Lexus var söluhæsta lúxusmerkið í Bandaríkjunum í mars Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2016 10:30 Lexus LX 570. Cars.com Sala lúxusbíla í Bandaríkjunum í síðasta mánuði féll, hjá BMW um 12%, Mercedes Benz um 6% og Lexus um 3% enda var sala bíla almennt ekki svo góð í mánuðinum og svo virðist sem frábær sala bíla frá því í fyrra sé á undanhaldi þar í landi. Lexus seldi alls 30.198 bíla, BMW 30.033 og Benz 28.164. Svo gæti farið að Lexus endurheimti toppsætið í ár sem söluhæsti lúxusbílasali í Bandaríkjunum, en þeim titli hélt fyrirtækið til margra ára þangað til BMW náði því sæti af Lexus og síðan Benz. Það sem hjálpar Lexus mikið nú er mikil eftirspurn eftir jepplingum og jeppum fyrirtækisins, en sala NX jepplingsins jókst um 25% og LX jeppans, sem er lúxusútgáfa Toyota Land Cruiser 200 jeppans, um 46%. Betur gekk hjá lúxusmerkjunum Infinity og Audi í Bandaríkjunum en sala Infinity jókst um 10% og var salan 13.775 bílar. Hjá Audi varð 7,5% vöxtur og seldust 18.392 bílar. Söluhæsta lúxusmerki fyrstu þriggja mánaða ársins er Mercedes Benz, BMW í öðru sæti og Lexus í þriðja, en Lexus sækir nú mikið á þýsku framleiðendurna. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Sala lúxusbíla í Bandaríkjunum í síðasta mánuði féll, hjá BMW um 12%, Mercedes Benz um 6% og Lexus um 3% enda var sala bíla almennt ekki svo góð í mánuðinum og svo virðist sem frábær sala bíla frá því í fyrra sé á undanhaldi þar í landi. Lexus seldi alls 30.198 bíla, BMW 30.033 og Benz 28.164. Svo gæti farið að Lexus endurheimti toppsætið í ár sem söluhæsti lúxusbílasali í Bandaríkjunum, en þeim titli hélt fyrirtækið til margra ára þangað til BMW náði því sæti af Lexus og síðan Benz. Það sem hjálpar Lexus mikið nú er mikil eftirspurn eftir jepplingum og jeppum fyrirtækisins, en sala NX jepplingsins jókst um 25% og LX jeppans, sem er lúxusútgáfa Toyota Land Cruiser 200 jeppans, um 46%. Betur gekk hjá lúxusmerkjunum Infinity og Audi í Bandaríkjunum en sala Infinity jókst um 10% og var salan 13.775 bílar. Hjá Audi varð 7,5% vöxtur og seldust 18.392 bílar. Söluhæsta lúxusmerki fyrstu þriggja mánaða ársins er Mercedes Benz, BMW í öðru sæti og Lexus í þriðja, en Lexus sækir nú mikið á þýsku framleiðendurna.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent