„Aníta vill berjast um verðlaun“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. mars 2016 06:00 Aníta Hinriksdóttir náði fimmta sætinu en vildi komast á verðlaunapall. vísir/epa Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottningin úr ÍR, hafnaði í fimmta sæti í 800 metra hlaupi á HM innanhúss sem kláraðist í Portland í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Aníta var um stund fjórða í hlaupinu en missti eina fram úr sér og kom fimmta í mark á tímanum 2:02,58 mínútum. Hlaupið hjá henni var lakara en í undanrásum en það er góð ástæða fyrir því. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum eftir hlaupið í gær.Aníta ósátt Gunnar Páll var sáttur með árangurinn enda fimmta sæti í baráttu við bestu hlaupara heims ekki slæmt fyrir þessa tvítugu stúlku. Hún náði einnig fimmta sæti á EM innanhúss í fyrra og fylgdi því eftir með sama sæti á sterkara móti. „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu. Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun,“ sagði Gunnar Páll. Aníta var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið og því náði Fréttablaðið ekki tali af henni í gærkvöldi. Gunnar Páll hitti hana fyrst skömmu eftir hlaupið og svo aftur rétt áður en henni var fylgt inn í lyfjaprófið. „Aníta var bara alls ekkert sátt og vildi gera betur. Hún er í þessu til að berjast um verðlaun en það bara gekk ekki að þessu sinni,“ sagði þjálfarinn.Pressan á stóra sviðinu Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari á 2:00,01 mínútum og Ajee Wilson frá Bandaríkjunum varð önnur á 2:00,27 mínútum. Bronsið féll svo í skaut Margaret Wambui frá Kenía sem hljóp á 2:00,44 mínútum en fyrstu fjórar í hlaupinu hlupu allar undir 2:01,00 mínútum. Aníta hefði því þurft að stórbæta Íslandsmet sitt upp á 2:01,56 mínútur til að komast á pall í Portland í gærkvöldi. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum en Aníta hefur verið sterk á þeim undanfarið. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll og bætti við: „Anítu langar að vera í baráttunni um verðlaun og hún getur það. En þetta eru nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57 Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Gunnar Páll Jóakimsson er stoltur af sinni stelpu sem náði fimmta sæti á HM innanhúss í kvöld. 20. mars 2016 20:57
Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30