Gísli Gíslason var á kynningunni á Tesla Model 3 Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2016 15:20 Tesla Model III á sviðinu í Kaliforníu í gærkveldi. Þar sem tímamismunurinn á Íslandi og Kaliforníu er mikill var eini Íslendingurinn sem var við frumsýninguna á nýja Tesla Model 3 bílnum, Gísli Gíslason, að vakna um miðbik dags í dag. Það náðist þó í Gísla og hann hafði þetta að segja um upplifunina: “Var að vakna hér í LA eftir frábært partý í gær. Ég er búinn að mæta á allar stóru kynningarnar hjá Tesla Motors frá upphafi. Þessi reyndist hin magnaðasta. Síðasta kynning var 30. september síðastliðinn í Fremont, Kaliforníu þar sem verið var að kynna og afhenda fyrstu Tesla Model X rafjeppana og þá var nokkur þúsund manns boðið. Í gær þó aðeins boðið 800 manns, þrátt fyrir að vitað yrði meira en 4.000 manns vildu fá að koma á viðburðinn.” “Í gær var boðið haldið á sama stað og þegar Tesla Model S rafbíllinn var kynntur í fyrsta skipti (mars 2009 og ég var þá á staðnum líka), þ.e.a.s. í Design Studio Tesla Motors við SpaceX verksmiðjuna í Los Angeles, sem staðsett er á Rocket Road 1. Húsið var opnað kl. 19:00 og um tveim tímum síðar steig Elon Musk á sviðið og kynnti Tesla Model III bílinn sem var síðasti bíllinn á masterplani sem Elon setti upp strax í upphafi, þ.e.a.s. rafbíll fyrir alla." "Þegar hann byrjaði að kynna bílinn og sýndi hann í fyrsta skipti opinberlega höfðu meira en 100.000 manns pantað bílinn og greitt sem samsvarar kr. 120.000 í staðfestingargjald (án þess nokkurn tímann að hafa séð hvernig bíllinn myndi líta út, enda höfðu engar myndir lekið út á netið). Eftir að kynningin byrjaði og myndir byrjuðu að birtast á netinu, kom að meðaltali ein staðfest pöntun á hverri sekúndu.” “Allir gestir fengu að fara í prufuakstur á nýja Model III bílnum og verður að segjast eins og er að Elon Musk var ekki að ýkja þegar hann sagði að það væri ekki möguleiki að kaupa nýjan bíl á $35.000 sem væri betri en nýji Model III bíllinn frá Tesla Motors. Ég fór því sæll og glaður upp á hótel um miðnætti, en þá voru pantanir komnar yfir 134.000. Það verður erfitt að toppa þetta.” Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent
Þar sem tímamismunurinn á Íslandi og Kaliforníu er mikill var eini Íslendingurinn sem var við frumsýninguna á nýja Tesla Model 3 bílnum, Gísli Gíslason, að vakna um miðbik dags í dag. Það náðist þó í Gísla og hann hafði þetta að segja um upplifunina: “Var að vakna hér í LA eftir frábært partý í gær. Ég er búinn að mæta á allar stóru kynningarnar hjá Tesla Motors frá upphafi. Þessi reyndist hin magnaðasta. Síðasta kynning var 30. september síðastliðinn í Fremont, Kaliforníu þar sem verið var að kynna og afhenda fyrstu Tesla Model X rafjeppana og þá var nokkur þúsund manns boðið. Í gær þó aðeins boðið 800 manns, þrátt fyrir að vitað yrði meira en 4.000 manns vildu fá að koma á viðburðinn.” “Í gær var boðið haldið á sama stað og þegar Tesla Model S rafbíllinn var kynntur í fyrsta skipti (mars 2009 og ég var þá á staðnum líka), þ.e.a.s. í Design Studio Tesla Motors við SpaceX verksmiðjuna í Los Angeles, sem staðsett er á Rocket Road 1. Húsið var opnað kl. 19:00 og um tveim tímum síðar steig Elon Musk á sviðið og kynnti Tesla Model III bílinn sem var síðasti bíllinn á masterplani sem Elon setti upp strax í upphafi, þ.e.a.s. rafbíll fyrir alla." "Þegar hann byrjaði að kynna bílinn og sýndi hann í fyrsta skipti opinberlega höfðu meira en 100.000 manns pantað bílinn og greitt sem samsvarar kr. 120.000 í staðfestingargjald (án þess nokkurn tímann að hafa séð hvernig bíllinn myndi líta út, enda höfðu engar myndir lekið út á netið). Eftir að kynningin byrjaði og myndir byrjuðu að birtast á netinu, kom að meðaltali ein staðfest pöntun á hverri sekúndu.” “Allir gestir fengu að fara í prufuakstur á nýja Model III bílnum og verður að segjast eins og er að Elon Musk var ekki að ýkja þegar hann sagði að það væri ekki möguleiki að kaupa nýjan bíl á $35.000 sem væri betri en nýji Model III bíllinn frá Tesla Motors. Ég fór því sæll og glaður upp á hótel um miðnætti, en þá voru pantanir komnar yfir 134.000. Það verður erfitt að toppa þetta.”
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent