Kínverskur ofurrafmagnsbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2016 15:50 BAIC ofurrafmagnsbíllinn. Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent
Það er ekki bara Porsche, króatíski rafmagnsbílaframleiðandinn Rimac, Faraday Future og Koenigsegg sem vinna nú að ofuröflugum rafmagnsbílum. Fréttir herma að kínverski bílaframleiðandinn BAIC muni kynna einn slíkan í Peking seinna í þessum mánuði og mynd af honum sést hér að ofan. Þessi bíll er minna en 3 sekúndur í hundraðið og er með hámarkshraðann 257 km/klst. Drægni bílsins er 300 km, svo þar slær hann ef til vill við fáum öðrum nýjum rafmagnsbílum. BAIC hefur sagt að hér sé ekki á ferðinni einhver tilraunabíll heldur bíll sem fjöldaframleiddur verður. BAIC er einn af stærstu bílaframleiðendum í Kína og á meðal annars í samstarfi við Mercedes Benz og Hyundai, þó svo hvorugt fyrirtækjanna eigi neinn þátt í þróun þessa ofurrafmagnsbíls.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent