Mustang GT stóðst ekki álagspróf áströlsku lögreglunnar Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 14:32 Ford Mustang GT stenst engan veginn kröfur áströlsku lögreglunnar. Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir! Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir!
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent