Að drita eins og Sigmundur Davíð Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. apríl 2016 07:00 Gerald Ratner byrjar alla daga á að kveikja á fartölvunni og fara á samfélagsmiðilinn Twitter. Tilgangurinn er þó ekki að tísta eitthvað hnyttið í 140 bókstöfum eins og hinir háðfuglarnir sem halda þar til heldur kanna hve margir eru búnir að gera grín að honum þann daginn. Gerald Ratner minnist þess í mánuðinum að tuttugu og fimm ár eru frá því tilvera hans fór á hvolf. Þriðjudagurinn 23. apríl árið 1991 hefði ekki átt að vera neitt öðruvísi en aðrir dagar í lífi Ratners. Í raun hefði hann átt að vera betri því auk þess að mæta á skrifstofuna til að sinna daglegum rekstri fyrirtækis síns sem metið var á tæpar 500 milljónir punda var þetta dagurinn sem hann átti að halda ræðu á virtri samkomu atvinnurekenda í Royal Albert Hall í London. Dagurinn fór hins vegar öðruvísi en Ratner hafði ætlað. Gerald Ratner fæddist árið 1949 í London. Hann hætti ungur í skóla og fékk vinnu í fjölskyldufyrirtækinu, lítilli keðju skartgripaverslana sem seldi skart á hagstæðu verði. Þegar Ratner var gerður að framkvæmdastjóra fyrirtækisins fór boltinn að rúlla. Á sex árum fjölgaði skartgripaverslunum Ratner Group úr 150 í 2.000. Ratner var kallaður undrabarn í viðskiptum. Hann lifði hátt, keypti sér þyrlu og Porsche, ferðaðist um heiminn á fyrsta farrými, gisti í fínustu hótelsvítunum og þrátt fyrir að vera giftur var hann við margan kvenmanninn kenndur. En svo rann upp dagur „Ræðunnar“ eins og Ratner kallar atvikið í dag. Ræða Ratners gekk vel framan af. En sakleysisleg spurning áhorfanda í salnum markaði endalokin. „Hvernig getið þið selt vörurnar ykkar svona ódýrt?“ Ratner hikaði ekki: „Því þær eru andskotans drasl.“ Hann lét ekki staðar numið. „Við seljum eyrnalokka sem kosta minna en samloka með rækjusalati í Marks & Spencer – en þeir endast líka skemur.“ Viðskiptavinum skartgripaverslana Ratners fannst þeir hafðir að fíflum. Salan hrundi og fyrirtækið varð næstum gjaldþrota. Ratner var gert að segja af sér. Svo epískt var fall Ratners að í enskri tungu er nú til frasinn „að gera Ratner“ sem merkir að skíta ærlega upp á bak. Arkitekt einangrunarstefnunnar Íslensk stjórnvöld „gera nú Ratner“ eins og enginn sé morgundagurinn. Ekki þarf að orðlengja um stóra skattaskjólsmálið þar sem sjálfur forsætisráðherra er í broddi fylkingar. Sitt sýnist hverjum um háttsemi Sigmundar Davíðs. Er það siðleysi, taktleysi, hroki, græðgi, valdníðsla eða lögleysa? Eitt er þó ljóst. Sigmundur Davíð er sekur um sama athæfi og Gerald Ratner. Hann seldi umbjóðanda sínum, íslenskum almenningi, vísvitandi „andskotans drasl“. Forsætisráðherra er sérlegur arkitekt einangrunarstefnunnar sem Íslendingar búa við nú um stundir. Keikur selur hann okkur ágæti íslenskrar krónu, gjaldeyrishafta, skattaumhverfis, tollamúra og innflutningsbanna. Orð um Evrópusambandið jaðrar við landráð. Evran er samsæri elítunnar og RÚV gegn honum persónulega. Gerald Ratner hefði aldrei látið sjá sig með þá skartgripi sem seldir voru í verslunum hans. Það sama gildir um Sigmund Davíð. Þótt krónan og sparireikningur hjá Landsbankanum séu alveg nógu góð úrræði fyrir sauðsvartan almúgann dugar ekkert minna fyrir forsætisráðherra en alþjóðlegir fjármálamarkaðir og skattaskjól. Á hvaða öðrum sviðum leikur Sigmundur tveimur skjöldum? Situr hann kannski í kjallaranum heima hjá sér í Garðabænum þar sem enginn sér til og raðar í sig veigum úr gámi af nautakjötsskrokkum frá Argentínu, aliöndum frá Frakklandi og grískum fetaosti frá Grikklandi en ekki Selfossi á meðan við hin gerum okkur SS pylsur og Skólaost að góðu? Stóra skattaskjólsmálið markar gjaldþrot stjórnmála Sigmundar Davíðs. Svo feitt er klúður hans að í stað þess að kalla það „að gera Ratner“ getum við talað um „að drita eins og Sigmundur Davíð“. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Gerald Ratner byrjar alla daga á að kveikja á fartölvunni og fara á samfélagsmiðilinn Twitter. Tilgangurinn er þó ekki að tísta eitthvað hnyttið í 140 bókstöfum eins og hinir háðfuglarnir sem halda þar til heldur kanna hve margir eru búnir að gera grín að honum þann daginn. Gerald Ratner minnist þess í mánuðinum að tuttugu og fimm ár eru frá því tilvera hans fór á hvolf. Þriðjudagurinn 23. apríl árið 1991 hefði ekki átt að vera neitt öðruvísi en aðrir dagar í lífi Ratners. Í raun hefði hann átt að vera betri því auk þess að mæta á skrifstofuna til að sinna daglegum rekstri fyrirtækis síns sem metið var á tæpar 500 milljónir punda var þetta dagurinn sem hann átti að halda ræðu á virtri samkomu atvinnurekenda í Royal Albert Hall í London. Dagurinn fór hins vegar öðruvísi en Ratner hafði ætlað. Gerald Ratner fæddist árið 1949 í London. Hann hætti ungur í skóla og fékk vinnu í fjölskyldufyrirtækinu, lítilli keðju skartgripaverslana sem seldi skart á hagstæðu verði. Þegar Ratner var gerður að framkvæmdastjóra fyrirtækisins fór boltinn að rúlla. Á sex árum fjölgaði skartgripaverslunum Ratner Group úr 150 í 2.000. Ratner var kallaður undrabarn í viðskiptum. Hann lifði hátt, keypti sér þyrlu og Porsche, ferðaðist um heiminn á fyrsta farrými, gisti í fínustu hótelsvítunum og þrátt fyrir að vera giftur var hann við margan kvenmanninn kenndur. En svo rann upp dagur „Ræðunnar“ eins og Ratner kallar atvikið í dag. Ræða Ratners gekk vel framan af. En sakleysisleg spurning áhorfanda í salnum markaði endalokin. „Hvernig getið þið selt vörurnar ykkar svona ódýrt?“ Ratner hikaði ekki: „Því þær eru andskotans drasl.“ Hann lét ekki staðar numið. „Við seljum eyrnalokka sem kosta minna en samloka með rækjusalati í Marks & Spencer – en þeir endast líka skemur.“ Viðskiptavinum skartgripaverslana Ratners fannst þeir hafðir að fíflum. Salan hrundi og fyrirtækið varð næstum gjaldþrota. Ratner var gert að segja af sér. Svo epískt var fall Ratners að í enskri tungu er nú til frasinn „að gera Ratner“ sem merkir að skíta ærlega upp á bak. Arkitekt einangrunarstefnunnar Íslensk stjórnvöld „gera nú Ratner“ eins og enginn sé morgundagurinn. Ekki þarf að orðlengja um stóra skattaskjólsmálið þar sem sjálfur forsætisráðherra er í broddi fylkingar. Sitt sýnist hverjum um háttsemi Sigmundar Davíðs. Er það siðleysi, taktleysi, hroki, græðgi, valdníðsla eða lögleysa? Eitt er þó ljóst. Sigmundur Davíð er sekur um sama athæfi og Gerald Ratner. Hann seldi umbjóðanda sínum, íslenskum almenningi, vísvitandi „andskotans drasl“. Forsætisráðherra er sérlegur arkitekt einangrunarstefnunnar sem Íslendingar búa við nú um stundir. Keikur selur hann okkur ágæti íslenskrar krónu, gjaldeyrishafta, skattaumhverfis, tollamúra og innflutningsbanna. Orð um Evrópusambandið jaðrar við landráð. Evran er samsæri elítunnar og RÚV gegn honum persónulega. Gerald Ratner hefði aldrei látið sjá sig með þá skartgripi sem seldir voru í verslunum hans. Það sama gildir um Sigmund Davíð. Þótt krónan og sparireikningur hjá Landsbankanum séu alveg nógu góð úrræði fyrir sauðsvartan almúgann dugar ekkert minna fyrir forsætisráðherra en alþjóðlegir fjármálamarkaðir og skattaskjól. Á hvaða öðrum sviðum leikur Sigmundur tveimur skjöldum? Situr hann kannski í kjallaranum heima hjá sér í Garðabænum þar sem enginn sér til og raðar í sig veigum úr gámi af nautakjötsskrokkum frá Argentínu, aliöndum frá Frakklandi og grískum fetaosti frá Grikklandi en ekki Selfossi á meðan við hin gerum okkur SS pylsur og Skólaost að góðu? Stóra skattaskjólsmálið markar gjaldþrot stjórnmála Sigmundar Davíðs. Svo feitt er klúður hans að í stað þess að kalla það „að gera Ratner“ getum við talað um „að drita eins og Sigmundur Davíð“. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.