„Vonandi verður þessi gæra næsta fórnarlamb Bill Cosby“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2016 11:30 Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan. Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Bandarískur hópur sem kallar sig Just Not Sports hefur hafið átak vestanhafs undir kassamerkinu #MoreThanMean til að vekja athygli á og reyna að stöðva árásir sem bandarískar íþróttafréttakonur verða fyrir á netinu. Á hverjum degi þurfa íþróttafréttakonur í Bandaríkjunum að lesa viðurstyggileg skilaboð og svör við færslum sínum á Twitter og Facebook og fleiri samfélagsmiðlum. Slagorð átaksins er að enginn myndi segja svona ljóta hluti fyrir framan konurnar og því á ekki að skrifa svona hluti á internetinu. Julie DiCaro og Sarah Spain, tveir af allra færustu íþróttafréttamönnum Bandaríkjanna hvort sem talað um karla eða konur, tóku þátt í myndbandi sem Just Not Sports gerði fyrir átakið.Byrjar rólega Þar voru karlmenn látnir lesa Twitter-færslur um konurnar fyrir framan þær. DiCaro og Spain voru búnar að sjá hvað yrði sagt en karlmennirnir, sem skrifuðu þær ekki sjálfir, voru að sjá þær í fyrsta sinn. Þetta byrjaði rólega: „Sara Spain hljómar eins og nöldrandi eiginkona í sjónvarpinu í dag,“ sagði sá fyrsti og hló aðeins enda héldu karlmennirnir að þeir væru mættir til að lesa nokkuð hressar færslur eins og tíðkast í kvöldþætti Jimmy Kimmel. „Julie DiCaro er meðalmaður í fréttamennsku. Ekkert frábær. Hún er bara þarna,“ var önnur færsla en svo fór þetta að verða mun alvarlegra. „Einn af leikmönnunum ætti að berja þig til dauða eins og hóran sem þú ert,“ var skrifað til Julie DiCaro. Það var um þetta leyti sem karlmönnunum var hætt að standa á sama og langaði þeim ekki að lesa lengra. Sumir voru nálægt því að tárast.Vona að kærastinn berji þig „Þetta er ástæðan fyrir því að við ráðum ekki kvenmenn nema við þurfum að láta sjúga á okkur liminn eða elda fyrir okkur mat,“ sagði einn og annar: „Ég vona að hundurinn þinn verði fyrir bíl tíkin þín.“ Færslunar urðu hver annarri ljótari: „Vonandi verður þessi gæra Julie Dicaro næsta fórnarlamb Bill Cosby. Það væri klassík,“ stóð í einni Twitter-færslunni og í þeirr næstu: „Ég vona að kærastinn þinn berji þig.“ Karlmaðurinn sem las hana upp bað Söru Spain afsökunar þrátt fyrir að hafa ekki skrifað þetta sjálfur.Vonandi verður þér nauðgað aftur „Af hverju talarðu um eigin nauðgun í frétt. Er það til að svara þeim sem hafa sagt að þú getir ekki náð þér í mann,“ var sagt við Julie DiCaro og baðst sá sem las þá færslu einnig afsökunar. „Verð ég að lesa þetta allt?“ sagði einn og fékk greinilega já frá leikstjórna myndbandins. Hikandi las hann færslu sem í stóð: „Ég vona að þér verði nauðgað aftur.“ Julie DiCaro birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagði síðar í ummælakerfinu: „Ég vil koma því á framfæri að ég elska alla strákana í þessu myndbandi. Þeir héldu að þeir væru komnir til að lesa tíst eins og hjá Jimmy Kimmel en þurftu á endanum að lesa þetta sorp. Þeir endurvöktu trú mína á mannkyninu.“ Þetta magnaða myndband má sjá hér að ofan.
Aðrar íþróttir Bill Cosby Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira