Lífið

Tyrese Gibson nánast orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands

Birgir Olgeirsson skrifar
"Ísland er svo  ekta, það er ótrúlega fallegt hérna.“
"Ísland er svo ekta, það er ótrúlega fallegt hérna.“ Vísir/Instagram
Bandaríski leikarinn Tyrese Gibson á vart til orð til að lýsa hrifningu sinni á náttúru Íslands. Gibson kom til landsins í gær til að leika í myndinni Fast 8 en tökur á henni hafa farið fram hér á landi undanfarnar vikur í Mývatnssveit.

„Þetta er munurinn á minni selfie og þinni,“ segir Gibson í myndbandi sem hann deilir á Instagram-síðu sinni þar sem hann  myndar náttúrufegurðina í Mývatnssveit.

„Ísland er svo  ekta, það er ótrúlega fallegt hérna,“ segir Gibson.

My selfie is just a little better

A video posted by TYRESE (@tyrese) on

Hann segir útsýnið ólíkt öllu því sem hann hefur séð áður. 

www.TheBlackBookMovie.com go there now I have a surprise for the first 10 viewers -

A video posted by TYRESE (@tyrese) on

Hann birti einnig myndband frá bílferð sinni til Mývatnssveitar þar sem hann talar um fimm klukkustunda ferðalag og hefur því greinilega ekið frá höfuðborgarsvæðinu og norður að Mývatni.

Fegurðin var svo mikil á leiðinni að hann brast í söng. 

Þetta er áttunda myndin í Fast & Furious-seríunni og í fimmta skiptið sem Gibson leikur Roman Pearce.


Tengdar fréttir

Bílar og byssuhvellir á Mývatni - Myndband

Upptökur Fast 8 fara fram í Mývatnssveit þessa dagana en einnig verður tekið upp á Akranesi. Nýtt myndband hefur skotið upp kollinum á samskiptamiðlinum Instagram en þar má sjá svakalegan bílaflota keyra á Mývatni og má heyra byssuhvelli í myndbandinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×