Andlega hliðin er ekki í lagi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. mars 2016 16:30 Rory um helgina. vísir/getty Rory McIlroy er í vandræðum með að endurheimta formið sem kom honum á topp golfheimsins. Hann tók þátt á Arnold Palmer boðsmótinu á Bay Hill en endaði í 27. sæti. Hann átti þó aldrei þessu vant góðan lokadag þar sem hann kom í hús á 65 höggum. Golfið var þó mjög kaflaskipt hjá honum. Hann átti margar góðar holur en jafn margar slæmar. Hann fékk sex tvöfalda skolla og þar af þrjá á laugardeginum. „Þetta var saga vikunnar og í raun saga ársins hjá mér,“ sagði McIlroy. „Ég spila frábært golf og svo lélegt golf. Ég er að gera allt of mikið af mistökum.“ Norður-Írinn viðurkennir að þetta sé allt í hausnum á honum. „Ég er með allt til staðar og tæknin er nákvæmlega eins og hún á að vera. Ég er að pirra mig allt of mikið á mistökunum og kemst ekki yfir það. Það hefur svo áhrif á næstu holur.“ Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy er í vandræðum með að endurheimta formið sem kom honum á topp golfheimsins. Hann tók þátt á Arnold Palmer boðsmótinu á Bay Hill en endaði í 27. sæti. Hann átti þó aldrei þessu vant góðan lokadag þar sem hann kom í hús á 65 höggum. Golfið var þó mjög kaflaskipt hjá honum. Hann átti margar góðar holur en jafn margar slæmar. Hann fékk sex tvöfalda skolla og þar af þrjá á laugardeginum. „Þetta var saga vikunnar og í raun saga ársins hjá mér,“ sagði McIlroy. „Ég spila frábært golf og svo lélegt golf. Ég er að gera allt of mikið af mistökum.“ Norður-Írinn viðurkennir að þetta sé allt í hausnum á honum. „Ég er með allt til staðar og tæknin er nákvæmlega eins og hún á að vera. Ég er að pirra mig allt of mikið á mistökunum og kemst ekki yfir það. Það hefur svo áhrif á næstu holur.“
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira