Sturluð af komplexum leitandi að exótísku áhugamáli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2016 10:30 Áhugamálakrísan Ein af mínum bestu vínkonum viðraði þungar áhyggjur yfir stöðu áhugamála sinna á dögunum. Áhyggjurnar fólust í því að fyrrnefnd áhugamál væru engin og á því vildi hún ráða bót sem fyrst. Eftir ákaft símtal þar sem ég viðraði margra frábærar hugmyndir að framtíðaráhugamálum féll ég í svipaðan hugsanapytt og stútfylltist í kjölfarið af alls konar komplexum yfir mínum eigin. Eftir smá yfirlegu komst ég að því að þau eru ekki nógu exótísk, aktív eða spennandi. En eins og ég hef nefnt hér áður felast þau að miklu leyti í þykkblöðungum, kryddsöfnun og kokteilagerð. Sum er ég líka búin að eiga svo lengi að þau eru nánast orðin sjálfsagður hluti af hversdeginum og það er náttúrulega ekkert framandi eða spennandi við daglegt líf og amstur. Svona pínu eins og gamlar nærbuxur bara, kannski voða þægilegar en gera ekki neitt fyrir neinn. Þess má alveg geta að mín áhugamálakomplexaða vínkona er í spennandi og krefjandi vinnu sem hún er mjög góð í og lifir að mínu mati innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Hún er meira að segja í spilaklúbb. En við eigum auðvitað öll líka að vera í krefjandi, spennandi og ögrandi vinnu sem að einhverju leyti endurspeglar áhugasvið okkar og helst enginn getur sinnt eins vel og við.Að fúnkera Málið er bara að áhugamál er ekki lengur það sama og áhugamál. Það að stunda „eðlilega“ hreyfingu og finnast gaman að elda flokkast ekki sem áhugamál lengur. Það er bara eitthvað sem maður á að vera að gera ef maður vill vera, eða í það minnsta lúkka, eins og temmilega fúnkerandi einstaklingur í samfélaginu. Hreyfing flokkast nefnilega ekki sem áhugamál nema hún sé dáldið æst og öðruvísi. Jóga er auðvitað lífsstíll (namaste) og það að mæta í World Class, sveifla nokkrum lóðum og taka smá syrpu á brettinu flokkast ekki sem áhugamál. Það eru líka alltof margir valsandi um í Mjölnishettupeysum til þess að Víkingaþrek falli í áhugamálakategoríuna. Þess vegna sturluðust svona margir á gönguskíðunum í vetur og hlupu niður í næstu hjólabúð sveiflandi kreditkortinu síðasta sumar og settu ógeðslega dýrt hjól og spandex-alklæðnað sem klæðir frekar fáa á raðgreiðslur.Sous-vide Svo er sjálfsagt að pæla mikið í matargerð og eldamennsku. Ég meina, við fáum náttúrulega bara eitt musteri og mannslíkaminn er víst ekki gerður til þess að brjóta niður hvítan sykur. Svo erum við öll með glúten- og mjólkuróþol. Við þurfum alltaf að vera á tánum og hugsa vel um þennan kropp. Að borða hollan og góðan mat helst í hendur við það allt saman og svo lúkkar það líka vel á samfélagsmiðlum. Það er líka ekkert mál að elda eitthvað girnilegt og gera nesti fyrir vikuna og matarplan og borða ótrúlegan morgunmat sem kemst fyrir í krukku. Það ættu nú allir að vita það og ef þið eruð ekki meðvituð um það þá eru til milljón matreiðslubækur og þúsund og einn matreiðslusjónvarpsþáttur sem segja manni það. Matargerð og eldamennska getur samt eiginlega ekki flokkast sem áhugamál nema maður sé all in, nýbúin að sjoppa Sous-vide pott og að sjóða aldrað nautakjöt sem er búið að marínera í alls konar kryddi í minnst sólarhring, á leiðinni á Noma í sumar eða að fara í pílagrímsferð til einhvers fjarlægs lands þar sem maður ætlar að enduruppgötva bragðlaukana alla í einu.Allt hitt Svo eigum við öll að vera í góðum og stöðugum samskiptum við vini, samferðamenn og skyldfólk. Það er sem betur fer í flestum tilfellum gaman en því er ekki hægt að neita að í þessi samskipti fer tími. Ekki má svo gleyma því að halda heimilinu huggulegu en samt mínímalísku og fylla það með ýmsum einstökum mublum sem endurspegla persónuleika manns. Öll erum við svo meðvitaðir neytendur sem endurvinnum af fullu kappi, en það er ekki áhugamál heldur bara hluti af því að óska plánetunni farsæls framhaldslífs fyrir komandi kynslóðir. Svo er það húðumhirðan og það að drekka nóg vatn. Þetta er auðvitað bölvuð pressa. Ofan á þetta allt bætast svo hin exótísku áhugamál sem maður á að sinna. Ég er eins og áður sagði búin að vera alveg brjálæðislega komplexuð yfir þessu og þegar ég er búin að sinna öllu ofangreindu dettur mér ekki einu sinni neitt spennandi eða exótískt í hug sem ég get reynt að gera að áhugamálinu mínu. Og ef þið ætlið að þykjast ekki tengja við þetta þá veit ég að þið eruð lygasjúk og ættuð að leita ykkur hjálpar. Ég gerði nefnilega óformlega könnun á Facebook-spjallinu mínu og þar voru allir sammála mér. Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Sólarsamviskubit og helblár gildishlaðinn þumall 15. apríl 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Hágrátandi væmið ógeð í Hljómskálagarðinum 22. apríl 2016 10:45 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Áhugamálakrísan Ein af mínum bestu vínkonum viðraði þungar áhyggjur yfir stöðu áhugamála sinna á dögunum. Áhyggjurnar fólust í því að fyrrnefnd áhugamál væru engin og á því vildi hún ráða bót sem fyrst. Eftir ákaft símtal þar sem ég viðraði margra frábærar hugmyndir að framtíðaráhugamálum féll ég í svipaðan hugsanapytt og stútfylltist í kjölfarið af alls konar komplexum yfir mínum eigin. Eftir smá yfirlegu komst ég að því að þau eru ekki nógu exótísk, aktív eða spennandi. En eins og ég hef nefnt hér áður felast þau að miklu leyti í þykkblöðungum, kryddsöfnun og kokteilagerð. Sum er ég líka búin að eiga svo lengi að þau eru nánast orðin sjálfsagður hluti af hversdeginum og það er náttúrulega ekkert framandi eða spennandi við daglegt líf og amstur. Svona pínu eins og gamlar nærbuxur bara, kannski voða þægilegar en gera ekki neitt fyrir neinn. Þess má alveg geta að mín áhugamálakomplexaða vínkona er í spennandi og krefjandi vinnu sem hún er mjög góð í og lifir að mínu mati innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Hún er meira að segja í spilaklúbb. En við eigum auðvitað öll líka að vera í krefjandi, spennandi og ögrandi vinnu sem að einhverju leyti endurspeglar áhugasvið okkar og helst enginn getur sinnt eins vel og við.Að fúnkera Málið er bara að áhugamál er ekki lengur það sama og áhugamál. Það að stunda „eðlilega“ hreyfingu og finnast gaman að elda flokkast ekki sem áhugamál lengur. Það er bara eitthvað sem maður á að vera að gera ef maður vill vera, eða í það minnsta lúkka, eins og temmilega fúnkerandi einstaklingur í samfélaginu. Hreyfing flokkast nefnilega ekki sem áhugamál nema hún sé dáldið æst og öðruvísi. Jóga er auðvitað lífsstíll (namaste) og það að mæta í World Class, sveifla nokkrum lóðum og taka smá syrpu á brettinu flokkast ekki sem áhugamál. Það eru líka alltof margir valsandi um í Mjölnishettupeysum til þess að Víkingaþrek falli í áhugamálakategoríuna. Þess vegna sturluðust svona margir á gönguskíðunum í vetur og hlupu niður í næstu hjólabúð sveiflandi kreditkortinu síðasta sumar og settu ógeðslega dýrt hjól og spandex-alklæðnað sem klæðir frekar fáa á raðgreiðslur.Sous-vide Svo er sjálfsagt að pæla mikið í matargerð og eldamennsku. Ég meina, við fáum náttúrulega bara eitt musteri og mannslíkaminn er víst ekki gerður til þess að brjóta niður hvítan sykur. Svo erum við öll með glúten- og mjólkuróþol. Við þurfum alltaf að vera á tánum og hugsa vel um þennan kropp. Að borða hollan og góðan mat helst í hendur við það allt saman og svo lúkkar það líka vel á samfélagsmiðlum. Það er líka ekkert mál að elda eitthvað girnilegt og gera nesti fyrir vikuna og matarplan og borða ótrúlegan morgunmat sem kemst fyrir í krukku. Það ættu nú allir að vita það og ef þið eruð ekki meðvituð um það þá eru til milljón matreiðslubækur og þúsund og einn matreiðslusjónvarpsþáttur sem segja manni það. Matargerð og eldamennska getur samt eiginlega ekki flokkast sem áhugamál nema maður sé all in, nýbúin að sjoppa Sous-vide pott og að sjóða aldrað nautakjöt sem er búið að marínera í alls konar kryddi í minnst sólarhring, á leiðinni á Noma í sumar eða að fara í pílagrímsferð til einhvers fjarlægs lands þar sem maður ætlar að enduruppgötva bragðlaukana alla í einu.Allt hitt Svo eigum við öll að vera í góðum og stöðugum samskiptum við vini, samferðamenn og skyldfólk. Það er sem betur fer í flestum tilfellum gaman en því er ekki hægt að neita að í þessi samskipti fer tími. Ekki má svo gleyma því að halda heimilinu huggulegu en samt mínímalísku og fylla það með ýmsum einstökum mublum sem endurspegla persónuleika manns. Öll erum við svo meðvitaðir neytendur sem endurvinnum af fullu kappi, en það er ekki áhugamál heldur bara hluti af því að óska plánetunni farsæls framhaldslífs fyrir komandi kynslóðir. Svo er það húðumhirðan og það að drekka nóg vatn. Þetta er auðvitað bölvuð pressa. Ofan á þetta allt bætast svo hin exótísku áhugamál sem maður á að sinna. Ég er eins og áður sagði búin að vera alveg brjálæðislega komplexuð yfir þessu og þegar ég er búin að sinna öllu ofangreindu dettur mér ekki einu sinni neitt spennandi eða exótískt í hug sem ég get reynt að gera að áhugamálinu mínu. Og ef þið ætlið að þykjast ekki tengja við þetta þá veit ég að þið eruð lygasjúk og ættuð að leita ykkur hjálpar. Ég gerði nefnilega óformlega könnun á Facebook-spjallinu mínu og þar voru allir sammála mér.
Lífsbarátta Lóunnar Tengdar fréttir Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00 Sólarsamviskubit og helblár gildishlaðinn þumall 15. apríl 2016 11:00 Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00 Hágrátandi væmið ógeð í Hljómskálagarðinum 22. apríl 2016 10:45 Skíðað inn í skafl í ítölsku Ölpunum 18. mars 2016 13:00 Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00 Kastað upp í matvöruverslun 1. apríl 2016 10:30 Lífsbarátta Lóunnar: Með stírurnar í augunum Að sjóða súpu og safna kryddum. 5. febrúar 2016 10:00 Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30 Eins og sprungin blaðra Af gluggaveðri og tuttugu tabs. 8. apríl 2016 10:00 Að drekka flókna kokteila í úthverfi Sæt dýr og hraunplattar sem borðbúnaður. 12. febrúar 2016 11:00 Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Sjóndöpur á stökkpalli í skíðaferð Staðalbúnaður við uppvask og yfirþyrmandi spenna á flugvöllum. 11. mars 2016 11:00
Farlama óféti í foreldrahúsum Af snögum á almenings salernum og framhald stóra brunablöðrumálsins. 26. febrúar 2016 11:00
Lífsbarátta Lóunnar: Hefjast nú leikar Vikuleg lífsbarátta Gyðu Lóu Ólafsdóttur. 29. janúar 2016 11:00
Lifaður glysrokkari íklæddur rúllukragabol Óvær kona og heimsendir í herbergi. 19. febrúar 2016 10:30
Fimm hundruð eðalsteinar og þunglyndir þykkblöðungar Af kæfandi heyrnatólum og draumum um netverslanir. 4. mars 2016 10:30
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning