Hraðatakmörkunum aflétt á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2016 09:58 Brátt má aka Nürburgring akstursbrautina í Þýskalandi á ótakmörkuðum hraða. Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent
Hraðatakmarkanir hafa verið á akstursbrautinni Nürburgring frá 28. mars í fyrra, en því verður aflétt þann 2. apríl næstkomandi. Ástæða lokunarinnar var slys sem átti sér stað í mars í fyrra er Nissan GT-R bíll sem ekið var af Jann Mardenborough í þolaksturskeppni tókst á loft og endaði á áhorfendasvæði brautarinnar með hörmulegum afleiðingum. Nú hafa verið gerðar nauðsynlegar breytingar á brautinn til að tryggja bæði öryggi ökumanna og áhorfenda. Hraðatakmarkanirnar voru á tveimur hættulegum stöðum brautarinnar, við Schwedenkreuz beygjuna og Döttinger Höhe, sem er beinn kafli. Með afléttingu hraðatakmarkana munu vafalaust hefjast aftur barátta bílframleiðenda við að setja hraðamet í brautinni í hinum ýmsu flokkum bíla. Margt gerist í þróun bíla á einu ári og vafalaust hugsa margir sér gott til glóðarinnar nú og vænta má frétta af bætingum á næstu mánuðum.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent