Hendurnar hans Ásmundar hafa mótað margt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2016 09:15 „Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma; hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera,“ segir Elín. Vísir/Anton Brink Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín. Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þetta eru allt ný verk,“ segir Elín Hansdóttir myndlistarmaður stödd í Ásmundarsafni við Sigtún í Reykjavík. Þar verður sýning hennar Uppbrot opnuð klukkan 16 í dag með skúlptúr, vídeói, málverkum, ljósmyndum og prenti. „Það var sýningarstjórinn Dorothée Kirkch sem bauð mér að vinna inn í þetta rými og við höfum verið í samstarfi síðan í haust. Við höfum haft verk Ásmundar til hliðsjónar og byrjuðum á að skoða hans vinnuaðferðir og lesa viðtöl við hann.“ En hvernig tengir Elín sína list verkum Ásmundar, fyrir utan að vera í húsinu hans? „Húsið er einmitt útgangspunktur hjá okkur, byggingin sjálf er listaverk út af fyrir sig. Ég vinn ekki beint út frá verkum Ásmundar en reyndi að setja mig inn í hans hugarheim gagnvart myndlistinni, því hann hafði mjög sterkar skoðanir á því hvert væri hlutverk hennar og það voru framúrstefnulegar hugmyndir á þeim tíma.“ Hvernig hafa þær elst? „Það hefur í raun ekkert breyst. Ásmundur leit á nútímalist sem verkfæri til að endurskoða samfélagið á hverjum tíma, hreyfiafl til að brjóta upp þær fastmótuðu hugmyndir sem við höfum um það hvernig hlutirnir eigi að vera. Svo var Ásmundur Sveinsson afskaplega heillandi karakter. Stórhuga maður sem lét ekkert stoppa sig. Bara það að hann skyldi árið 1943 fá þá flugu í höfuðið að byggja þetta hús hér úti í móunum og hrinda því í framkvæmd, það er afrek út af fyrir sig. Hann smíðaði til dæmis vindmyllu í garðinum og notaði orkuna frá henni til að hræra steypuna í húsið. Hendurnar hans eru einmitt á plakatinu sem tilheyrir sýningunni og þar sér maður hvað þær hafa mótað margt. Þær segja sína sögu.“ Þínar eru ekki orðnar alveg eins vinnulúnar. „Ekki alveg. Þær eiga nokkur ár í það.“ Elín lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar í Unisolo í Róm, Listasafni Reykjavíkur, gallerí i8 og KW Institute for Contemporary Art í Berlín. Auk þess hefur hún tekið þátt í þó nokkrum samsýningum og má þar nefna Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh í Marokkó 2012. Elín býr og starfar bæði í Reykjavík og Berlín.
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira