Toyota Prius Plug-In-Hybrid í New York Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2016 17:02 Toyota Prius Plug-In-Hybrid árgerð 2017. Einn þeirra nýju bíla sem kynntur verður á komandi bílasýningu í New York er þessi nýi Toyota Prius Plug-In-Hybrid sem kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Hann verður verðlagður á mjög svo samkeppnishæfu verði, eða aðeins á 25.535 dollara, eða 3,2 milljónir króna. Það er talsvert undir verði tilvonandi nýrrar gerðar Chevrolet Volt bílsins sem kosta mun 32.995 dollara. Toyota Prius Plug-In-Hybrid mun komast 960 kílómetra fullhlaðinn og með fullan tank af eldsneyti. Toyota segir að þessi bíll verði ef eitthvað er betur tæknilega búinn en Volt, sem og Hyundai Ioniq, sem einnig verður sýndur í þremur útfærslum á bílasýningunni í New York, en kosta mun minna. Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður fjögurra sæta bíll og Toyota segir að kaupendur hans meti meira að hafa rúm sæti aftur fyrir tvo fremur en þröng fyrir þrjá og sætin verði einkar þægileg og rúm. Toyota Prius Plug-In-Hybrid tapar 7 kúbikfetum af farangursrými frá venjulegum Prius vegna fyrirferðar rafhlaðanna og gólf farangursrýmisins stendur hærra. Skotthlífin að aftan er úr koltrefjum og með því lækkar Toyota vigt bílsins. Í Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður risastór 11,6 tommu aðgerðaskjár sem minnir á slíka skjái í Tesla Model S og Volvo XC90 og innrétting bílsins verður ríkuleg.Séður að aftan. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Einn þeirra nýju bíla sem kynntur verður á komandi bílasýningu í New York er þessi nýi Toyota Prius Plug-In-Hybrid sem kemst fyrstu 35 kílómetrana á rafmagni einu saman. Hann verður verðlagður á mjög svo samkeppnishæfu verði, eða aðeins á 25.535 dollara, eða 3,2 milljónir króna. Það er talsvert undir verði tilvonandi nýrrar gerðar Chevrolet Volt bílsins sem kosta mun 32.995 dollara. Toyota Prius Plug-In-Hybrid mun komast 960 kílómetra fullhlaðinn og með fullan tank af eldsneyti. Toyota segir að þessi bíll verði ef eitthvað er betur tæknilega búinn en Volt, sem og Hyundai Ioniq, sem einnig verður sýndur í þremur útfærslum á bílasýningunni í New York, en kosta mun minna. Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður fjögurra sæta bíll og Toyota segir að kaupendur hans meti meira að hafa rúm sæti aftur fyrir tvo fremur en þröng fyrir þrjá og sætin verði einkar þægileg og rúm. Toyota Prius Plug-In-Hybrid tapar 7 kúbikfetum af farangursrými frá venjulegum Prius vegna fyrirferðar rafhlaðanna og gólf farangursrýmisins stendur hærra. Skotthlífin að aftan er úr koltrefjum og með því lækkar Toyota vigt bílsins. Í Toyota Prius Plug-In-Hybrid verður risastór 11,6 tommu aðgerðaskjár sem minnir á slíka skjái í Tesla Model S og Volvo XC90 og innrétting bílsins verður ríkuleg.Séður að aftan.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent