Hreinsitækni fær tvo nýja götusópa Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:19 Björn afhendir Lárusi sópana tvo. hreinsitækni Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent
Nýlega fékk Hreinsitækni, stærsta fyrirtæki landsins í gatna- og göngustígahreinsun, afhenta tvo nýja götusópa frá Krafti hf. Sóparnir sjálfir eru frá Bucher Municipal og eru byggðir á MAN vörubílagrindur af gerðinni 18.290 FL. Nýju sóparnir eru með þeim fullkomnustu sem völ er á enda er Bucher Municipal leiðandi fyrirtæki í heiminum, í framleiðslu á búnaði til að hreinsa og sópa götur og göngustíga. Sóparnir eru af gerðinni CityFant 6000 með 6,5 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 1.900 lítra vatnstank og OptiFant 8000 með 8 rúmmetra tunnu fyrir uppsogað efni og 2.150 lítra vatnstank. Bílarnir eru knúnir af eigin 117 hestafla dísilvélum. Hreinsitækni hefur yfir að ráða 20 gatna- og stéttasópum af ýmsum stærðum og eru flestir þeirra af gerðinni Bucher. Það var Björn Erlingsson framkvæmdastjóri Krafts, sem afhenti Lárusi Jónssyni framkvæmdastjóra Hreinsitækni nýju sópana.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent