Mál sem ekki á að vera mál Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. mars 2016 00:00 Verði ekkert að gert halda áfram að koma upp árekstrar og atvik vegna fordóma í garð samkynhneigðra innan íþróttahreyfingarinnar. Á þetta bendir Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu í handbolta, í viðtali við vefinn GayIceland. Hann skorar á ÍSÍ að hafa frumkvæði að samræðu um málefni hinsegin fólks og berjast gegn fordómum í þess garð. Full ástæða er til að taka undir áskorun Kára. Lengi hefur verið ljóst að þarna er meinsemd sem taka þarf á. „Að iðka keppnisíþróttir er ríkur þáttur í gagnkynhneigðri félagsmótun karlmanna. Þegar ungur íþróttastrákur uppgötvar að hann er sennilega hommi hefur hann fyrir löngu skynjað að í íþróttaheimi karla ríkir megn hómófóbía og fyrirlitning á hommum,“ skrifar Þorvaldur Kristinsson, fyrrverandi formaður Samtakanna '78, í umfjöllun um homma og keppnisíþróttir á vef samtakanna. „Ýmsir kunna frá því að segja að þá hafi þeir gefist upp, hrökklast burt og fundið sér önnur áhugamál, jafnvel gerst laumuáhugamenn um keppnisíþróttir en ekki látið sig dreyma um að blanda geði við þann hóp sem iðkar þær.“ Erlendis sem og hér heima hefur hinsegin fólk tekið höndum saman um sín eigin íþróttafélög og íþróttaleika, í því augnamiði að vinna gegn vígi hómófóbíunnar í íþróttaheiminum. Þannig fer til dæmis fram líflegt starf í Íþróttafélaginu Styrmi hér á landi. En auðvitað er enginn vandi leystur með því að fólk stundi sínar íþróttir aðskilið frá öðrum, þótt sú aðferð kunni að hafa hentað á einhverri vegferð í átt að eðlilegra umhverfi. Það er vandi íþróttahreyfingarinnar ef henni tekst ekki að haga málum þannig að allir telji sig velkomna innan hennar. Um leið er mikilvægt að mikla ekki fyrir sér vandann, því margt hefur áunnist og ungt fólk er í dag blessunarlega langflest víðsýnt og laust við fordóma. Í viðtalinu við GayIceland lýsir Kári því sjálfur hvernig það hafi verið minna mál en hann óttaðist að koma út úr skápnum og honum hafi verið vel tekið bæði af aðstandendum og íþróttahreyfingu. Um leið bendir hann á mikilvægi þess að þjálfarar, sem börn í íþróttum líti jú upp til, séu meðvitaðir um mikilvægi þess að bregðast rétt og uppbyggilega við ef barn leitar til þeirra og trúir þeim fyrir kynhneigð sinni. Fræðsluátaks sé þörf. Þá þurfi að bregðast við niðrandi orðræðu á svipaðan hátt og tekið hefur verið á rasískum ummælum. Auðvitað á kynhneigð fólks ekki að skipta máli þegar kemur að íþróttastarfi, ekki fremur en annars staðar. Enda er þetta alla jafna ekkert mál, nema fyrir þá sem mjög eru plagaðir af fordómum. Þá þarf að uppræta og í þeim efnum getur og á íþróttahreyfingin sjálf að gera meira til að leggjast á árar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Verði ekkert að gert halda áfram að koma upp árekstrar og atvik vegna fordóma í garð samkynhneigðra innan íþróttahreyfingarinnar. Á þetta bendir Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu í handbolta, í viðtali við vefinn GayIceland. Hann skorar á ÍSÍ að hafa frumkvæði að samræðu um málefni hinsegin fólks og berjast gegn fordómum í þess garð. Full ástæða er til að taka undir áskorun Kára. Lengi hefur verið ljóst að þarna er meinsemd sem taka þarf á. „Að iðka keppnisíþróttir er ríkur þáttur í gagnkynhneigðri félagsmótun karlmanna. Þegar ungur íþróttastrákur uppgötvar að hann er sennilega hommi hefur hann fyrir löngu skynjað að í íþróttaheimi karla ríkir megn hómófóbía og fyrirlitning á hommum,“ skrifar Þorvaldur Kristinsson, fyrrverandi formaður Samtakanna '78, í umfjöllun um homma og keppnisíþróttir á vef samtakanna. „Ýmsir kunna frá því að segja að þá hafi þeir gefist upp, hrökklast burt og fundið sér önnur áhugamál, jafnvel gerst laumuáhugamenn um keppnisíþróttir en ekki látið sig dreyma um að blanda geði við þann hóp sem iðkar þær.“ Erlendis sem og hér heima hefur hinsegin fólk tekið höndum saman um sín eigin íþróttafélög og íþróttaleika, í því augnamiði að vinna gegn vígi hómófóbíunnar í íþróttaheiminum. Þannig fer til dæmis fram líflegt starf í Íþróttafélaginu Styrmi hér á landi. En auðvitað er enginn vandi leystur með því að fólk stundi sínar íþróttir aðskilið frá öðrum, þótt sú aðferð kunni að hafa hentað á einhverri vegferð í átt að eðlilegra umhverfi. Það er vandi íþróttahreyfingarinnar ef henni tekst ekki að haga málum þannig að allir telji sig velkomna innan hennar. Um leið er mikilvægt að mikla ekki fyrir sér vandann, því margt hefur áunnist og ungt fólk er í dag blessunarlega langflest víðsýnt og laust við fordóma. Í viðtalinu við GayIceland lýsir Kári því sjálfur hvernig það hafi verið minna mál en hann óttaðist að koma út úr skápnum og honum hafi verið vel tekið bæði af aðstandendum og íþróttahreyfingu. Um leið bendir hann á mikilvægi þess að þjálfarar, sem börn í íþróttum líti jú upp til, séu meðvitaðir um mikilvægi þess að bregðast rétt og uppbyggilega við ef barn leitar til þeirra og trúir þeim fyrir kynhneigð sinni. Fræðsluátaks sé þörf. Þá þurfi að bregðast við niðrandi orðræðu á svipaðan hátt og tekið hefur verið á rasískum ummælum. Auðvitað á kynhneigð fólks ekki að skipta máli þegar kemur að íþróttastarfi, ekki fremur en annars staðar. Enda er þetta alla jafna ekkert mál, nema fyrir þá sem mjög eru plagaðir af fordómum. Þá þarf að uppræta og í þeim efnum getur og á íþróttahreyfingin sjálf að gera meira til að leggjast á árar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun