F-Sport upplifun hjá Lexus Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2016 10:26 Lexus RC300h. Lexus Ísland verður með sýningu í Kauptúni, Garðabæ laugardaginn 30. apríl frá kl. 12 – 16 þar sem hinn glæsilegi sportbíll, RC 300h verður frumsýndur. Einnig verður Lexuslínan sýnd í F-Sport útfærslu. Skarpar línur hafa einkennt hönnun Lexus að undanförnu og er óhætt að segja að þeir veki óskipta athygli í umferðinni. Í F-Sport útfærslum er hönnunin og búnaður bílanna tekin einu skrefi lengra. Þeir þekkjast á ágengu snældulaga grilli og fallega hönnuðum felgum fyrir „low-profile“dekkin. F-Sport gerðirnar er búnar sérstökum sætum og öðrum búnaði sem tryggja eftirminnilega akstursupplifun. Boðið verður upp á reynsluakstur á F-Sport útfærslum á RC 300h, IS 300h, NX 300h, GS 450h og RX 450h. F í F-Sport vísar til Fuji kappakstursbrautarinnar í Japan sem notuð er við prófanir á Lexus F-Sport útfærslunum. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent
Lexus Ísland verður með sýningu í Kauptúni, Garðabæ laugardaginn 30. apríl frá kl. 12 – 16 þar sem hinn glæsilegi sportbíll, RC 300h verður frumsýndur. Einnig verður Lexuslínan sýnd í F-Sport útfærslu. Skarpar línur hafa einkennt hönnun Lexus að undanförnu og er óhætt að segja að þeir veki óskipta athygli í umferðinni. Í F-Sport útfærslum er hönnunin og búnaður bílanna tekin einu skrefi lengra. Þeir þekkjast á ágengu snældulaga grilli og fallega hönnuðum felgum fyrir „low-profile“dekkin. F-Sport gerðirnar er búnar sérstökum sætum og öðrum búnaði sem tryggja eftirminnilega akstursupplifun. Boðið verður upp á reynsluakstur á F-Sport útfærslum á RC 300h, IS 300h, NX 300h, GS 450h og RX 450h. F í F-Sport vísar til Fuji kappakstursbrautarinnar í Japan sem notuð er við prófanir á Lexus F-Sport útfærslunum.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent