Íslenska á tölvuöld: Bið eftir fjármunum til bjargar tungumálinu Bjarki Ármannsson skrifar 20. apríl 2016 13:15 Fjárframlög hins opinbera til uppbyggingar á sviði íslenskar máltækni, sem ráðamenn segja mikilvægt verkefni, hafa undanfarin ár verið langt frá því sem sérfræðingar telja að þurfi til að árangur náist. Vísir Fjárframlög hins opinbera til uppbyggingar á sviði íslenskar máltækni, sem ráðamenn segja mikilvægt verkefni, hafa undanfarin ár verið langt frá því sem sérfræðingar telja að þurfi til að árangur náist. Menntamálaráðuneytið hyggst verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun en þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu á þessu sviði nú. Vísir hefur að undanförnu fjallað um sumar þær hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld. Meðal annars hefur verið rætt við sérfræðinga sem telja að framþróun í íslenskri máltækni þurfi að eiga sér stað á allra næstu árum, eigi tungumálið að halda velli hjá næstu kynslóðum. Ítrekað hefur verið bent á í skýrslum og samantektum um stöðu íslensku gagnvart tækniþróuninni að varanlegur árangur hér á landi muni ekki nást án stuðnings hins opinbera. Til að mynda er bent á það í samþykktum tillögum um íslenska málstefnu að það sé ekki hægt að vonast eftir því að fyrirtæki sjái sér í hag að leggja mikinn kostnað í að þróa máltæknibúnað fyrir íslensku þar sem það kostar jafnmikið að byggja upp slíkan búnað fyrir tungumál sem 300 þúsund manns tala og fyrir tungumál milljónaþjóða.Í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 2013 segir að standa þurfi vörð um íslenska tungu og að áhersla verði lögð á málvernd, auk þess sem nokkrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa nýverið lýst yfir vilja til þess að styðja við íslenska máltækni með fjárframlögum frá hinu opinbera.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti til að mynda athygli á máltækni í setningarræðu sinni á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að tryggja verði að íslenska verði tæk sem tungumál sem hægt er að nota áfram með breyttri tölvu- og samskiptatækni. „Við þurfum þess vegna að vinna mikla undirbúningsvinnu og fjárfesta í þekkingu og tækni,“ segir í ræðu Bjarna. „Ef við gerum það ekki óttast ég að börnin okkar muni nota íslenskuna minna og minna og við þurfum því, og ég legg það til, að við ráðumst af krafti í þá vinnu sem vinna þarf til að gera íslenskuna tæka í nútímasamskiptum með allri þærri tækniþróun sem er að vera [...] Þetta mun kosta okkur nokkra fjármuni en það eru smámunir einir miðað við þá hagsmuni sem undir eru, sjálfa þjóðartunguna.“ Þá lét Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þau orð falla á Alþingi á síðastliðnum degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, að það yrði tryggt á næstu misserum að nægjanlegt fjármagn (sem hann sagði „brotabrot“ af þeim kostnaði sem myndi falla á ef það brotnaði undan móðurmálinu) fáist til þess að íslenska verði gjaldgeng í hinum stafræna heimi. Þá sagði hann að þetta fjármagn ætti að koma bæði frá ríkinu og aðilum í atvinnulífi. Þó vilja margir meina að stjórnvöld hafi dregið lappirnar í þessu máli í ljósi þess að fjárframlög frá hinu opinbera til uppbyggingar íslenskrar máltækni hafa til þessa verið mjög langt frá því sem lagt hefur verið til í þeim úttektum og skýrslum sem unnar hafa verið af sérfræðingum um málið. Þá gagnrýndi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, það nýlega að enn væri unnið að því að endurskoða aðgerðaáætlun starfshóps menntamálaráðherra sem unnin var árið 2014 (og þá talsvert á eftir áætlun) í stað þess að byrja að vinna í þeim verkefnum sem þar voru lögð til.skilur ekki seinaganginn í stjórnvöldum. Það eru að verða tvö ár síðan Alþingi samþykkti einróma þingsályktun um skipun...Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on 15. mars 2016Styrkir til uppbyggingar íslenskrar máltækni rötuðu ekki á fjárlög fyrr en fyrir árið 2015. Við lokaafgreiðslu þeirra var samþykkt tillaga um fimmtán milljóna króna fjárveitingu til aðgerða til að gera íslensku gjaldgenga í upplýsingatækni. Til þess var stofnaður Máltæknisjóður vorið 2015 og styrkjum úr honum úthlutað í fyrsta sinn síðasta haust. Í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðuneytisins fyrir árið 2016, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, er svo lagt til að veitt verði þrjátíu milljóna króna framlag í Máltæknisjóð á árinu. Sjóðurinn mun því geta veitt tvöfalt hærri fjárhæðir í styrki í ár heldur en í fyrra. Þess má þó geta að aðgerðaráætlunin frá árinu 2014, sem finna má í viðhengi við fréttina, gerði ráð fyrir fjörutíu milljóna króna framlagi árið 2015 og níutíu milljóna króna framlagi árið 2016. Framlög úr ríkissjóði hafa því hingað til verið mjög langt frá því sem starfshópurinn lagði til.Aðgerðaráætlunin frá árinu 2014 gerði ráð fyrir fjörutíu milljóna króna framlagi árið 2015 og níutíu milljóna króna framlagi árið 2016. Framlög úr ríkissjóði hafa því hingað til verið mjög langt frá því sem starfshópurinn lagði til.Vísir/GettyEinnig má geta þess að við umræðu um fjárlagafrumvarpið í desember var lögð fram breytingartillaga sem kvað á um að framlag ríkisins í Máltæknisjóð yrði aukið um 170 milljónir og næmi því alls 200 milljónum. Þessi tillaga var felld í atkvæðagreiðslu með 36 atkvæðum gegn 24. Einn þeirra sem kaus gegn tillögunni var Illugi Gunnarsson, sem sagði við tilefnið þróun íslenskar máltækni mikilvægt verkefni en að það yrði fjármagnað með samstöðu ríkisins og atvinnulífsins á næstu árum. Á fundi ríkisstjórnarinnar tveimur dögum síðar, þann 18. desember 2015, var svo samþykkt að veita fimm milljónir króna til viðbótar til undirbúningsvinnu á móti fimm milljónum frá atvinnulífinu. Í skriflegu svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafi að undanförnu unnið í því að safna þeim fimm milljónum frá félagsmönnum sínum. Samtökin muni sjá til þess að fjármunirnir skili sér í þágu verkefnisins. Þar segir jafnframt að „næstu mánuðum” verði varið til þess að útbúa aðgerðaáætlun þar sem skilgreind verði „aðkoma og ábyrgð allra sem hafa áhuga á að koma að því að byggja upp íslenska máltækni á næstu árum.“ „Við gerð þessarar aðgerðaáætlunar verður meðal annars litið til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í tengslum við máltæknina og greininga á áhrifum tækniþróunar á íslenskt mál,” segir í svarinu. „Í þágu þessa verður ráðinn verkefnisstjóri sem á að skila af sér innan sex mánaða, en það er gert ráð fyrir að hann hefjist handa von bráðar.“Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/GVASem fyrr segir, þykir sumum einkennilegt að eyða eigi næstu mánuðum í að vinna aðra aðgerðaráætlun í stað þess að ráðast í þau verkefni sem áætlunin frá árinu 2014 lagði til, til dæmis að byggja upp hugbúnað til leiðréttingar á íslensku málfari, íslenskan talgreini og vélrænar þýðingar. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tekur undir það sjónarmið í skriflegu svari til Vísis um málið. Svandís hefur ítrekað kallað eftir upplýsingum á Alþingi um aðgerðir stjórnvalda í þessum málaflokki. „Það er ljóst að fyrir liggja bæði áætlanir og greiningar og ekkert að vanbúnaði með að vinda sér í verkið,“ segir Svandís. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Fjárframlög hins opinbera til uppbyggingar á sviði íslenskar máltækni, sem ráðamenn segja mikilvægt verkefni, hafa undanfarin ár verið langt frá því sem sérfræðingar telja að þurfi til að árangur náist. Menntamálaráðuneytið hyggst verja næstu mánuðum í að endurgera aðgerðaáætlun en þingmaður Vinstri grænna segir ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu á þessu sviði nú. Vísir hefur að undanförnu fjallað um sumar þær hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld. Meðal annars hefur verið rætt við sérfræðinga sem telja að framþróun í íslenskri máltækni þurfi að eiga sér stað á allra næstu árum, eigi tungumálið að halda velli hjá næstu kynslóðum. Ítrekað hefur verið bent á í skýrslum og samantektum um stöðu íslensku gagnvart tækniþróuninni að varanlegur árangur hér á landi muni ekki nást án stuðnings hins opinbera. Til að mynda er bent á það í samþykktum tillögum um íslenska málstefnu að það sé ekki hægt að vonast eftir því að fyrirtæki sjái sér í hag að leggja mikinn kostnað í að þróa máltæknibúnað fyrir íslensku þar sem það kostar jafnmikið að byggja upp slíkan búnað fyrir tungumál sem 300 þúsund manns tala og fyrir tungumál milljónaþjóða.Í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 2013 segir að standa þurfi vörð um íslenska tungu og að áhersla verði lögð á málvernd, auk þess sem nokkrir fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa nýverið lýst yfir vilja til þess að styðja við íslenska máltækni með fjárframlögum frá hinu opinbera.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/VilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti til að mynda athygli á máltækni í setningarræðu sinni á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og sagði meðal annars að tryggja verði að íslenska verði tæk sem tungumál sem hægt er að nota áfram með breyttri tölvu- og samskiptatækni. „Við þurfum þess vegna að vinna mikla undirbúningsvinnu og fjárfesta í þekkingu og tækni,“ segir í ræðu Bjarna. „Ef við gerum það ekki óttast ég að börnin okkar muni nota íslenskuna minna og minna og við þurfum því, og ég legg það til, að við ráðumst af krafti í þá vinnu sem vinna þarf til að gera íslenskuna tæka í nútímasamskiptum með allri þærri tækniþróun sem er að vera [...] Þetta mun kosta okkur nokkra fjármuni en það eru smámunir einir miðað við þá hagsmuni sem undir eru, sjálfa þjóðartunguna.“ Þá lét Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þau orð falla á Alþingi á síðastliðnum degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, að það yrði tryggt á næstu misserum að nægjanlegt fjármagn (sem hann sagði „brotabrot“ af þeim kostnaði sem myndi falla á ef það brotnaði undan móðurmálinu) fáist til þess að íslenska verði gjaldgeng í hinum stafræna heimi. Þá sagði hann að þetta fjármagn ætti að koma bæði frá ríkinu og aðilum í atvinnulífi. Þó vilja margir meina að stjórnvöld hafi dregið lappirnar í þessu máli í ljósi þess að fjárframlög frá hinu opinbera til uppbyggingar íslenskrar máltækni hafa til þessa verið mjög langt frá því sem lagt hefur verið til í þeim úttektum og skýrslum sem unnar hafa verið af sérfræðingum um málið. Þá gagnrýndi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, það nýlega að enn væri unnið að því að endurskoða aðgerðaáætlun starfshóps menntamálaráðherra sem unnin var árið 2014 (og þá talsvert á eftir áætlun) í stað þess að byrja að vinna í þeim verkefnum sem þar voru lögð til.skilur ekki seinaganginn í stjórnvöldum. Það eru að verða tvö ár síðan Alþingi samþykkti einróma þingsályktun um skipun...Posted by Eiríkur Rögnvaldsson on 15. mars 2016Styrkir til uppbyggingar íslenskrar máltækni rötuðu ekki á fjárlög fyrr en fyrir árið 2015. Við lokaafgreiðslu þeirra var samþykkt tillaga um fimmtán milljóna króna fjárveitingu til aðgerða til að gera íslensku gjaldgenga í upplýsingatækni. Til þess var stofnaður Máltæknisjóður vorið 2015 og styrkjum úr honum úthlutað í fyrsta sinn síðasta haust. Í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðuneytisins fyrir árið 2016, sem samþykkt var í desember síðastliðnum, er svo lagt til að veitt verði þrjátíu milljóna króna framlag í Máltæknisjóð á árinu. Sjóðurinn mun því geta veitt tvöfalt hærri fjárhæðir í styrki í ár heldur en í fyrra. Þess má þó geta að aðgerðaráætlunin frá árinu 2014, sem finna má í viðhengi við fréttina, gerði ráð fyrir fjörutíu milljóna króna framlagi árið 2015 og níutíu milljóna króna framlagi árið 2016. Framlög úr ríkissjóði hafa því hingað til verið mjög langt frá því sem starfshópurinn lagði til.Aðgerðaráætlunin frá árinu 2014 gerði ráð fyrir fjörutíu milljóna króna framlagi árið 2015 og níutíu milljóna króna framlagi árið 2016. Framlög úr ríkissjóði hafa því hingað til verið mjög langt frá því sem starfshópurinn lagði til.Vísir/GettyEinnig má geta þess að við umræðu um fjárlagafrumvarpið í desember var lögð fram breytingartillaga sem kvað á um að framlag ríkisins í Máltæknisjóð yrði aukið um 170 milljónir og næmi því alls 200 milljónum. Þessi tillaga var felld í atkvæðagreiðslu með 36 atkvæðum gegn 24. Einn þeirra sem kaus gegn tillögunni var Illugi Gunnarsson, sem sagði við tilefnið þróun íslenskar máltækni mikilvægt verkefni en að það yrði fjármagnað með samstöðu ríkisins og atvinnulífsins á næstu árum. Á fundi ríkisstjórnarinnar tveimur dögum síðar, þann 18. desember 2015, var svo samþykkt að veita fimm milljónir króna til viðbótar til undirbúningsvinnu á móti fimm milljónum frá atvinnulífinu. Í skriflegu svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafi að undanförnu unnið í því að safna þeim fimm milljónum frá félagsmönnum sínum. Samtökin muni sjá til þess að fjármunirnir skili sér í þágu verkefnisins. Þar segir jafnframt að „næstu mánuðum” verði varið til þess að útbúa aðgerðaáætlun þar sem skilgreind verði „aðkoma og ábyrgð allra sem hafa áhuga á að koma að því að byggja upp íslenska máltækni á næstu árum.“ „Við gerð þessarar aðgerðaáætlunar verður meðal annars litið til þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í tengslum við máltæknina og greininga á áhrifum tækniþróunar á íslenskt mál,” segir í svarinu. „Í þágu þessa verður ráðinn verkefnisstjóri sem á að skila af sér innan sex mánaða, en það er gert ráð fyrir að hann hefjist handa von bráðar.“Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Vísir/GVASem fyrr segir, þykir sumum einkennilegt að eyða eigi næstu mánuðum í að vinna aðra aðgerðaráætlun í stað þess að ráðast í þau verkefni sem áætlunin frá árinu 2014 lagði til, til dæmis að byggja upp hugbúnað til leiðréttingar á íslensku málfari, íslenskan talgreini og vélrænar þýðingar. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tekur undir það sjónarmið í skriflegu svari til Vísis um málið. Svandís hefur ítrekað kallað eftir upplýsingum á Alþingi um aðgerðir stjórnvalda í þessum málaflokki. „Það er ljóst að fyrir liggja bæði áætlanir og greiningar og ekkert að vanbúnaði með að vinda sér í verkið,“ segir Svandís.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. 14. mars 2016 15:00
Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30