Norðurlandaþjóðirnar sigursælar á Evrópumóti ungmenna í keilu | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2016 06:00 mynd/jóhann ágúst jóhannsson Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram. Aðrar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram.
Aðrar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira