Þýska ríkið endurgreiðir 4.000 evrur við kaup á rafmagns- og tengiltvinnbílum Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2016 09:36 Volkswagen e-Golf. Þýskaland hefur dregið lappirnar í að hvetja bíleigendur til kaupa á rafmagnbílum og tengiltvinnbílum, öndvert við margar aðrar þjóðir meginlands Evrópu. Nú er þó loksins komin niðurstaða í hvers konar formi sú hvatning verður, en þó á ríkisstjórnin endanlega eftir að samþykkja lögin. Kaupendur rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla munu fá 4.000 evra endurgreiðslu við kaup á slíkum bílum. Það samsvarar 563.000 krónum. Munu ný lög sem kveða á um þetta taka gildi strax í næsta mánuði. Samhliða þessu ætlar þýska ríkið að eyða 42 milljörðum króna í uppsetningu 15.000 nýrra hraðhleðslustöðva fyrir rafmagnbíla. Í dag eru aðeins 30.000 rafmagnsbílar á þýskum vegum en um 3 milljónir nýrra bíla seljast þar á hverju ári, svo hlutfallið er æði lágt. Þessi fjöldi rafmagnsbíla er ansi langt frá yfirlýstu markmiði Angelu Merkel um að árið 2020 verði 1 milljón rafmagnsbíla á þýskum vegum. Margir bjuggust við að endurgreiðslur vegna kaupa á rafmagnbílum yrðu hærri, en í Bandaríkjunum eru þær 7.500 dollarar, eða 930.000 kr. Þýsk fyrirtæki sem kaupa rafmagns- eða tengiltvinnbíla munu fá lægri endurgreiðslur en almenningur, eða um 420.000 kr. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent
Þýskaland hefur dregið lappirnar í að hvetja bíleigendur til kaupa á rafmagnbílum og tengiltvinnbílum, öndvert við margar aðrar þjóðir meginlands Evrópu. Nú er þó loksins komin niðurstaða í hvers konar formi sú hvatning verður, en þó á ríkisstjórnin endanlega eftir að samþykkja lögin. Kaupendur rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla munu fá 4.000 evra endurgreiðslu við kaup á slíkum bílum. Það samsvarar 563.000 krónum. Munu ný lög sem kveða á um þetta taka gildi strax í næsta mánuði. Samhliða þessu ætlar þýska ríkið að eyða 42 milljörðum króna í uppsetningu 15.000 nýrra hraðhleðslustöðva fyrir rafmagnbíla. Í dag eru aðeins 30.000 rafmagnsbílar á þýskum vegum en um 3 milljónir nýrra bíla seljast þar á hverju ári, svo hlutfallið er æði lágt. Þessi fjöldi rafmagnsbíla er ansi langt frá yfirlýstu markmiði Angelu Merkel um að árið 2020 verði 1 milljón rafmagnsbíla á þýskum vegum. Margir bjuggust við að endurgreiðslur vegna kaupa á rafmagnbílum yrðu hærri, en í Bandaríkjunum eru þær 7.500 dollarar, eða 930.000 kr. Þýsk fyrirtæki sem kaupa rafmagns- eða tengiltvinnbíla munu fá lægri endurgreiðslur en almenningur, eða um 420.000 kr.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent