Mustang GT stóðst ekki álagspróf áströlsku lögreglunnar Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2016 14:32 Ford Mustang GT stenst engan veginn kröfur áströlsku lögreglunnar. Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir! Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent
Lögreglan í Ástralíu hefur brátt ekki kost á öflugum gerðum Ford Falcon og Holden Commodore bíla þar sem framleiðslu þeirra verður hætt í landi andfætlinga okkar. Því var ákveðið að prófa nýjar gerðir bíla fyrir þjóðvegalögregluna þar í landi. Einn þeirra var sjötta og nýjasta kynslóð Ford Mustang GT kraftabílsins. Það tók lögregluna ekki nema 3 mínútur að finna útúr því að sá bíll á ekkert erindi í þjónustu hennar. Eftir þessar 3 mínútur hitnaði sjálfskipting bílsins svo mikið að bíllinn skipti yfir í “limp home mode” og rétt skreið áfram að áfangastað. Mustang GT stóðst bremsupróf lögreglunnar en afnot af honum voru afskrifuð eftir að tekið hafði verið hressilega á honum í svo skamman tíma. Nú er líklegast talið að ástralska lögreglan velji Volvo S60 Polestar eða Volkswagen Golf R Wagon bíla til að leysa af öfluga Ford Falcon og Holden Commodore bíla sína. Það skondna er að nú er 18 mánaða biðlisti eftir Ford Mustang GT fyrir almenning í Ástralíu og vonandi eru þeir sem flestir beinskiptir!
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent