Sjálfráða með sextíu þúsund kall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2016 07:00 Það styttist óðfluga í sextán ára afmæli frumburðarins. Þegar ég varð sextán ára þá snerust tímamótin um sjálfræðisaldur. Nú snýst sextán ára afmælið um æfingarakstur. (Guð hjálpi mér!) Það er eitthvað nýtt hjá mér að segja hluti eins og „Ég borgaði nú sjálf fyrir mitt bílpróf“ við morgunverðarborðið. Ég veit ekki af hverju ég geri þetta. Mér er ekki sjálfrátt. Dóttirin bað mig ákveðin um að hætta að segja hryllingssögur um hvað allt hafi verið svakalega erfitt í gamla daga. Hvort ég muni ekki eftir einhverju ánægjulegu úr æskunni til að deila með sér. Skilaboðin fóru eitthvað beygluð frá mér. Ég kenni afkvæmisaldursáfalli um. Því mér fannst ekkert mál að borga bílprófið mitt sjálf. Maður þurfti ekki að sofa og vann helling og átti alltaf pening. Lifði eins og drottning. Nýtt dress úr Kókó og Oroblu 40 den með glans á hverjum föstudegi. Ég man að ég settist rígfullorðin inn í bílinn hjá ökukennaranum og sagðist eiga sextíu þúsund kall. Hvort hann gæti kennt mér að keyra fyrir það. Hann hélt það nú. Það var valkvætt að fara í ökuskóla og enginn lágmarksfjöldi ökutíma. Úr varð að ég fékk bílpróf án þess að vera búin að finna tengipunktinn, án þess að kunna að keyra út úr hringtorgi og eingöngu hæf til að leggja í tíunda hvert bílastæði Reykjavíkurborgar. Og ég bara keypti mér bíl og lifði á brúninni í um það bil ár. Eða þar til ég náði tökum á þessu. Mamma fékk aldrei að vita annað en að ég hefði farið í jafn marga ökutíma og vinir mínir. Nú þakka ég fyrir fáránlega háan lágmarksfjölda ökutíma og árs æfingarakstur og tvöfaldan ökuskóla og að þetta kosti allt saman skrilljónir. Og ég mun borga hvern einasta eyri og framvegis steinhalda kjafti. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun
Það styttist óðfluga í sextán ára afmæli frumburðarins. Þegar ég varð sextán ára þá snerust tímamótin um sjálfræðisaldur. Nú snýst sextán ára afmælið um æfingarakstur. (Guð hjálpi mér!) Það er eitthvað nýtt hjá mér að segja hluti eins og „Ég borgaði nú sjálf fyrir mitt bílpróf“ við morgunverðarborðið. Ég veit ekki af hverju ég geri þetta. Mér er ekki sjálfrátt. Dóttirin bað mig ákveðin um að hætta að segja hryllingssögur um hvað allt hafi verið svakalega erfitt í gamla daga. Hvort ég muni ekki eftir einhverju ánægjulegu úr æskunni til að deila með sér. Skilaboðin fóru eitthvað beygluð frá mér. Ég kenni afkvæmisaldursáfalli um. Því mér fannst ekkert mál að borga bílprófið mitt sjálf. Maður þurfti ekki að sofa og vann helling og átti alltaf pening. Lifði eins og drottning. Nýtt dress úr Kókó og Oroblu 40 den með glans á hverjum föstudegi. Ég man að ég settist rígfullorðin inn í bílinn hjá ökukennaranum og sagðist eiga sextíu þúsund kall. Hvort hann gæti kennt mér að keyra fyrir það. Hann hélt það nú. Það var valkvætt að fara í ökuskóla og enginn lágmarksfjöldi ökutíma. Úr varð að ég fékk bílpróf án þess að vera búin að finna tengipunktinn, án þess að kunna að keyra út úr hringtorgi og eingöngu hæf til að leggja í tíunda hvert bílastæði Reykjavíkurborgar. Og ég bara keypti mér bíl og lifði á brúninni í um það bil ár. Eða þar til ég náði tökum á þessu. Mamma fékk aldrei að vita annað en að ég hefði farið í jafn marga ökutíma og vinir mínir. Nú þakka ég fyrir fáránlega háan lágmarksfjölda ökutíma og árs æfingarakstur og tvöfaldan ökuskóla og að þetta kosti allt saman skrilljónir. Og ég mun borga hvern einasta eyri og framvegis steinhalda kjafti. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.