Ódýrari Audi R8 með 3,0 lítra V6 vél Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 11:34 Fleiri kaupendur ættu að finnast af Audi R8 með minni vél og ódýrari. Rúnar Hreinsson Ofurbíllinn Audi R8 hefur hingað til einungis verið í boði með stórum og afar öflugum vélum og kostað sitt fyrir vikið. Staðfest hefur verið að Audi ætli hinsvegar að bjóða ódýrari gerð hans árið 2018 og þá með 3,0 lítra V6 vél sem verður um 450 hestöfl. Það ætti að duga mörgum þó svo að Audi bjóði hann nú með 10 strokka og 610 hestafla vél. Einnig má fá bílinn með sömu vél sem skilar “aðeins” 540 hestöflum. Þessi 3,0 lítra V6 vél er einnig að finna í Audi S4 svo ekki er um neina nýja vél að ræða, heldur aðeins nýr og ódýrari kostur. Með þessa minni vél kemst Audi R8 engu að síður í 306 km hraða. Fyrri fréttir af minni vél í R8 greindu frá 2,5 lítra og 5 strokka vél, en nú er víst að hún verður ekki í boði og vafalaust ekki þótt nógu öflug. Þá hefur heyrst að Audi sé einnig að vinna að aflaukningu í V10 vélinni fyrir Audi R8 og þá verður bíllinn eitthvað öflugri en 610 hestöfl. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Ofurbíllinn Audi R8 hefur hingað til einungis verið í boði með stórum og afar öflugum vélum og kostað sitt fyrir vikið. Staðfest hefur verið að Audi ætli hinsvegar að bjóða ódýrari gerð hans árið 2018 og þá með 3,0 lítra V6 vél sem verður um 450 hestöfl. Það ætti að duga mörgum þó svo að Audi bjóði hann nú með 10 strokka og 610 hestafla vél. Einnig má fá bílinn með sömu vél sem skilar “aðeins” 540 hestöflum. Þessi 3,0 lítra V6 vél er einnig að finna í Audi S4 svo ekki er um neina nýja vél að ræða, heldur aðeins nýr og ódýrari kostur. Með þessa minni vél kemst Audi R8 engu að síður í 306 km hraða. Fyrri fréttir af minni vél í R8 greindu frá 2,5 lítra og 5 strokka vél, en nú er víst að hún verður ekki í boði og vafalaust ekki þótt nógu öflug. Þá hefur heyrst að Audi sé einnig að vinna að aflaukningu í V10 vélinni fyrir Audi R8 og þá verður bíllinn eitthvað öflugri en 610 hestöfl.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent