Leikjaiðnaðurinn blómstrar á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2016 09:00 Frá fundinum. Mynd/SI/Odd Stefán Þrettán fyrirtæki eru nú aðilar að Samtökum leikjaframleiðenda, eða IGI. Það sem af er ári hafa fimm íslenskir leikir verið gefnir út. Aðalfundur IGI var haldinn nú á þriðjudaginn og sagði Hilmar Veigar Pétursson, fráfarandi formaður IGI, að sett hefði verið heimsmet í mætingu á aðalfund samtakanna. Það sem meira er, þá er stemning í hópnum. Samtökin hafa komið miklu í verk á skömmum tíma þrátt fyrir að enn sé margt fyrir stefni. Grasrótin í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi er mjög öflug og hafa nokkur fyrirtæki sprottið upp úr verkefnum úr háskólum landsins á undanförnum árum. Hina miklu grósku má þó að miklu leyti rekja til CCP. Þar sem fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins hafi stofnað eigin fyrirtæki. Eins og einn fundargestur orðaði það við blaðamann, þá er CCP að eignast börn. Þá er samstarf iðnaðarins og háskóla mjög gott og þá sérstaklega á milli Háskólans í Reykjavík og CCP. IGI var stofnað í september árið 2009 en í tilefni aðalfundarins tóku starfsmenn Samtaka Iðnaðarins saman tölfræði um tölvuleikjaiðnaðinn hér á landi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fór yfir árið hjá IGI.Mynd/SI/Odd StefánÞar kom fram að á árunum 2008 til 2015 var uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins 67,8 milljarðar króna. Þar af komi nánast allar tekjur iðnaðarins erlendis frá. Meðalvöxtur iðnaðarins er 18 prósent á ári á tímabilinu og velta á hvern starfsmann innan IGI er 19,6 milljónir króna. Í yfirferð sinni um samtökin og starfsemi þess sagði Hilmar Veigar ljóst að tekjur ríkisins vegna iðnaðarins væru miklar, en sem hlutfall af velut væru skatttekjur ríkisins 14,6 prósent. Í raun væri hugverkaiðnaður fjórða stoðin í íslensku hagkerfi. Starfsfólki væri boðin há laun, störfin væru eftirsóknarverð, störfin færu fram í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og að náttúruauðlindir hugans væru án takmarkana. Það er að ekki væri gengið á takmarkaðar auðlindir náttúru Íslands.Vel var mætt á aðalfundinn og þurftu einhverjir að standa.Mynd/SI/Odd StefánEins og áður hefur komið fram hefur árangur náðst í starfi IGI. Nú á mánudaginn lagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fram frumvarp til laga þar sem komið er til móts við margar af tillögum samtakanna. Með því vilja IGI auka samkeppnishæfni íslensks leikjaiðnaðar. Það frumvarp kemur af ýmsu, eins og auknum endurgreiðslum til fyrirtækja vegna kostnaðar við rannsóknir og þróun. Það er gert til að efla samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja, þar sem endurgreiðslurnar eru víða mun meiri en hér.Vilja gera Ísland vænlegt Þá snýr frumvarpið að skattlagningu umbreytanlegra skuldabréfa. Hilmar sagði slík bréf vera góð til þess að launa starfsfólki í upphafi fyrirtækja þegar fjármögnun er ef til vill ekki örugg. Þá er hægt að launa fólki með hlut í fyrirtækinu sem það er að berjast fyrir að koma á laggirnar. Kaupréttur nýtist einnig þannig fyrir starfsfólk og er einnig komið að því í frumvarpinu. Þá vill IGI efla Tæknþróunarsjóð. Til stendur að hann fái 2,3 milljarða króna í ár, en samtökin vilja að sjóðurinn fái fjóra milljarða á næsta ári. Tækniþróunarsjóður styrkir þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar. Auk þess vill IGI að Ísland verði gert að vænlegum áfangastað fyrir erlenda sérfræðinga. Eigi leikjaaiðnaðurinnn að vaxa og dafna hér á landi þurfi að gera umhverfið og ívilnanir sambærilega þjóðum sem Íslendingar vilja bera sig við.Frá fundinumMynd/SI/Odd StefánKjartan Emilssson, forstjóri Sólfars, hélt erindi á fundinum. Þar fjallaði hann um hvernig samstarf smærri fyrirtækja við stærri gæti leitt til umfangsmiklar markaðssetningar. Sjálfur nefndi hann sem dæmi samstarf Sólfars við Nvidia.Öflugt grasrótastarf Tölvuleikjaiðnaðurinn hér á landi á í miklu samstarfi við háskólasamfélagið. Þá sérstaklega hefur samstarfið verið mikið á milli CCP og Háskólans í Reykjavík. Nú eru nokkrir starfsmenn í fullu starfi hjá CCP eftir að hafa byrjað í starfsnámi þar. David Thue, leikjaforritunarkennari í HR, fór yfir samstarf háskólans við leikjafyrirtæki á aðalfundinum. Hann var ráðinn til skólans með aðkomu CCP. Hann sagði að markvisst væri unnið að því að fá krakka til að vilja vinna við að þróa tölvuleiki og að fá framleiðendur til að kenna þeim. Nú væru margskonar námskeið í skólanum sem snúi að þróun tölvuleikja. Þá fjallaði hann um það hvernig leikjafyrirtækin hér á landi gætu frekar starfað með skólanum. Eftir fundinn sýndu nokkur fyrirtæki leiki sýna og tækni fyrir gesti fundarins, sem bauðst að prófa.Fyrirtæki sýndu nýjustu leiki sína og tækni á fundinum.Mynd/SI/Odd StefánNú eru þrettán fyrirtækið í IGI, en alls eru 18 leikjafyrirtæki á Íslandi. Þau sem eru í samtökunum eru CCP, Plain Vanilla Games, Radiant Games, Lumenox, Solid Clouds Games, Rosamosi, Novomatic, Convex, Locatify, Ymir Mobile, Mystack, Skema og Jivaro. Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þrettán fyrirtæki eru nú aðilar að Samtökum leikjaframleiðenda, eða IGI. Það sem af er ári hafa fimm íslenskir leikir verið gefnir út. Aðalfundur IGI var haldinn nú á þriðjudaginn og sagði Hilmar Veigar Pétursson, fráfarandi formaður IGI, að sett hefði verið heimsmet í mætingu á aðalfund samtakanna. Það sem meira er, þá er stemning í hópnum. Samtökin hafa komið miklu í verk á skömmum tíma þrátt fyrir að enn sé margt fyrir stefni. Grasrótin í tölvuleikjaiðnaðinum hér á landi er mjög öflug og hafa nokkur fyrirtæki sprottið upp úr verkefnum úr háskólum landsins á undanförnum árum. Hina miklu grósku má þó að miklu leyti rekja til CCP. Þar sem fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins hafi stofnað eigin fyrirtæki. Eins og einn fundargestur orðaði það við blaðamann, þá er CCP að eignast börn. Þá er samstarf iðnaðarins og háskóla mjög gott og þá sérstaklega á milli Háskólans í Reykjavík og CCP. IGI var stofnað í september árið 2009 en í tilefni aðalfundarins tóku starfsmenn Samtaka Iðnaðarins saman tölfræði um tölvuleikjaiðnaðinn hér á landi.Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, fór yfir árið hjá IGI.Mynd/SI/Odd StefánÞar kom fram að á árunum 2008 til 2015 var uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins 67,8 milljarðar króna. Þar af komi nánast allar tekjur iðnaðarins erlendis frá. Meðalvöxtur iðnaðarins er 18 prósent á ári á tímabilinu og velta á hvern starfsmann innan IGI er 19,6 milljónir króna. Í yfirferð sinni um samtökin og starfsemi þess sagði Hilmar Veigar ljóst að tekjur ríkisins vegna iðnaðarins væru miklar, en sem hlutfall af velut væru skatttekjur ríkisins 14,6 prósent. Í raun væri hugverkaiðnaður fjórða stoðin í íslensku hagkerfi. Starfsfólki væri boðin há laun, störfin væru eftirsóknarverð, störfin færu fram í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og að náttúruauðlindir hugans væru án takmarkana. Það er að ekki væri gengið á takmarkaðar auðlindir náttúru Íslands.Vel var mætt á aðalfundinn og þurftu einhverjir að standa.Mynd/SI/Odd StefánEins og áður hefur komið fram hefur árangur náðst í starfi IGI. Nú á mánudaginn lagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fram frumvarp til laga þar sem komið er til móts við margar af tillögum samtakanna. Með því vilja IGI auka samkeppnishæfni íslensks leikjaiðnaðar. Það frumvarp kemur af ýmsu, eins og auknum endurgreiðslum til fyrirtækja vegna kostnaðar við rannsóknir og þróun. Það er gert til að efla samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja, þar sem endurgreiðslurnar eru víða mun meiri en hér.Vilja gera Ísland vænlegt Þá snýr frumvarpið að skattlagningu umbreytanlegra skuldabréfa. Hilmar sagði slík bréf vera góð til þess að launa starfsfólki í upphafi fyrirtækja þegar fjármögnun er ef til vill ekki örugg. Þá er hægt að launa fólki með hlut í fyrirtækinu sem það er að berjast fyrir að koma á laggirnar. Kaupréttur nýtist einnig þannig fyrir starfsfólk og er einnig komið að því í frumvarpinu. Þá vill IGI efla Tæknþróunarsjóð. Til stendur að hann fái 2,3 milljarða króna í ár, en samtökin vilja að sjóðurinn fái fjóra milljarða á næsta ári. Tækniþróunarsjóður styrkir þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar. Auk þess vill IGI að Ísland verði gert að vænlegum áfangastað fyrir erlenda sérfræðinga. Eigi leikjaaiðnaðurinnn að vaxa og dafna hér á landi þurfi að gera umhverfið og ívilnanir sambærilega þjóðum sem Íslendingar vilja bera sig við.Frá fundinumMynd/SI/Odd StefánKjartan Emilssson, forstjóri Sólfars, hélt erindi á fundinum. Þar fjallaði hann um hvernig samstarf smærri fyrirtækja við stærri gæti leitt til umfangsmiklar markaðssetningar. Sjálfur nefndi hann sem dæmi samstarf Sólfars við Nvidia.Öflugt grasrótastarf Tölvuleikjaiðnaðurinn hér á landi á í miklu samstarfi við háskólasamfélagið. Þá sérstaklega hefur samstarfið verið mikið á milli CCP og Háskólans í Reykjavík. Nú eru nokkrir starfsmenn í fullu starfi hjá CCP eftir að hafa byrjað í starfsnámi þar. David Thue, leikjaforritunarkennari í HR, fór yfir samstarf háskólans við leikjafyrirtæki á aðalfundinum. Hann var ráðinn til skólans með aðkomu CCP. Hann sagði að markvisst væri unnið að því að fá krakka til að vilja vinna við að þróa tölvuleiki og að fá framleiðendur til að kenna þeim. Nú væru margskonar námskeið í skólanum sem snúi að þróun tölvuleikja. Þá fjallaði hann um það hvernig leikjafyrirtækin hér á landi gætu frekar starfað með skólanum. Eftir fundinn sýndu nokkur fyrirtæki leiki sýna og tækni fyrir gesti fundarins, sem bauðst að prófa.Fyrirtæki sýndu nýjustu leiki sína og tækni á fundinum.Mynd/SI/Odd StefánNú eru þrettán fyrirtækið í IGI, en alls eru 18 leikjafyrirtæki á Íslandi. Þau sem eru í samtökunum eru CCP, Plain Vanilla Games, Radiant Games, Lumenox, Solid Clouds Games, Rosamosi, Novomatic, Convex, Locatify, Ymir Mobile, Mystack, Skema og Jivaro.
Leikjavísir Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira