Freydís Halla hafði betur gegn Maríu í sviginu | Sturla vann hjá strákunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 20:07 Freydís Halla Einarsdóttir Mynd/Skíðasamband Íslands Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands Aðrar íþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason urðu í dag Íslandsmeistarar í svigi á á Skíðamóti Íslands í Skálafelli. Eftir erfiðar byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í dag en í morgun var ákveðið að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góðar, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á. Keppendur fóru af stað í 630 metra hæð en komu í mark í 420 metra hæð eða 210 metrum neðar. Það voru 63 hlið í brautinni. Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi svigmót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot en hún var þá 1,22 sekúndum á undan Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni náði Freydís hinsvegar gríðarlega góðri ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu eftir hana. María átti ekki nægilega góða seinni ferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum. Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristni Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.Úrslit í svigi kvenna 1. Freydís Halla Einarsdóttir, SKRR 2. María Guðmundsdóttir, SKA 3. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik 4. Katla Björg Dagbjartsdóttir, SKA 5. Andrea Björk Birkisdóttir, DalvíkÚrslit í svigi karla 1. Sturla Snær Snorrason, SKRR 2. Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA 3. Kristinn Logi Auðunsson , SKRR 4. Magnús Finnsson, SKA 5. Arnar Geir Ísaksson, SKAEinar Kristinn Kristgeirsson (2. sæti), 1. Sturla Snær Snorrason (1. sæti) og Kristinn Logi Auðunsson (3. sæti) á pallinum.Mynd/Skíðasamband Íslands
Aðrar íþróttir Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Hófí Dóra brunaði í 29. sæti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Fyndnast í Lokasókninni: „Var tveir fyrir einn í Herragarðinum?“ Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik