Íslenski boltinn

Stjörnukonur komnar á skrið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði í dag.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði í dag. Vísir/Stefán
Stjarnan vann sinn annan örugga sigur í röð í Lengjubikar kvenna í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðbæ.

Stjörnukonur steinlágu 5-1 á móti Breiðabliki í fyrsta leik Lengjubikarsins en hafa síðan  skoraði átta mörk gegn einu í tveimur sigrum á Selfossi (4-0) og svo ÍBV í kvöld.

Katrín Ásbjörnsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og hin 17 ára gamla Agla María Albertsdóttir skoruðu mörk Stjörnuliðsins og komu Garðbæingum í 4-0.

Sabrína Lind Adolfsdóttir minnkaði muninn níu mínútum fyrir leikslok.  

Katrín skoraði sitt mark á 36. mínútu leiksins og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði annað markið eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þriðja markið tíu mínútum fyirr leikslok og Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið í uppbótartíma eftir að hafa komið inná sem varamaður rúmum tuttugu mínútum fyrr.

Harpa, Þórdís Hrönn og Ana Victoria Cate eru markahæstar hjá Stjörnunni í Lengjubikarnum með tvö mörk hver. Ana Victoria Cate var ekki með Stjörnuliðinu í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×