Norðurlandaþjóðirnar sigursælar á Evrópumóti ungmenna í keilu | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2016 06:00 mynd/jóhann ágúst jóhannsson Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram. Aðrar íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar hafa verið sigursælar á Evrópumóti ungmenna (U-18 ára) í keilu en mótið fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll nú um páskana. Í heildarkeppni pilta sigraði finnski keilarinn Niko Oksanen en hann er með 223,7 í meðaltal úr öllum keppnum. Hin sænska Cajsa Wegner sigraði í heildarkeppni hjá stúlkum með 232,2 en hún náði fullkomnum leik í dag eða 300 leik í einstaklingskeppninni. Ísraelska stúlkan Shir Azulay náði einnig 300 leik og því hafa komið tveir 300 leikir í keppnninni í ár en hingað til hafa bara tveir fullkomnir leikir náðst í sögu mótanna. Í öðru sæti hjá piltum var Brian Kjær frá Noregi með 219,4 í meðaltal og í þriðja sæti varð William Svensson frá Svíþjóð með 218,4 í meðaltal. Hjá stúlkunum varð Evrópumeistarinn frá Rússlandi, Maria Bulanova, í öðru sæti með 221,7 í meðaltal. Hún setti mótsmet í dag þegar hún spilaði alla sex leikina í einstaklingskeppninni með því að ná 1.470 pinnum sem gerir 245 í meðaltal. Í þriðja sæti í heildarkeppninni varð svo Katie Tagg frá Englandi með 215,5 í meðaltal. Mótið samanstendur af nokkrum keppnum og í gær var keppt í einstaklingskeppninni. Í piltaflokki sigraði Daninn Patrik Sörensen Slóvakann Rok Kostric í úrslitum með 249 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu þeir Emil Holmberg frá Svíþjóð og Quentin Deroo frá Frakklandi. Hjá stúlkum sigraði Maria Bulanova frá Rússlandi hana Shir Azulay frá Ísrael með 226 pinnum gegn 184. Í þriðja sæti urðu svo þær Lea Degenhardt frá Þýskalandi og Cajsa Wegner frá Svíþjóð. Hjá íslensku krökkunum fór það þannig að í piltaflokki endaði Jökull Byron Magnússon úr KFR í 55. sæti með 184,7 í meðaltal. Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA endaði í 66. sæti með 178,8 í meðaltal. Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR endaði í 77. sæti með 160,7 og Þorsteinn Hanning Kristinsson úr ÍR lenti í 79. sæti með 158,3. Hjá stelpunum fór það þannig að Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir frá Þór Akureyri endaði í 43. sæti með 165,2 í meðaltal. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir úr ÍA endaði í 48. sæti með 157,3 í meðaltal. Helga Ósk Freysdóttir úr KFR endaði í 50. sæti með 152,8 í meðaltal og Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR endaði í 51. sæti einnig með 152,8 í meðaltal. Mótinu lýkur í dag með Masterskeppni en þá keppa 24 efstu piltar og stúlkur úr heildarkeppninni með útsláttarformi þannig að vinna þarf tvo leiki til að halda áfram.
Aðrar íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira