Nýliði að nafni Story heldur betur að skrifa söguna í hafnarboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2016 21:30 Trevor Story. Vísir/Getty Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum. Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Trevor Story er 23 ára gamall Texasbúi sem er búinn að vera á samningi hjá bandaríska hafnarboltaliðinu Colorado Rockies frá því hann var valinn í nýliðavalinu árið 2011. Nú fimm árum síðar er hann að fá sitt fyrsta tækifæri og hafnarboltasagan er ekki söm á eftir. Trevor Story hefur síðan hann var valinn í nýliðavalinu spilað í neðri deildunum en hann fékk loksins tækifærið með liði Colorado Rockies á tímabilinu sem er nú nýhafið. Tækifærið kom samt eiginlega fyrir tilviljun. Liðið skipti frá sér fastamanni í hans stöðu á síðasta tímabili og þá var varamaður hans handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Kannski höfðu menn hjá Colorado Rockies ekki miklar áhyggjur vitandi að Trevor Story væri að bíða eftir tækifæri sínu. Það er óhætt að segja að fyrstu leikir Trevor Story í MLB-deildinni hafi verið sögulegir og efni í góða sögu einhvern tímann. Talandi um að standa undir nafni. Í sínum fyrsta MLB-leik á ferlinum, 4. apríl síðastliðinn, náði hann tveimur heimahafnarhlaupum og komst þar í hóp með fimm öðrum leikmönnum í sögu deildarinnar sem hafa náð því. Það var hinsvegar aðeins byrjunin. Trevor Story náði á endanum heimahafnarhlaupi í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrstur nýliða í sögu deildarinnar og heimahafnarhlaupin í þessum fjórum fyrst leikjum tímabilsins voru alls sex en því hefur enginn náð hvort sem úr hópi nýliða eða reyndari leikmanna. Trevor Story bætti við sjöunda heimahafnarhlaupi sínum í sjötta leik sínum í gær og því hefur heldur enginn nýliði náð. Það býst enginn við því að Trevor Story geti haldið þessu ótrúlega gengi gangandi enda væri það efni í enn ótrúlegri sögu. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd með þessum ótrúlega nýliða í bandaríska hafnarboltanum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira