„Vonandi verður þessi gæra næsta fórnarlamb Bill Cosby“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 11:30 Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan. Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan.
Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira