Segja breskt hagkerfi vaxa meira utan ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. apríl 2016 07:00 David Cameron hefur um nokkurra mánaða skeið reynt að fullvissa sitt fólk um að Bretlandi sé betur borgið innan Evrópusambandsins. Í vikunni fékk hann stuðning frá Obama Bandaríkjaforseta. Fréttablaðið/EPA Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Hagkerfið í Bretlandi yrði tveimur prósentum stærra árið 2020 og fjórum prósentum stærra eftir áratug ef Bretar yfirgæfu Evrópusambandið. Þetta er niðurstaða átta breskra hagfræðinga sem í gær skiluðu skýrslu um áhrif útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Wall Street Journal segir að með þessu séu hagfræðingarnir að bregðast við öðrum skýrslum sem hafi sýnt þveröfuga niðurstöðu. Hagfræðingarnir líkja Evrópusambandinu við garð sem er umlukinn girðingu. Þar séu settir íþyngjandi tollar og reglugerðir í kringum innfluttar vörur og þjónustu. Hagfræðingarnir segja að með því að yfirgefa Evrópusambandið fengi Bretland tækifæri til þess að eiga viðskipti við önnur ríki í heiminum með tollum sem Alþjóðaviðskiptastofnunin ákveður. Staða efnahagsmála er aðalátakapunkturinn í Bretlandi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer þann 23. júní næstkomandi um það hvort Bretar skuli vera áfram í Evrópusambandinu. David Cameron, forsætisráðherra Breta, er talsmaður þess að Bretar verði áfram í sambandinu. Hann telur að efnahagslegt öryggi Breta sé best tryggt með áframhaldandi aðild. Margir hagfræðingar, til dæmis hagfræðingar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telja að útganga úr ESB yrði skaðleg Bretum. OECD sagði á miðvikudaginn að útganga úr ESB myndi jafnast á við aukaskatt á Breta. Talsmenn útgöngu segja hins vegar að úrsögn úr Evrópusambandinu myndi losa Bretland undan íþyngjandi reglugerðarverki og gera breskum fyrirtækjum kleift að eiga viðskipti við aðila á ört vaxandi markaðssvæðum í heiminum. Patrck Minford, prófessor í hagnýtri hagfræði við Cardiff-háskóla í Wales, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir í samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal að matvælaverð myndi líklegast lækka í Bretlandi ef Bretar stæðu utan Evrópusambandsins vegna þess að þá myndu innflutningstollar minnka. Hagfræðingurinn Rogert Bootle bætir við að talsmenn aðildar að Evrópusambandinu ofmeti ábatann af aðild. Hann bendir á að staða efnahagsmála innan Evrópusambandsins hafi verið slæm undanfarin misseri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í síðustu viku að erfiðara yrði fyrir Breta að ná fríverslunarsamningi við Bandaríkin ef Bretar yfirgæfu ESB.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 29. apríl.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira