Mazda vinnur að 400 hestafla Rotary vél Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 09:42 Einföld teikning af nýju Rotari vél Mazda sem sótt hefur verið um einkaleyfi á. Þó svo Mazda hafi ekki boðið neinn bíl með Rotary vél í þónokkurn tíma herma fréttir að fyrirtækið vinni nú að smíði Rotary vélar sem skilar jafnvel meira en 400 hestöflum og muni verða í nýjum bíl frá Mazda sem yrði arftaki Mazda RX-8 sportbílsins. Að minnsta kosti hefur Mazda sótt um einkaleyfi fyrir þessa vél og það eitt bendir sterklega til þess að smíði hennar verði. Vélin verður með forþjöppu og það skrítna við staðsetningu hennar í bílnum er að henni verður snúið um 180 gráður frá fyrri Rotary vélinni í RX-8. Vélin verður mun eyðslugrennri en fyrri Rotary vélar RX-8 og veitir ekki af þar sem helsti ókostur Rotary véla var eyðsla þeirra. Mazda hefur verið fremur hljótt um frekari þróun Rotary vélar en sýndi engu að síður RX-Vision Concept bíl með Rotary vél í fyrra á bílasýningunni í Tokyo. Bíllinn yrði áfram afturhjóladrifinn. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent
Þó svo Mazda hafi ekki boðið neinn bíl með Rotary vél í þónokkurn tíma herma fréttir að fyrirtækið vinni nú að smíði Rotary vélar sem skilar jafnvel meira en 400 hestöflum og muni verða í nýjum bíl frá Mazda sem yrði arftaki Mazda RX-8 sportbílsins. Að minnsta kosti hefur Mazda sótt um einkaleyfi fyrir þessa vél og það eitt bendir sterklega til þess að smíði hennar verði. Vélin verður með forþjöppu og það skrítna við staðsetningu hennar í bílnum er að henni verður snúið um 180 gráður frá fyrri Rotary vélinni í RX-8. Vélin verður mun eyðslugrennri en fyrri Rotary vélar RX-8 og veitir ekki af þar sem helsti ókostur Rotary véla var eyðsla þeirra. Mazda hefur verið fremur hljótt um frekari þróun Rotary vélar en sýndi engu að síður RX-Vision Concept bíl með Rotary vél í fyrra á bílasýningunni í Tokyo. Bíllinn yrði áfram afturhjóladrifinn.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent