Enski boltinn

Vill sjá Justin Bieber taka enska þjóðsönginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Calum Chambers
Calum Chambers vísir
Calum Chambers, landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, vill að kanadíska poppstjarnan Justin Bieber taki upp enska þjóðsönginn fyrir EM 2016.

Það hefur skapast hefð fyrir því að stórstjörnur taki upp þjóðsöngva stærstu liðanna fyrir stórmót í knattspyrnu og munu til að mynda Manic Street Preachers taka upp þjóðsöng Wales.

Englendingar mæta Rússum í fyrsta leik þann 11. júní og þarf þjóðsöngurinn þá að vera klár.

„Það verður án efa gert mikið grín að mér fyrir að segja þetta, en ég vil að Justin Bieber taki okkar,“ sagði Chambers við CheekySport eins og sjá mér hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×