Ólafía Þórunn er í 19. sæti: Ætla að slappa aðeins meira af á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 17:40 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016 Golf Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016
Golf Mest lesið „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira