Ljúfsár en langur gleðiharmleikur Sigríður Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2016 12:00 Atriði úr sýningu Gaflaraleikhússins á Góða dátanum Svejk. Leikhús Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans Karl Ágúst Úlfsson Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Karl Ágúst Úlfsson, Þórunn Lárusdóttir, Eyvindur Karlsson, Lárus Vilhjálmsson Leikmynd og búningar: Guðrún Öyahals Tónlist: Eyvindur Karlsson Lýsing: Hermann Björnsson Hljóð: Guðjón Guðjónsson Leikrit byggt á Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek og The Bad Bohemian eftir Cecil Parrott Síðastliðin sunnudag frumsýndi Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði verk um síðustu ár Jaroslavs Hasek og hans undraverða sköpunarverk, góða dátann Svejk. Höfundarverk Haseks lifir enn þá góðu lífi en skáldsagan er auðvitað í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni. Textinn er tímalaus og umbúðalausu skotin á allar þær birtingamyndir sem yfirvaldið tekur sér vekja enn þá upp kjánahroll og hlátur. Þetta kostulega ófremdarástand kannast Íslendingar við. Karl Ágúst Úlfsson skrifar leikhandritið og tekur þá djörfu ákvörðun setja Hasek sjálfan inn sýninguna, í eins konar hliðarverki við sögu Svejks. Hannes Óli Ágústsson fær það flókna verkefni að leika hinn umkomulausa, vitgranna og orðmarga Josef Svejk. Samkvæmt nefnd herlækna er Svejk opinber vanviti; of heimskur til að sinna herstörfum, of takmarkaður til að vera fangelsaður en ekki nægilega geðveikur til að dvelja á geðsjúkrahúsi. Hannes Óli kemur þessum einfalda manni vel til skila án þess að týna hans mannlegu brestum, sakleysið uppmálað og skilningsleysið algjört. Karl Ágúst leikur Hasek sem barðist við áfengissýki og fjármálaóreiðu síðustu ár lífs síns en söguna um Svejk kláraði hann ekki því hann dó fyrir aldur fram. Í leik Karls Ágústs virkar Hasek meira eins og sögumaður frekar en heildstæð persóna, kómíkin verður dramatíkinni yfirsterkari og erfitt er að tengjast honum tilfinningaböndum. Þórunn Lárusdóttir leikur fjölmörg hlutverk en hið stærsta er eiginkona Haseks, hin rússneska Shura. Þórunn er fjölhæf leikkona sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Hún blómstrar í kómísku senunum en henni fipast í þeim dramatískari, kannski vegna þess að handritið gefur aldrei til kynna af hverju Shura styður Hasek svona innilega. Einnig má setja spurningamerki við rússneska hreiminn hennar. Í stað þess að undirstrika hversu utanveltu hún var í Tékklandi þá minnir hún á karakter úr ‘Allo ‘Allo! eða Allt í hers höndum eins og það var þýtt hér um árið. Fjórði meðlimur leikarahópsins er Eyvindur Karlsson sem einnig sér um tónlistina. Líkt og Þórunn bregður hann sér í fjölmörg smærri hlutverk en er eftirminnilegastur sem Lúkás höfuðsmaður. Gítarhljómar, píanótónar og blásturshljóðfæri byggja hljóðheiminn, lögin eru ljúf en hefðu mátt vera fjölbreyttari. Ágústa Skúladóttir leikstýrir þessari lágstemmdu sýningu ágætlega en kómísku snerpuna og hraðann vantar. Hluta ábyrgðarinnar má varpa á handritið sem er hreinlega of langt. Hliðarsaga Haseks er áhugaverð og færir mannlega harmleikinn inn í sýninguna en skortir drifkraft og söngatriðin snarstöðva alla framvindu. Karl Ágúst er snjall textahöfundur, en spyrja má hvort sönglögunum sé hreinlega ofaukið í sýningunni. Fjórði veggurinn er brotinn með reglulegu millibili, stundum hnyttilega en þó ekki með nægilega markvissum hætt. Umgjörð sýningarinnar er vel úthugsuð og áferðarfögur en leikrými Gaflaraleikhússins er með því skemmtilegra á stórhöfuðborgarsvæðinu. Leikmynd og búningar eru í hæfum höndum Guðrúnar Öyahals en þrátt fyrir örlítið litleysi þá eru margar sviðslausnirnar vel útfærðar og hljóðfærin falleg skygging á heildarmyndinni. Lýsing Hermanns Björnssonar er sömuleiðis vel heppnuð. Saga Svejks er tímalaus eins og áður segir. Saga Haseks kannski líka. Þrátt fyrir djarfa tilraun til að blanda sögum þeirra tveggja saman þá heppnast hún ekki nægilega vel. Harmurinn er aldrei nægilega sláandi og grínið ekki nægilega fyndið þrátt fyrir ágætis frammistöðu leikaranna.Niðurstaða: Bráðfyndin á köflum en skortir þéttari umgerð. Menning Tengdar fréttir Óborganleg snilld á ferð Sunnudaginn 10. apríl verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Karl Ágúst Úlfsson. Verkið byggir á bókinni vinsælu Góði dátinn Svejk og ævi höfundar hennar, Jaroslavs Haseks. 6. apríl 2016 09:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans Karl Ágúst Úlfsson Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Hannes Óli Ágústsson, Karl Ágúst Úlfsson, Þórunn Lárusdóttir, Eyvindur Karlsson, Lárus Vilhjálmsson Leikmynd og búningar: Guðrún Öyahals Tónlist: Eyvindur Karlsson Lýsing: Hermann Björnsson Hljóð: Guðjón Guðjónsson Leikrit byggt á Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek og The Bad Bohemian eftir Cecil Parrott Síðastliðin sunnudag frumsýndi Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði verk um síðustu ár Jaroslavs Hasek og hans undraverða sköpunarverk, góða dátann Svejk. Höfundarverk Haseks lifir enn þá góðu lífi en skáldsagan er auðvitað í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni. Textinn er tímalaus og umbúðalausu skotin á allar þær birtingamyndir sem yfirvaldið tekur sér vekja enn þá upp kjánahroll og hlátur. Þetta kostulega ófremdarástand kannast Íslendingar við. Karl Ágúst Úlfsson skrifar leikhandritið og tekur þá djörfu ákvörðun setja Hasek sjálfan inn sýninguna, í eins konar hliðarverki við sögu Svejks. Hannes Óli Ágústsson fær það flókna verkefni að leika hinn umkomulausa, vitgranna og orðmarga Josef Svejk. Samkvæmt nefnd herlækna er Svejk opinber vanviti; of heimskur til að sinna herstörfum, of takmarkaður til að vera fangelsaður en ekki nægilega geðveikur til að dvelja á geðsjúkrahúsi. Hannes Óli kemur þessum einfalda manni vel til skila án þess að týna hans mannlegu brestum, sakleysið uppmálað og skilningsleysið algjört. Karl Ágúst leikur Hasek sem barðist við áfengissýki og fjármálaóreiðu síðustu ár lífs síns en söguna um Svejk kláraði hann ekki því hann dó fyrir aldur fram. Í leik Karls Ágústs virkar Hasek meira eins og sögumaður frekar en heildstæð persóna, kómíkin verður dramatíkinni yfirsterkari og erfitt er að tengjast honum tilfinningaböndum. Þórunn Lárusdóttir leikur fjölmörg hlutverk en hið stærsta er eiginkona Haseks, hin rússneska Shura. Þórunn er fjölhæf leikkona sem getur brugðið sér í allra kvikinda líki. Hún blómstrar í kómísku senunum en henni fipast í þeim dramatískari, kannski vegna þess að handritið gefur aldrei til kynna af hverju Shura styður Hasek svona innilega. Einnig má setja spurningamerki við rússneska hreiminn hennar. Í stað þess að undirstrika hversu utanveltu hún var í Tékklandi þá minnir hún á karakter úr ‘Allo ‘Allo! eða Allt í hers höndum eins og það var þýtt hér um árið. Fjórði meðlimur leikarahópsins er Eyvindur Karlsson sem einnig sér um tónlistina. Líkt og Þórunn bregður hann sér í fjölmörg smærri hlutverk en er eftirminnilegastur sem Lúkás höfuðsmaður. Gítarhljómar, píanótónar og blásturshljóðfæri byggja hljóðheiminn, lögin eru ljúf en hefðu mátt vera fjölbreyttari. Ágústa Skúladóttir leikstýrir þessari lágstemmdu sýningu ágætlega en kómísku snerpuna og hraðann vantar. Hluta ábyrgðarinnar má varpa á handritið sem er hreinlega of langt. Hliðarsaga Haseks er áhugaverð og færir mannlega harmleikinn inn í sýninguna en skortir drifkraft og söngatriðin snarstöðva alla framvindu. Karl Ágúst er snjall textahöfundur, en spyrja má hvort sönglögunum sé hreinlega ofaukið í sýningunni. Fjórði veggurinn er brotinn með reglulegu millibili, stundum hnyttilega en þó ekki með nægilega markvissum hætt. Umgjörð sýningarinnar er vel úthugsuð og áferðarfögur en leikrými Gaflaraleikhússins er með því skemmtilegra á stórhöfuðborgarsvæðinu. Leikmynd og búningar eru í hæfum höndum Guðrúnar Öyahals en þrátt fyrir örlítið litleysi þá eru margar sviðslausnirnar vel útfærðar og hljóðfærin falleg skygging á heildarmyndinni. Lýsing Hermanns Björnssonar er sömuleiðis vel heppnuð. Saga Svejks er tímalaus eins og áður segir. Saga Haseks kannski líka. Þrátt fyrir djarfa tilraun til að blanda sögum þeirra tveggja saman þá heppnast hún ekki nægilega vel. Harmurinn er aldrei nægilega sláandi og grínið ekki nægilega fyndið þrátt fyrir ágætis frammistöðu leikaranna.Niðurstaða: Bráðfyndin á köflum en skortir þéttari umgerð.
Menning Tengdar fréttir Óborganleg snilld á ferð Sunnudaginn 10. apríl verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Karl Ágúst Úlfsson. Verkið byggir á bókinni vinsælu Góði dátinn Svejk og ævi höfundar hennar, Jaroslavs Haseks. 6. apríl 2016 09:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Óborganleg snilld á ferð Sunnudaginn 10. apríl verður frumsýnt nýtt leikrit eftir Karl Ágúst Úlfsson. Verkið byggir á bókinni vinsælu Góði dátinn Svejk og ævi höfundar hennar, Jaroslavs Haseks. 6. apríl 2016 09:00