu hennar Lemonade sem heitir Don’t Hurt Yourself. Orð Malcolm X endurspegla einn af rauðu þráðum listaverksins sem Lemonade er; réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum og þá ekki síst réttindabaráttu svartra kvenna sem eru kúgaður minnihlutahópur innan kúgaðs minnihlutahóps í landinu. Þessi rauði þráður plötunnar ætti ekki að koma á óvart, sérstaklega ef haft er í huga að í febrúar síðastliðnum, sem er mánuður sem helgaður er sögu svartra í Bandaríkjunum, gaf Beyoncé út lagið Formation. Myndbandið við lagið var stútfullt af vísunum og tengingum við réttindabaráttu blökkumanna. Þá flutti söngkonan Formation í leikhléi Ofurskálarinnar síðar í sama mánuði og var þar bætt í vísanirnar í sögu svartra ef eitthvað er.Hið persónulega verður pólitískt Vídjólistaverkið við Lemonade var sýnt á sjónvarpsstöðinni HBO síðastliðið laugardagskvöld. Eftir að sýningu verksins lauk kom platan sjálf út á streymisveitunni Tidal og var ófáanleg annars staðar þar til í gær þegar hún fór í sölu á iTunes. Lemonade hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og hafa aðdáendur Beyoncé auk blaðamanna keppst við að rýna í merkingu bæði myndmálsins í vídjólistaverkinu og textanna við lög plötunnar. Á Lemonade verður hið persónulega pólitískt þar sem hinn rauði þráðurinn á plötunni er ástarsamband Beyoncé við eiginmann sinn Jay Z. Vídjólistaverkinu er skipt upp í nokkra kafla en hver og einn kafli ber ákveðinn titil. Titlarnir eru lýsandi fyrir ferli sem við flest ættum að kannast við; að finnast maður vera svikinn því sá sem maður elskar kemur illa fram við mann. Þeim sem hlustað hafa á Lemonade dylst ekki að Beyoncé efast um sig sjálfa og samband sitt við Jay Z þar sem hún efast um tryggð hans og ást hans á henni.Fyrsti hluti vídjólistaverksins heitir “Intuition” eða „Innsæi.“ Beyoncé sést íklædd svartri hettupeysu í grámyglulegu veðri á akri einhvers staðar í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Vísunin í sögu svartra er greinileg; Beyoncé er stödd á slóðum forfeðra sinna, þrælanna sem komu frá Afríku til að vinna á plantekrum ríkra, hvítra karlmanna í Suðurríkjunum á 17., 18. og 19. öld. Í laginu Pray You Catch Me syngur Beyoncé til Jay Z og segist finna bragðið af óheiðarleika hans; það umlykur andardrátt hans þó hann reyni að hrista það af sér:You can taste the dishonestyIt‘s all over your breath as you pass it off so cavalierBeyoncé og eiginmaður hennar Jay Z á körfuboltaleik í vetur.vísir/gettyÞú minnir mig á pabba, töframanninn... Söngkonan fer síðan með fyrsta hluta ljóðs sem sómalsk-breska skáldkonan Warsan Shire samdi. Undir ljóðalestrinum birtist landslag Suðurríkjanna og hópur svartra kvenna á nokkurs konar verönd, íklæddar hvítum kjólum. Myndmálið er þannig áhrifamikið en það er ljóðið einnig sem kallast á við sjötta lag plötunnar Daddy‘s Lessons:You remind me of my father a magician... Able to exist in two places at once. In the tradition of men in my blood, you come home at three A.M. and lie to me. What are you hiding? The past and the present merge to meet us here. What a luck. What a curse. Jay Z minnir Beyoncé á föður hennar sem hélt framhjá móður hennar og eignaðist barn með annarri konu. Söngkonan setur þessa persónulegu reynslu í víðara samhengi við stöðu svartra kvenna í Bandaríkjunum almennt og það hvernig þær eru ekki aðeins kúgaðar af samfélaginu heldur einnig af svörtum körlum, „sterkara“ kyninu innan minnihlutahópsins, hvort sem það er faðir þeirra eða eiginmaður. Þessar ljóðlínur sem Beyoncé fer með áður en lagið Daddy‘s Lessons hefst draga þetta fram:Your mother is a woman and women like her cannot be contained. Mother dearest, let me inherit the earth. Teach me how to make him beg. Let me make up for the years he made you wait. Did he bend your reflection? Did he make you forget your own name? Did he convince you he was a god? Did you get on your knees daily? Do his eyes close like doors? Are you a slave to the back of his head?Am I talking about your husband or your father?Ein af þeim fjölmörgu blökkukonum sem koma fram í vídjólistaverkinu Lemonade.skjáskot úr lemonadeSvartar konur alltumlykjandi Rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að svartar konur verða oftar fyrir heimilisofbeldi en aðrar konur. Þá eru þær jafnframt sá hópur kvenna sem er hvað mest á jaðrinum þegar kemur að hugmyndum samfélagsins um fegurð og kvenleika, öfugt við hvítar konur, en í Lemonade eru svartar konur alltumlykjandi. Í vídjóverkinu er það jafnframt undirstrikað á áhrifaríkan hátt að þær eru misjafnar eins og þær eru margar. Þær eru hins vegar ekki hvítar, eins og mögulega Becky sem er nefnd í laginu Sorry. Línan You better call Becky with the good hair er mögulega sú umtalaðasta á plötunni hingað til þar sem aðdáendur söngkonunnar velta margir fyrir sér hver þessi Becky sé sú sem Jay Z eigi að hringja í. Því hefur verið haldið fram að fatahönnuðurinn Rachel Roy sé Becky og jafnvel söngkonan Rita Ora en eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag getur vel verið að línan hafi dýpri merkingu. Nafnið Becky er nefnilega oft notað í menningu svartra sem gælunafn fyrir hvíta konu. “The good hair” vísar svo oft til slétts hárs sem margar konur sækjast eftir að vera með vegna vestrænna fegurðarstaðla. Becky með „góða hárið“ getur því jafnvel staðið fyrir hina menningarlegu kúgun svartra kvenna frekar en einstakt dæmi úr lífi Beyoncé.Beyoncé á tónleikumvísir/gettyMikilvægi þess að hafa stjórn á eigin listsköpun Ef til vill er ekki hægt að meta hversu mikilvægt það er fyrir svartar konur í Bandaríkjunum að jafn áhrifamikil svört kona og Beyoncé skuli fjalla með þessum hætti um stöðu þeirra í bandarísku samfélagi. Eins og fjallað er um í grein Jamilah King á vefsíðunni Mic í gær er það þó ekki sjálfgefið að svört listakona hafi næga stjórn yfir list sinni til að geta gert það sem Beyoncé gerir á Lemonade. Aðeins listamaður sem hefur fullkomna stjórn á list sinni getur leyft sér það og Beyoncé hefur unnið sleitulaust að því að ná þeirri stjórn. Þannig bendir King á að Beyoncé hafi losað sig við framkvæmdastjórann föður sinn árið 2011. Hún gefur tónlist sína út á Tidal og veitir sjaldan viðtöl. Þess í stað notar hún Instagram til að koma skilaboðum áleiðis til aðdáenda og gefur af og til óvænt út plötu sem gerir miklu meira en að brjóta internetið. Lemonade er að mati King allt það sem aðdáendur Beyoncé vildu, og meira; platan er epísk, falleg, þrungin losta og kynþokka og opinská. Hún er einnig mjög svört, án þess að biðjast afsökunar á því, sem skiptir að mati King miklu máli. Þannig er Daddy‘s Lessons kántrílag, en svartir tónlistarmenn eru nær ósýnilegir í kántrísenu bandarískrar tónlistar, auk þess sem Beyoncé heldur því á lofti að 2. grein bandarísku stjórnarskrárinnar um rétt borgaranna til að eiga og bera vopn á einnig við um svarta:With his gun, with his head held highHe told me not to cryOh, my daddy said shootOh, my daddy said shootWith his right hand on his rifleHe swore it on the bibleMy daddy said shootSybrina Fulton, móðir Trayvon Martin, í Lemonadeskjáskot úr LemonadeLíf svartra skipta máli Í annarri grein á Mic gerir King að umtalsefni myndmálið við lagið Forward sem er níunda lag plötunnar. Þar birtast á afar áhrifaríkan hátt konur sem tengjast ungum, svörtum karlmönnum sem allir voru skotnir til bana af tilefnislausu, annað hvort af vörðum eða lögreglunni. Þannig birtast þrjár mæður sem halda á myndum af látnum sonum sínum, þær Sybrina Fulton, móðir Trayvon Martin, Lesley McSpadden, móðir Michael Brown og Gwen Carr, móðir Eric Garner. Allar eiga þær það sameiginilegt að vera virkar í hreyfingunni Black Lives Matter sem hefur það að markmiði að vekja athygli á þeirri staðreynd að blökkumenn verða oftar fyrir ofbeldi af hálfu lögreglunnar í Bandaríkjunum en aðrir þjóðfélagshópar. Með því að draga þessar konur fram tekur Beyoncé upp þráðinn frá því í myndbandinu við Formation þar sem hún deildi hart á lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum fyrir það hvernig komið er fram við blökkumenn í landinu.Valdeflandi tónlist sem sendir sterk skilaboð Svona sterk skilaboð rata sjaldan inn í vinsæla popptónlist. Tónlistin á Lemonade er hins vegar valdeflandi í víðum skilningi. Þannig má segja að Beyoncé sendi öllum þeim sem lent hafa í ástarsorg eða svikum sterk skilaboð. Hún sýnir viðkvæmni þegar hún syngur um svik eiginmannsins í hjónabandinu en hún stendur samt upp sem sterk, svört kona sem stjórnar ekki aðeins listsköpun sinni heldur er einnig fjárhagslega sjálfstæð og fullfær um að standa á eigin fótum. Á þetta minnir Beyoncé nokkrum sinnum á plötunni eins og eftirfarandi textabrot úr Don‘t Hurt Yourself og 6 Inch sýna:And keep your money, I got my ownGet a bigger smile on my face, being alone- - -She's stacking money, money everywhere she goesYou know, pesos out of MexicoDe uno, commas and them decimalsShe don't gotta give it up, she professionalBeyoncé, Jay Z og dóttir þeirra Blue Ivy á tónlistarverðlaunum MTV árið 2014.vísir/gettyFyrirgefning, frelsun og límonaði Lemonade má eiginlega skipta í tvo hluta; fyrri hlutinn einkennist af reiði, særindum og tómleika, eins og kaflaheiti vídjólistaverksins bera með sér. Síðari hlutinn fjallar síðan um fyrirgefningu, upprisu, von og frelsun, sé aftur tekið mið af titlum vídjólistaverksins sem er undirstrikað af myndmálinu, textum Beyoncé og ljóði Shire:Baptize me ... now that reconciliation is possible. If we're gonna heal, let it be glorious. 1,000 girls raise their arms. Do you remember being born? Are you thankful for the hips that cracked? The deep velvet of your mother and her mother and her mother? There is a curse that will be broken. Þessar ljóðlínur fer Beyoncé með í vídjólistaverkinu áður en hún sést sitja ein við píanó þar sem hún syngur lagið Sandcastles. Jay Z, sem syngur ekki eða rappar eina línu á á Lemonade, birtist hér í vídjólistaverkinu í fyrsta sinn en kaflinn heitir “Forgiveness.” Hann og Beyoncé sjást í örmum hvors annars og svo virðist sem að þau hafi unnið sig út úr erfiðleikunum í hjónabandinu. Það verður svo ennþá greinilegra í seinasta hluta vídjólistaverksins sem heitir “Redemption”, eða „Frelsun“. Þessi hluti byrjar á því að Beyoncé les upp uppskrift að límonaði sem vísar í titil plötunnar sem vísar aftur í fortíð Beyoncé og formæðra hennar. Eftir að hafa gefið uppskriftina fer söngkonan nefnilega að tala um ömmu sína, að öllum líkindum Agnéz Deréon, en fatalína Beyoncé, House of Deréon, heitir eftir henni:Grandmother, the alchemist, you spun gold out of this hard life, conjured beauty from the things left behind. Found healing where it did not live. Discovered the antidote in your own kit. Broke the curse with your own two hands. You passed these instructions down to your daughter who then passed it down to her daughter. A photo posted by Beyoncé (@beyonce) on Sep 20, 2015 at 8:17am PDT Að búa til eittvað úr engu Síðan sést klippa úr 90 ára afmæli Hattie White, ömmu Jay Z, sem segir:I had my ups and downs, but I always find the inner strength to pull myself up. I was served lemons, but I made lemonade.Á íslensku gæti þessi setning White hljómað einhvern veginn svona: „Ég hef átt mína góðu og slæmu tíma, en ég hef alltaf fundið innri styrk til að standa upp á ný. Ég fékk sítrónur en ég bjó til límonaði.“ Í umfjöllun The Hollywood Reporter, sem segir Lemonade vera byltingarkennt verk fyrir svartan femínisma í Bandaríkjunum, segir að þessi orð White séu lýsandi fyrir það sem allar svartar konur þurfi að gera vilji þær vinna, lifa af og blómstra. Það sem sameinar svartar konur, mæður og dætur er sítrónan og leiðbeiningar um hvernig á að búa til eitthvað úr engu.Vald til að sýna veruleika svartra í allri sinni dýrð Í lok vídjólistaverksins er bjartara yfir Beyoncé en í byrjun. Hún er klædd í litskrúðugan kjól og það sést til sólar þar sem hún syngur lagið All Night. Ýmsar klippur birtast af henni, Jay Z og dóttur þeirra Blue Ivy auk myndbanda af ástföngnum pörum sem eru alls konar; svört, hvít, gagnkynhneigð og samkynhneigð. Það er engum blöðum um það að fletta að Lemonade Beyoncé mun hafa mikil áhrif. Að mati Jamilah King er þó ef til vill mesti sigur plötunnar fólginn í því að söngkonan hefur næga stjórn yfir listsköpun sinni til þess að gera öðrum svörtum listamönnum, sem eru ekki svo þekktir, kleift að segja sínar sögur. King nefnir skáldkonuna Warsan Shire og kvikmyndagerðarmanninn Kahlil Joseph sem var annar aðalleikstjóri vídjólistaverksins ásamt söngkonunni sjálfri. Auk þeirra komu fimm aðrir leikstjórar að verkinu. King segir að það hafi alltaf verið mögulegt að græða á list svartra en að það sé sjaldgæft fyrir svarta listamenn, og hvað þá svarta listakonu, að uppskera eins og þeir sá. Beyoncé sannar hins vegar að það er hægt. Gróðinn liggur hins vegar ekki endilega í peningunum heldur því að geta stjórnað því hvernig list viðkomandi skapar, hvernig listamaðurinn hefur samskipti við aðdáendur sína og hvernig hann kemur listinni á framfæri. Að mati King hefur Beyoncé þetta allt í hendi sér sem gefur henni vald til þess að sýna veruleika svartra í Bandaríkjunum í allri sinni dýrð á skala sem ekki hefur áður sést.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu þessarar greinar var sagt að ljóð Shire hefði verið samið sérstaklega fyrir Lemonade. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Textarnir á nýrri plötu Beyoncé benda til þess að Jay-Z sé í vondum málum QueenB virðist vera reið yfir einhverju. 24. apríl 2016 11:42
Lemonade um svo miklu meira en bara framhjáhald Nýjasta plata Beyoncé er gífurlega pólitísk. Hún var til umræðu í Ísland í dag. 25. apríl 2016 22:32
Drottningin blandar límonaði Beyoncé kom aðdáendum sínum á óvart á laugardaginn en hún gaf óvænt út plötuna Lemonade sama dag og hún frumsýndi samnefnda mynd á HBO. Platan hefur vakið töluverða athygli, aðallega vegna opinskárra texta um hjónabandsvandræði. 26. apríl 2016 09:30