Augabrúnir Ilmar vekja athygli í Bretlandi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 10. mars 2016 13:00 Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fer með hlutverk lögreglukonunnar Hinriku í ófærð og virðast Bretar vera yfir sig hrifnir af henni. vísir/Valli Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Síðasti þátturinn af hinni geysivinsælu sjónvarpsþáttaröð Ófærð verður sýndur á BBC 4 í Bretlandi um næstkomandi helgi. Enskt heiti Ófærðar er Trapped og hafa Bretar verið mjög duglegir við að tísta. „Ég finn alveg fyrir aukinni athygli, sérstaklega þegar ég fékk símtal frá breskum blaðamanni sem vildi taka viðtal við mig, þá gerði ég mér grein fyrir því að fólk væri raunverulega að fylgjast með þáttunum,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona sem fer með hlutverk Hinriku, lögreglukonu í bænum. Listakonan RedScharlach teiknaði mynd af Hinriku á Twitter til að gleðja aðdáendahóp lögreglukonunnar.Ilmur hefur fengið mjög góð viðbrögð við hlutverki sínu ásamt aukinni athygli á samfélagsmiðlunum en nú þegar hefur myndast aðdáendahópur á Twitter þar sem fólk er mikið að velta fyrir sér sérkennum Hinriku. „Ég ákvað að byrja á Twitter til þess að geta fylgst með umræðunni um þættina undir hashtaginu #Trapped en þar hefur myndast aðdáendahópur Hinriku sem hefur gaman af því að skoða augnsvipbrigðin mín, það finnst mér mjög fyndið. Svo var ein kona búin að teikna mynd af Hinriku og sagði að þetta væri eitthvað fyrir aðdáendur Hinriku. Það finnst mér alveg ferlega fyndið líka,“ segir Ilmur og hlær. Síðasti þátturinn verður sýndur á BBC 4 um næstkomandi helgi og kom það fram í nýjum dómi frá breska tímaritinu The Guardian að Ófærð væri óvæntasti smellur vetrarins og yfir milljón áhorfendur bíði spenntir eftir lokauppgjörinu um helgina. Ætli fólk komi til með að þekkja íslensku leikarana á götum Lundúnaborgar?Ólafur Darri hefur vakið mikla athygli í Bretlandi.„Ég er ekkert endilega viss um að ég sé orðin þekkt í Bretlandi en þar sem ég er nokkuð auðþekkjanleg þá held ég að fólk sem er að fylgjast með þáttunum mundi nú alveg átta sig á því hver ég væri,“ segir Ilmur létt í bragði. „Já ég hef fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð, á síðustu vikum hefur bæst töluvert við fylgjandahóp minn á Twitter en það hafa bæst við alveg allavega 300 manns á síðustu dögum, já ég er búin að fá mjög jákvæð viðbrögð áhugasömu fólki og fjölmiðlum sem eru mjög spenntir fyrir þættinum og Íslandi sem skemmtir ekki fyrir,“ segir Ólafur Darri leikari. #trapped Tweets
Tengdar fréttir Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00 Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Alls ekki þægileg innivinna Pálmi Gestsson leikari hefur komið víða við á 34 ára starfsferli sínum. Nýlega lauk sýningum á Ófærð og kvikmyndin Fyrir framan annað fólk var frumsýnd í síðustu viku. 5. mars 2016 10:00