Gísli Gíslason var á kynningunni á Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 15:20 Tesla Model III á sviðinu í Kaliforníu í gærkveldi. Þar sem tímamismunurinn á Íslandi og Kaliforníu er mikill var eini Íslendingurinn sem var við frumsýninguna á nýja Tesla Model 3 bílnum, Gísli Gíslason, að vakna um miðbik dags í dag. Það náðist þó í Gísla og hann hafði þetta að segja um upplifunina: “Var að vakna hér í LA eftir frábært partý í gær. Ég er búinn að mæta á allar stóru kynningarnar hjá Tesla Motors frá upphafi. Þessi reyndist hin magnaðasta. Síðasta kynning var 30. september síðastliðinn í Fremont, Kaliforníu þar sem verið var að kynna og afhenda fyrstu Tesla Model X rafjeppana og þá var nokkur þúsund manns boðið. Í gær þó aðeins boðið 800 manns, þrátt fyrir að vitað yrði meira en 4.000 manns vildu fá að koma á viðburðinn.” “Í gær var boðið haldið á sama stað og þegar Tesla Model S rafbíllinn var kynntur í fyrsta skipti (mars 2009 og ég var þá á staðnum líka), þ.e.a.s. í Design Studio Tesla Motors við SpaceX verksmiðjuna í Los Angeles, sem staðsett er á Rocket Road 1. Húsið var opnað kl. 19:00 og um tveim tímum síðar steig Elon Musk á sviðið og kynnti Tesla Model III bílinn sem var síðasti bíllinn á masterplani sem Elon setti upp strax í upphafi, þ.e.a.s. rafbíll fyrir alla." "Þegar hann byrjaði að kynna bílinn og sýndi hann í fyrsta skipti opinberlega höfðu meira en 100.000 manns pantað bílinn og greitt sem samsvarar kr. 120.000 í staðfestingargjald (án þess nokkurn tímann að hafa séð hvernig bíllinn myndi líta út, enda höfðu engar myndir lekið út á netið). Eftir að kynningin byrjaði og myndir byrjuðu að birtast á netinu, kom að meðaltali ein staðfest pöntun á hverri sekúndu.” “Allir gestir fengu að fara í prufuakstur á nýja Model III bílnum og verður að segjast eins og er að Elon Musk var ekki að ýkja þegar hann sagði að það væri ekki möguleiki að kaupa nýjan bíl á $35.000 sem væri betri en nýji Model III bíllinn frá Tesla Motors. Ég fór því sæll og glaður upp á hótel um miðnætti, en þá voru pantanir komnar yfir 134.000. Það verður erfitt að toppa þetta.” Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Þar sem tímamismunurinn á Íslandi og Kaliforníu er mikill var eini Íslendingurinn sem var við frumsýninguna á nýja Tesla Model 3 bílnum, Gísli Gíslason, að vakna um miðbik dags í dag. Það náðist þó í Gísla og hann hafði þetta að segja um upplifunina: “Var að vakna hér í LA eftir frábært partý í gær. Ég er búinn að mæta á allar stóru kynningarnar hjá Tesla Motors frá upphafi. Þessi reyndist hin magnaðasta. Síðasta kynning var 30. september síðastliðinn í Fremont, Kaliforníu þar sem verið var að kynna og afhenda fyrstu Tesla Model X rafjeppana og þá var nokkur þúsund manns boðið. Í gær þó aðeins boðið 800 manns, þrátt fyrir að vitað yrði meira en 4.000 manns vildu fá að koma á viðburðinn.” “Í gær var boðið haldið á sama stað og þegar Tesla Model S rafbíllinn var kynntur í fyrsta skipti (mars 2009 og ég var þá á staðnum líka), þ.e.a.s. í Design Studio Tesla Motors við SpaceX verksmiðjuna í Los Angeles, sem staðsett er á Rocket Road 1. Húsið var opnað kl. 19:00 og um tveim tímum síðar steig Elon Musk á sviðið og kynnti Tesla Model III bílinn sem var síðasti bíllinn á masterplani sem Elon setti upp strax í upphafi, þ.e.a.s. rafbíll fyrir alla." "Þegar hann byrjaði að kynna bílinn og sýndi hann í fyrsta skipti opinberlega höfðu meira en 100.000 manns pantað bílinn og greitt sem samsvarar kr. 120.000 í staðfestingargjald (án þess nokkurn tímann að hafa séð hvernig bíllinn myndi líta út, enda höfðu engar myndir lekið út á netið). Eftir að kynningin byrjaði og myndir byrjuðu að birtast á netinu, kom að meðaltali ein staðfest pöntun á hverri sekúndu.” “Allir gestir fengu að fara í prufuakstur á nýja Model III bílnum og verður að segjast eins og er að Elon Musk var ekki að ýkja þegar hann sagði að það væri ekki möguleiki að kaupa nýjan bíl á $35.000 sem væri betri en nýji Model III bíllinn frá Tesla Motors. Ég fór því sæll og glaður upp á hótel um miðnætti, en þá voru pantanir komnar yfir 134.000. Það verður erfitt að toppa þetta.”
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent