Fjör að færast í veiðina við Minnivallalæk Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2016 11:03 Þorsteinn með glæsilegan urriða úr Minnivallalæk Mynd: ÞS Minnnivallalækur ber hróður sinn víða enda eru fáar ár á heimsvísu sem geyma jafnmarga stórvaxna urriða eins og þessi netta perla. Það hafa ekki borist margar fréttir úr Minnivallalæk á þessu tímabili en síðustu daga hefur þó verið mikið líf hjá þeim sem hafa kíkt austur. Einn af þeim veiðimönnum sem er búinn að bleyta færi er Þorsteinn Stefánsson en hann fór með félaga sínum austur og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel. " Við fórum í Minnivallalæk í fyrsta sinn í gær, þađ var rosa klak í gangi og fiskurinn sýnilegur í styllunni. Þađ var mikiđ fjör og fiskurinn ađ éta á fullu en hann var dyntóttur enda međ fullt af æti í ánni. Galdurinn var ađ veiđa á dropper međ pheasant tail #18 sem efri flugu. Þađ var eins og viđ manninn mælt ađ hann fór ađ taka hjá okkur þegar hún var komin undir" sagði Þorsteinn í samtali við Veiðivísi. Alls settu þeir í 7 fiska og lönduđum 3. Flest allir á bilinu 5-7 pund fyrir utan 1 72cm dólg sem tók í stöđvarhyl. Að sögn Þorsteins var fiskur út um alla á og greinilega fariđ ađ færast fjör í leikinn í Minnivallalæk. Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði
Minnnivallalækur ber hróður sinn víða enda eru fáar ár á heimsvísu sem geyma jafnmarga stórvaxna urriða eins og þessi netta perla. Það hafa ekki borist margar fréttir úr Minnivallalæk á þessu tímabili en síðustu daga hefur þó verið mikið líf hjá þeim sem hafa kíkt austur. Einn af þeim veiðimönnum sem er búinn að bleyta færi er Þorsteinn Stefánsson en hann fór með félaga sínum austur og það er óhætt að segja að það hafi gengið vel. " Við fórum í Minnivallalæk í fyrsta sinn í gær, þađ var rosa klak í gangi og fiskurinn sýnilegur í styllunni. Þađ var mikiđ fjör og fiskurinn ađ éta á fullu en hann var dyntóttur enda međ fullt af æti í ánni. Galdurinn var ađ veiđa á dropper međ pheasant tail #18 sem efri flugu. Þađ var eins og viđ manninn mælt ađ hann fór ađ taka hjá okkur þegar hún var komin undir" sagði Þorsteinn í samtali við Veiðivísi. Alls settu þeir í 7 fiska og lönduđum 3. Flest allir á bilinu 5-7 pund fyrir utan 1 72cm dólg sem tók í stöđvarhyl. Að sögn Þorsteins var fiskur út um alla á og greinilega fariđ ađ færast fjör í leikinn í Minnivallalæk.
Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði