Porsche sýknað af stefnu ekkju Paul Walker í Fast & Furious Finnur Thorlacius skrifar 6. apríl 2016 16:00 Paul Walker úr Fast & Furious myndunum. Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent
Paul Walker, leikarinn kunni úr Fast & Furious myndunum, lést árið 2013 í Porsche Carrera GT bíl ásamt vini sínum, Roger Rodas sem ók bílnum. Í kjölfarið stefndi ekkja Paul Walker Porsche bílaframleiðandann á grundvelli þess að bíllinn sem þeir óku fyllti ekki öryggiskröfur og væri með gallað fjöðrun hægra megin að aftan. Dómari í Bandaríkjunum hefur nú vísað ákærunni frá og sýknað Porsche og í niðurstöðum dómsins kemur fram að enginn galli hefði fundist í fjöðrun bílsins og að ekki væri hægt að gera þá kröfu að bíllinn ætti að vera með veltigrind, þó svo öflugur væri. Þegar Paul Walker og Roger Rodas lentu á ljósastaur var bíll þeirra á 130 til 150 km hraða á götu þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Dekkin undir bílnum voru 9 ára gömul og á það væntanlega þátt í hve illa fór.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent