Grand Prix verðlaunahafinn Renault Megane kynntur hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2016 09:15 Renault Megane. Renault Megane hefur aldrei verið jafn glæsilegur og nú enda hlaut aðalhönnuður Renault, Laurens van den Acher, hin eftirsóttu FAI Design Grand Prix verðlaun frá samtökum bílaframleiðenda fyrir hönnunina. Nýi bíllinn verður kynntur hjá BL næsta laugardag milli kl. 12 og 16. Flest mál eru breytt frá fyrri gerðum, farþega- og farangrursrými eru stærri og aksturseiginleikarnir betri. Renault Megane er fyrsti bíllinn í sínum flokki sem fáanlegur er með 8,7“ spjaldtölvu í mælaborði. Þá eru allir nýir Renault Megane hjá BL með íslensku leiðsögukerfi sem tengist R-Link upplýsingabúnaði Renault sem er að hluta til raddstýrt. Þá eru ýmsir fídusar í boði með Megane, t.d. mismunandi litir á innilýsingu, allt eftir stemningunni hverju sinni, og skjár sem opnast upp úr mælaborðinu til að varpa upp upplýsingum um aksturinn svo ekki þurfi að líta af veginum við aksturinn. Nýr Renault Megane er fáanlegur í þremur útfærslum; Expression, BOSE og GT. Gera má ráð fyrir að Expression verði vinsælasta útgáfan enda með miklum staðalbúnaði. Í 205 hestafla GT útgáfu Megane er fjórhjólastýring sem er sú fyrsta sinnar tegundar í þessum stærðarflokki. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent
Renault Megane hefur aldrei verið jafn glæsilegur og nú enda hlaut aðalhönnuður Renault, Laurens van den Acher, hin eftirsóttu FAI Design Grand Prix verðlaun frá samtökum bílaframleiðenda fyrir hönnunina. Nýi bíllinn verður kynntur hjá BL næsta laugardag milli kl. 12 og 16. Flest mál eru breytt frá fyrri gerðum, farþega- og farangrursrými eru stærri og aksturseiginleikarnir betri. Renault Megane er fyrsti bíllinn í sínum flokki sem fáanlegur er með 8,7“ spjaldtölvu í mælaborði. Þá eru allir nýir Renault Megane hjá BL með íslensku leiðsögukerfi sem tengist R-Link upplýsingabúnaði Renault sem er að hluta til raddstýrt. Þá eru ýmsir fídusar í boði með Megane, t.d. mismunandi litir á innilýsingu, allt eftir stemningunni hverju sinni, og skjár sem opnast upp úr mælaborðinu til að varpa upp upplýsingum um aksturinn svo ekki þurfi að líta af veginum við aksturinn. Nýr Renault Megane er fáanlegur í þremur útfærslum; Expression, BOSE og GT. Gera má ráð fyrir að Expression verði vinsælasta útgáfan enda með miklum staðalbúnaði. Í 205 hestafla GT útgáfu Megane er fjórhjólastýring sem er sú fyrsta sinnar tegundar í þessum stærðarflokki.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent