HK er komið í 1-0 forystu gegn KA í lokaúrslitum Mizuno-deildar karla í blaki eftir 3-2 sigur í leik liðanna í kvöld.
KA vann fyrstu tvær hrinurnar, 25-20 og 25-21, en HK-ingar sneru leiknum sér í vil með því að vinna næstu tvær, 25-19 og 25-17, og svo oddahrinuna 15-11.
Andris Orlovs skoraði samtals fimmtán stig fyrir HK og Felix Þór Gíslason tólf. Hjá KA var Dimitrov Hristiyan stigahæstur með nítján stig.
Næsti leikur fer fram á Akureyri á miðvikudag.

