Stjórn Bílgreinasambandsins endurkjörin Finnur Thorlacius skrifar 18. apríl 2016 09:56 Jón Trausti Ólafsson var endurkjörinn formaður Bílgreinasambandsins. Stjórn Bílgreinasambandsins var endurkjörin á aðalfundi þess í gær. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju er áfram formaður Bílgreinsambandsins og aðrir í stjórn BGS eru Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri hjá BL, Sverrir Gunnarsson, frá Nýsprautun, Lárus Sigurðsson, forstjóri Bílanaust, Einar Sigursson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Varamenn eru Atli Vilhjálmsson frá Betri bílum og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Góð mæting var á aðalfund BGS þar sem Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, hélt fyrirlestur og fjallaði m.a. um fjárfestingaþörf í samgöngumannvirkjum. Gísli sagði meðal annars að mjög mikið vantaði upp á fjárfestingar í samgöngumannvirkjum á Íslandi. Gísli sagði ennfremur að miklir fjármunir töpuðust árlega vegna ágangs á þau samgöngumannvirki sem fyrir eru vegna aukningar í umferð og það væri mjög mikilvægt að endurnýja og bæta við nýjum samgöngumannvirkjum. Hann sagði afar brýnt að ráðast í gerð Sundabrautar og tvöföldunar í Hvalfjarðargöngunum. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, hélt erindi um þjónustu og framtíðarhorfur bílaleigugeirans, en sú grein hefur mikið með umhverfi bílgreinarinnar að gera í nútíð og framtíð. Að lokum hélt Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur erindi sem hann kallaði að vinna sigra saman. ,,Það er mikill uppgangur í bílgreininni það sem af er ári og aukningin í nýskráningum fólksbíla sem af er þessu ári miðað við sama tíma í ári er 57%. Allar ytri aðstæður eru góðar og almenn bjarsýni virðist ríkja. Það er góður gangur á bílasölum, verkstæðum og varahlutasölum," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Stjórn Bílgreinasambandsins var endurkjörin á aðalfundi þess í gær. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju er áfram formaður Bílgreinsambandsins og aðrir í stjórn BGS eru Skúli K. Skúlason, framkvæmdastjóri hjá BL, Sverrir Gunnarsson, frá Nýsprautun, Lárus Sigurðsson, forstjóri Bílanaust, Einar Sigursson frá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Varamenn eru Atli Vilhjálmsson frá Betri bílum og Benedikt Eyjólfsson frá Bílabúð Benna. Góð mæting var á aðalfund BGS þar sem Gísli Hauksson, forstjóri Gamma, hélt fyrirlestur og fjallaði m.a. um fjárfestingaþörf í samgöngumannvirkjum. Gísli sagði meðal annars að mjög mikið vantaði upp á fjárfestingar í samgöngumannvirkjum á Íslandi. Gísli sagði ennfremur að miklir fjármunir töpuðust árlega vegna ágangs á þau samgöngumannvirki sem fyrir eru vegna aukningar í umferð og það væri mjög mikilvægt að endurnýja og bæta við nýjum samgöngumannvirkjum. Hann sagði afar brýnt að ráðast í gerð Sundabrautar og tvöföldunar í Hvalfjarðargöngunum. Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, hélt erindi um þjónustu og framtíðarhorfur bílaleigugeirans, en sú grein hefur mikið með umhverfi bílgreinarinnar að gera í nútíð og framtíð. Að lokum hélt Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur erindi sem hann kallaði að vinna sigra saman. ,,Það er mikill uppgangur í bílgreininni það sem af er ári og aukningin í nýskráningum fólksbíla sem af er þessu ári miðað við sama tíma í ári er 57%. Allar ytri aðstæður eru góðar og almenn bjarsýni virðist ríkja. Það er góður gangur á bílasölum, verkstæðum og varahlutasölum," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent