Íslenski boltinn

Sigríður Lára skoraði þrennu á Skaganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir. Vísir/Arnþór
Sigríður Lára Garðarsdóttir var á skotskónum í Akraneshöllinni í kvöld þegar ÍBV vann stórsigur á Þór/KA í Lengjubikar kvenna í fótbolta.

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði þrjú síðustu mörk Eyjaliðsins í 5-1 sigri.

Cloe Lacasse skoraði tvö fyrstu mörkin og einu mörkin sem komu í fyrri hálfleiknum. Mörkin hennar komu á 31. og 43. mínútu.

Sigríður Lára var búin að skora eftir aðeins tveggja mínútna leik í seinni hálfleik og bætti síðan við mörkum á 59. og 88. mínútu.

Hulda Björg Hannesdóttir minnkaði muninn í 4-1 á 82. mínútu leiksins en hún kom inná sem varamaður í hálfleik.

Eyjakonur enduðu því helgina vel en hún byrjaði á 4-1 tapi á móti Stjörnunni á föstudagskvöldið. Þetta var annar sigur ÍBV-liðsins í Lengjubikarnum í ár og jafnframt fyrstu mörk Sigríðar Láru Garðarsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×