Strax komnar 133.000 pantanir í Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 09:10 Tesla Model 3 bíllinn á sviðinu í gærkvöldi og pantanir í bílinn orðnar 133.116 talsins. Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Tesla Model 3 bíllinn var kynntur í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Samtímis voru opnaðar pantanir fyrir þennan ódýrasta bíl Tesla, sem ekki mun kosta nema 35.000 dollara í sinni ódýrustu mynd. Búist hafði verið við allt að 100.000 pöntunum í bílinn fyrsta sólarhringinn en bara á meðan Elon Musk, forstjóri og eigandi Tesla, kynnti gripinn voru pantanirnar komnar í 115.000. Klukkustund síðar voru þær komnar í 133.000 og nýir kaupendur komu inn um það bil á hverri sekúndu. Hver sá sem festi sér kaup á nýjum Tesla Model 3 bíl þurfti að leggja til 1.000 dollara pöntunargreiðslu og því duttu 133 milljónir dollara inní peningahirslur Tesla í gær. Til frumsýningarinnar á bílnum var boðið 850 manns og var einn Íslendingur þar á meðal, Gísli Gíslason eigandi rafmagnsbílasölunnar Even.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent