Nýr jepplingur frá Maserati Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 10:15 Þessari mynd af Maserati Kubang hefur verið lekið út. Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Það er ekki nóg með að Maserati setji á markað jeppann Levante í sumar heldur er ítalska sportfyrirtækið einnig að undirbúa smíði jepplings sem verður öllu minni og fær nafnið Kubang. Hann á að fara í sölu árið 2018. Kubang er mjög líkur Levante og eiginlega eins og smækkuð mynd hans. Hann verður í fyrstu boðinn með 2,0 lítra og fjögurra strokka bensín- og dísilvélum og 9 gíra sjálfskiptingu og mun kosta um 35.000 evrur, eða tæpar 5 milljónir króna. Árið 2019 verður þessi jepplingur einnig í boði með rafmagnsdrifrás eingöngu og á hann að komast heila 800 kílómetra á fullri hleðslu. Rafmótorar hans verða 300 hestöfl svo þar fer nokkuð sprækur bíll. Þessi útfærsla Kubang verður öllu dýrari, eða á um 50.000 evrur. Maserati ætlar síðan að bjóða Kubang í kraftaútfærslu með 4,7 lítra V8 vél sem verður heil 600 hestöfl og öll þau hestöfl verða send til afturhjólanna. Þessi afar öflugi bíll tekur sprettinn í 100 á undir 4 sekúndum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent