Stóri afleikurinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 9. apríl 2016 07:00 Atburðir liðinnar viku eru sem betur fer fordæmalausir í lýðveldissögunni, enda væri erfitt að spá fyrir um hvar þjóðin væri stödd hefðu leiðtogar hennar gegnum tíðina sýnt af sér þau farsakenndu vinnubrögð sem einkenndu síðustu daga ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði í kringum sig stærri sveit aðstoðarfólks en dæmi eru um. Ekki sást þó að aðstoðarmannaherinn hefði margt til málanna að leggja. Annaðhvort spilaði forsætisráðherrann einleik, og aðstoðarmennirnir höfðu ekki dug eða þor til að standa í fæturna, eða ráðleggingarnar voru þess eðlis að eiga betur heima í Hollywood-handriti af ódýrustu sort. Áhugavert væri að velta fyrir sér hvernig forsætisráðherra og hans fólk komst að þeirri niðurstöðu að leyna ætti tilvist sunnudagsviðtalsins í þrjár vikur. Forsætisráðherra missti þar af gullnu tækifæri til að skýra málið. Þess í stað ákvað hann að vona að viðtalið gufaði upp, og koma fram í fjölmiðlum án þess að minnast á hvað fram undan væri. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en viðbrögð ráðherrans þegar viðtalið birtist voru fálmkennd. Hann sýndi hvergi af sér auðmýkt, baðst ekki afsökunar á efnisatriðum heldur einungis frammistöðu sinni, sem hann sagði hörmulega og sagðist hlakka til vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Erindisleysa ráðherrans á Bessastaði var næsti afleikur. Þangað hélt hann án samráðs og tókst í einni svipan að snúa baklandinu gegn sér. Endalokin urðu ekki umflúin. Þar lauk þó ekki farsanum, heldur tókst aðstoðarmannahernum að klúðra málum enn frekar með furðulegri fréttatilkynningu sem var til þess eins fallin að rugla þá í ríminu sem fylgdust með, innanlands og utan. Blaðamenn stórblaðanna gátu ekki annað en séð spaugilegu hliðina. Embættismönnum í forsætisráðuneytinu var þó ekki jafn skemmt, og vildu koma því á framfæri að yfirlýsingin margfræga hefði verið enn einn afleikur aðstoðarmannahersins, enda starfsheiðurinn í húfi. Forsætisráðherra getur þó huggað sig við að viðbrögð Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, vegna tengsla hans við aflandsfélög hafa ekki verið mikið traustari. Eftir að hafa orðið margsaga um tengsl sín við aflandseyjar, hefur hann loksins, í fjórðu tilraun, viðurkennt að hafa átt og hagnast af slíku félagi. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki einir um vandræðagang og feluleiki. Fram hjá því verður ekki horft að ríkisstjórnin, og fráfarandi forsætisráðherra sérstaklega, hefur stórskaðað hagsmuni Íslands. Búið er að lappa upp á stjórnina og hún á að hanga til haustsins. Það er líklega skynsamlegt í ljósi þeirra verkefna sem bíða, og þeirrar óvissu sem fylgir forsetakosningunum. Stjórnmálamanna bíður nú stórt verkefni við að endurreisa ímynd íslenskra stjórnmála. Það mun ekki takast í tíð stjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar, heldur þarf kosningar og nýtt umboð frá kjósendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Atburðir liðinnar viku eru sem betur fer fordæmalausir í lýðveldissögunni, enda væri erfitt að spá fyrir um hvar þjóðin væri stödd hefðu leiðtogar hennar gegnum tíðina sýnt af sér þau farsakenndu vinnubrögð sem einkenndu síðustu daga ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Fyrrverandi forsætisráðherra hafði í kringum sig stærri sveit aðstoðarfólks en dæmi eru um. Ekki sást þó að aðstoðarmannaherinn hefði margt til málanna að leggja. Annaðhvort spilaði forsætisráðherrann einleik, og aðstoðarmennirnir höfðu ekki dug eða þor til að standa í fæturna, eða ráðleggingarnar voru þess eðlis að eiga betur heima í Hollywood-handriti af ódýrustu sort. Áhugavert væri að velta fyrir sér hvernig forsætisráðherra og hans fólk komst að þeirri niðurstöðu að leyna ætti tilvist sunnudagsviðtalsins í þrjár vikur. Forsætisráðherra missti þar af gullnu tækifæri til að skýra málið. Þess í stað ákvað hann að vona að viðtalið gufaði upp, og koma fram í fjölmiðlum án þess að minnast á hvað fram undan væri. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en viðbrögð ráðherrans þegar viðtalið birtist voru fálmkennd. Hann sýndi hvergi af sér auðmýkt, baðst ekki afsökunar á efnisatriðum heldur einungis frammistöðu sinni, sem hann sagði hörmulega og sagðist hlakka til vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar. Erindisleysa ráðherrans á Bessastaði var næsti afleikur. Þangað hélt hann án samráðs og tókst í einni svipan að snúa baklandinu gegn sér. Endalokin urðu ekki umflúin. Þar lauk þó ekki farsanum, heldur tókst aðstoðarmannahernum að klúðra málum enn frekar með furðulegri fréttatilkynningu sem var til þess eins fallin að rugla þá í ríminu sem fylgdust með, innanlands og utan. Blaðamenn stórblaðanna gátu ekki annað en séð spaugilegu hliðina. Embættismönnum í forsætisráðuneytinu var þó ekki jafn skemmt, og vildu koma því á framfæri að yfirlýsingin margfræga hefði verið enn einn afleikur aðstoðarmannahersins, enda starfsheiðurinn í húfi. Forsætisráðherra getur þó huggað sig við að viðbrögð Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, vegna tengsla hans við aflandsfélög hafa ekki verið mikið traustari. Eftir að hafa orðið margsaga um tengsl sín við aflandseyjar, hefur hann loksins, í fjórðu tilraun, viðurkennt að hafa átt og hagnast af slíku félagi. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki einir um vandræðagang og feluleiki. Fram hjá því verður ekki horft að ríkisstjórnin, og fráfarandi forsætisráðherra sérstaklega, hefur stórskaðað hagsmuni Íslands. Búið er að lappa upp á stjórnina og hún á að hanga til haustsins. Það er líklega skynsamlegt í ljósi þeirra verkefna sem bíða, og þeirrar óvissu sem fylgir forsetakosningunum. Stjórnmálamanna bíður nú stórt verkefni við að endurreisa ímynd íslenskra stjórnmála. Það mun ekki takast í tíð stjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar, heldur þarf kosningar og nýtt umboð frá kjósendum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun