Kínverskur ofurrafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:50 BAIC ofurrafmagnsbíllinn. Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent
Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent