Fólk þekkir mig enn úti á götu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 2. apríl 2016 10:00 Agla Bríet Einarsdóttir mun frumflytja nýtt lag í úrslitaþættinum á morgun. Vísir/anton Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð. Ísland Got Talent Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Ég ákvað að taka þátt í Ísland Got Talent því mér fannst þetta vera alveg rosalega skemmtilegt tækifæri, og svo finnst mér svo gaman að koma fram. Allt ferlið var frábær reynsla og ég er ótrúlega ánægð með að hafa slegið til,“ segir Agla Bríet söngkona, en hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í keppninni í fyrra þegar hún tók lagið Girl on fire með Alicia Keys. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Öglu, en hún hefur bæði verið að leika í Borgarleikhúsinu og auglýsingum ásamt því að koma fram við ýmis tækifæri. „Það var rosalega gaman að taka þátt í Ísland Got Talent, ég lærði alveg ótrúlega mikið enda mikil reynsla að koma fram á svona stóru sviði. Árið er búið að vera alveg einstaklega skemmtilegt og viðburðaríkt. Ég hef verið að leika mikið bæði í Borgarleikhúsinu og í auglýsingum og svo tók ég þátt í söngvakeppni Samfés þar sem ég lenti í þriðja sæti. Ég mundi klárlega segja að Ísland Got Talent hafi haft rosalega góð áhrif á mig sem söngkonu og hjálpað mér mikið að koma mér áfram í því sem mér finnst skemmtilegast að gera,“ segir Agla Bríet.Vísir/AntonÁ morgun fer fram úrslitakvöld Ísland Got Talent, og spennan er í hámarki, sex keppendur koma fram og aðeins einn keppandi kemur til með að vinna sér inn tíu miljónir króna. Skemmtiatriðin verða ekki af verri endanum en Agla Bríet kemur fram með frumsamið lag. Sylvía Melsteð söngkona flytur einnig nýtt lag og Hildur Kristín kemur til með að syngja nýjasta smellinn sinn, I'll walk with you, sem hefur fengið frábær viðbrögð. „Ég ætla að syngja frumsamið lag eftir Mána Svavarsson, en textann gerðum við í sameiningu. Ég er alveg ótrúlega spennt fyrir að koma fram aftur og leyfa fólki að heyra lagið,“ segir Agla Bríet. Framtíðin er björt hjá þessari ungu og efnilegu söngkonu og segist hún staðráðin í að halda áfram að koma sér á framfæri enda finnst henni ekkert skemmtilegra en að syngja og koma fram. „Fljótlega eftir Ísland Got Talent var ég mikið bókuð og hef komið fram við ýmis tækifæri, eins og til dæmis í afmælum, á 17. júní skemmtunum og fleira. Ég er alveg ákveðin í því að fara lengra með sönginn, fólk þekkir mig enn úti götu. Ég er í hljómsveit og æfi dans í Dansskóla Birnu Björns, fram undan er nemendasýning í Borgarleikhúsinu þar sem ég verð líka með tónlistaratriði og svo er ég líka í hljómsveit og við spilum við ýmis tækifæri,“ segir Agla Bríet ánægð.
Ísland Got Talent Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira