Hvar er Nonni? Óttar Guðmundsson skrifar 26. mars 2016 07:00 Árið 1863 lagði Jón Hjaltalín landlæknir fram frumvarp á Alþingi um stóran spítala sem þjóna skyldi öllu landinu. Málið velktist í kerfinu á milli embættismanna í nokkra áratugi. Landspítalinn tók ekki til starfa fyrr en tæplega 70 árum síðar. Spítalaþörfinni var mætt með skammtímalausnum og bráðabirgðahúsnæði. St. Jósefssystur björguðu reyndar málum og byggðu Landakotsspítala rétt eftir aldamótin 1900 fyrir söfnunarfé frá Frakklandi. Rithöfundurinn og presturinn, Jón Sveinsson (Nonni), átti frumkvæði að þeirri byggingu enda ofbauð honum úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda. Landspítalinn við Hringbraut hefur um árabil verið munaðarlaus. Menn eru sammála um að úrbóta og nýbygginga sé þörf en enginn tekur af skarið. Deilt er um staðsetningu og framtíð spítalans. Árin líða og húsin drabbast niður enda tilgangslaust að gera við það sem kannski verður rifið. Þjóðin rífst af venjulegum tilfinningahita og yfirborðskenndri þekkingu um skipulag og stefnumótun heilbrigðismála. Samfélagsmiðlarnir bjóða uppá frjáls skoðanaskipti um málið. Ekki er þverfótað fyrir sérfræðingum í spítalabyggingum. Meðan þessar deilur blómstra eins og sóleyjar í hlaðvarpa er ríkisvaldið stikkfrí. Spítalinn er í fjársvelti og hægt að eyða peningum í annað. Nú er talað um að flytja spítalann frá Hringbraut upp að Vífilsstöðum. Einhverjir horfa á Korpúlfsstaðalandið. Íslenskir læknar á Norðurlöndum hafa velt upp þeirri hugmynd að flytja spítalann til Noregs. Þar eru læknarnir og hjúkunarliðið og fjöldi stórhuga íslenskra athafnamanna og verktaka sem gætu fleygt upp einum spítala í hendingskasti. Allt bendir til þess að aftur muni takast að fresta öllum framkvæmdum um 70 ár. Gamlir aðdáendur Nonna og Manna spyrja með tárin í augunum: Getur enginn bjargað okkur úr klóm ósvífinna stjórnmálamanna og annarra besserwissera? Hvar er Nonni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun
Árið 1863 lagði Jón Hjaltalín landlæknir fram frumvarp á Alþingi um stóran spítala sem þjóna skyldi öllu landinu. Málið velktist í kerfinu á milli embættismanna í nokkra áratugi. Landspítalinn tók ekki til starfa fyrr en tæplega 70 árum síðar. Spítalaþörfinni var mætt með skammtímalausnum og bráðabirgðahúsnæði. St. Jósefssystur björguðu reyndar málum og byggðu Landakotsspítala rétt eftir aldamótin 1900 fyrir söfnunarfé frá Frakklandi. Rithöfundurinn og presturinn, Jón Sveinsson (Nonni), átti frumkvæði að þeirri byggingu enda ofbauð honum úrræðaleysi íslenskra stjórnvalda. Landspítalinn við Hringbraut hefur um árabil verið munaðarlaus. Menn eru sammála um að úrbóta og nýbygginga sé þörf en enginn tekur af skarið. Deilt er um staðsetningu og framtíð spítalans. Árin líða og húsin drabbast niður enda tilgangslaust að gera við það sem kannski verður rifið. Þjóðin rífst af venjulegum tilfinningahita og yfirborðskenndri þekkingu um skipulag og stefnumótun heilbrigðismála. Samfélagsmiðlarnir bjóða uppá frjáls skoðanaskipti um málið. Ekki er þverfótað fyrir sérfræðingum í spítalabyggingum. Meðan þessar deilur blómstra eins og sóleyjar í hlaðvarpa er ríkisvaldið stikkfrí. Spítalinn er í fjársvelti og hægt að eyða peningum í annað. Nú er talað um að flytja spítalann frá Hringbraut upp að Vífilsstöðum. Einhverjir horfa á Korpúlfsstaðalandið. Íslenskir læknar á Norðurlöndum hafa velt upp þeirri hugmynd að flytja spítalann til Noregs. Þar eru læknarnir og hjúkunarliðið og fjöldi stórhuga íslenskra athafnamanna og verktaka sem gætu fleygt upp einum spítala í hendingskasti. Allt bendir til þess að aftur muni takast að fresta öllum framkvæmdum um 70 ár. Gamlir aðdáendur Nonna og Manna spyrja með tárin í augunum: Getur enginn bjargað okkur úr klóm ósvífinna stjórnmálamanna og annarra besserwissera? Hvar er Nonni?