Ferðamaður fótbrotnaði á blautum stíg við Kerið Bjarki Ármannsson skrifar 20. mars 2016 14:45 Myndir af vettvangi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á kölfum. Myndir/Aðsendar Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Breskur ferðamaður á áttræðisaldri rann til og fótbrotnaði við Kerið í Grímsnesi í morgun. Leiðsögumaður sem varð vitni að slysinu gagnrýnir umhirðu á svæðinu en talsmaður eigenda segir lítið hægt að gera í því að setja möl á stíga svo stuttu eftir að snjóa leysir. Ferðamaðurinn hlaut að sögn sjónarvottar opin beinbrot og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Leiðsögumaður sem var á svæðinu þegar óhappið varð, en vildi ekki láta nafns síns getið, segir stíginn að Kerinu orðinn hálfgert drullusvað á köflum og kennir því um að maðurinn rann til. Hann segir það ábyrgðarleysi af eigendunum að hafa ekki bætt möl á stíginn eftir að snjórinn bráðnaði. Óskar Magnússon, talsmaður eigenda Kersins, segir rauðamöl borna á stíginn reglulega en að lítið sé þó hægt að gera að svo stöddu. „Þegar snjóa leysir og frost fer að fara úr jörðu, þá eru stígarnir drullublautir og vatn í þeim og alveg tilgangslaust að setja nokkuð efni í þá. Það rennur bara í burtu,“ segir Óskar. „Það verður að láta vatnið fara fyrst. Jafnvel þótt við biðum með skóflurnar á lofti, þá hefði það ekkert upp á sig.“ Jafnframt bendir Óskar á aldrei sé hægt að koma í veg fyrir öll slys. Ferðamenn séu á svæðinu á eigin ábyrgð, líkt og segir á skilti við bílastæðið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34 Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00 Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31 Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Leiðsögumaður við Gullfoss: „Vantar stórkostlega upp á alla gæslu“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar erlendir ferðamenn virtu lokanir við Gullfoss að vettugi segir að hið opinbera verði að grípa í taumana áður en af hljótist mikill skaði. 6. mars 2016 17:44
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu Ítölsk kona liggur með alvarlega áverka á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bílveltu í gær. 29. febrúar 2016 13:34
Ferðafólki att á kaldan klaka við Gullfoss Gríðarlegt svell er yfir öllu við Gullfoss þar sem ferðamenn á öllum aldri fikra sig varfærnislega í átt að náttúruperlunni. Lítið er gert til að draga úr hálkunni og gera leiðina greiðfærari. 11. mars 2016 07:00
Leiðsögumaður í Reynisfjöru: „Maður fær bara skammir“ "Ég var að reka alla upp ofar í fjöruna hægra megin og þá voru allt í einu allir komnir vinstra megin,“ segir Hermann Valsson. 26. febrúar 2016 15:31
Loka veginum niður að flugvélaflaki á Sólheimasandi: "Þetta er allt að fara í drullusvað“ Landeigendur hafa brugðið á það ráð að loka leiðinni frá þjóðvegi niður á Sólheimasand vegna slæmrar umgengni. 14. mars 2016 15:58