Fórnarlömb María Elísabet Bragadóttir skrifar 30. mars 2016 07:00 Slátraðir þú lambi um helgina? Sennilega ekki. Nema þú sért slátrari og það eru náttúrulega einhverjar líkur á því. En snæddirðu lamb á páskadegi? Á því eru talsverðar líkur. Lamb er vinsæll málsverður á Íslandi. Ég borðaði ekki lamb en ég sat við hvítdúkað veisluborð á sunnudagskvöldi og fyrir miðju var stórt fat með niðursneiddum lambsskrokki. Einu sinni hljóp þetta lamb frjálst úti í haga. Eða kannski haltraði það um með mislangar lappir. Ég veit ekkert hvernig karakter þetta lamb var. Ef til vill var það dauðyfli. Skelfilega þunglynt og löturhægt í öllum hreyfingum. Nennti ekki að leika með hinum lömbunum. Þráði jafnvel mest af öllu að deyja. Lífsþreyttasta lamb á Íslandi. Himinlifandi að vera leitt í slátrun. Dýr eru kjöt og kjöt er matur og matur er manns gaman nema ég sé að ruglast á málsháttum. Aldrei verið mín sterka hlið. Skrifaði einu sinni í ritgerð að brennt barn yrði sjaldan biskup. Hvað um það. Hugsanlega voru þessi kríli, sem meginþorri þjóðarinnar tuggði og skolaði niður með páskaöli, öll fórnarlömb. Vera kann að fórnin sé lömbunum eðlileg, svo menn geti gert sér dagamun. Málleysingjarnir upplifa þetta jafnvel sem gang lífsins en skortir orðin: Mig langar ekki að verða kind. Vill einhver æðri dýrategund deyða mig áður en ég verð að rollu? Pakka mér í loftþéttar umbúðir og koma mér fyrir í kæli? Hægelda mig í 24 klukkustundir? Tala um að framparturinn á mér sé feitur og góður? Jesú Kristur var fórnarlamb. Húðstrýktur og krossfestur. Guðs lamb sem bar synd heimsins. Engum datt samt í hug að borða hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Slátraðir þú lambi um helgina? Sennilega ekki. Nema þú sért slátrari og það eru náttúrulega einhverjar líkur á því. En snæddirðu lamb á páskadegi? Á því eru talsverðar líkur. Lamb er vinsæll málsverður á Íslandi. Ég borðaði ekki lamb en ég sat við hvítdúkað veisluborð á sunnudagskvöldi og fyrir miðju var stórt fat með niðursneiddum lambsskrokki. Einu sinni hljóp þetta lamb frjálst úti í haga. Eða kannski haltraði það um með mislangar lappir. Ég veit ekkert hvernig karakter þetta lamb var. Ef til vill var það dauðyfli. Skelfilega þunglynt og löturhægt í öllum hreyfingum. Nennti ekki að leika með hinum lömbunum. Þráði jafnvel mest af öllu að deyja. Lífsþreyttasta lamb á Íslandi. Himinlifandi að vera leitt í slátrun. Dýr eru kjöt og kjöt er matur og matur er manns gaman nema ég sé að ruglast á málsháttum. Aldrei verið mín sterka hlið. Skrifaði einu sinni í ritgerð að brennt barn yrði sjaldan biskup. Hvað um það. Hugsanlega voru þessi kríli, sem meginþorri þjóðarinnar tuggði og skolaði niður með páskaöli, öll fórnarlömb. Vera kann að fórnin sé lömbunum eðlileg, svo menn geti gert sér dagamun. Málleysingjarnir upplifa þetta jafnvel sem gang lífsins en skortir orðin: Mig langar ekki að verða kind. Vill einhver æðri dýrategund deyða mig áður en ég verð að rollu? Pakka mér í loftþéttar umbúðir og koma mér fyrir í kæli? Hægelda mig í 24 klukkustundir? Tala um að framparturinn á mér sé feitur og góður? Jesú Kristur var fórnarlamb. Húðstrýktur og krossfestur. Guðs lamb sem bar synd heimsins. Engum datt samt í hug að borða hann.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun