Þegar Ibsen tók Hallgerði í gíslingu Jón Karl Helgason skrifar 12. mars 2016 08:30 Úr uppfærslu Borgarleikhússins á leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar á Njálu. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Já, við erum að hefna okkar fyrir það að þeir reyndu að ræna Snorra Sturlusyni. Við tökum Ibsen í gíslingu,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri í nýlegu blaðaviðtali. Þar kemur fram að þeir Mikael Torfason rithöfundur hyggjast halda áfram því samstarfi sem nýlega bar ávöxt í umtalaðri uppfærslu á Njálu í Borgarleikhúsinu. Nýja verkefnið snýst um að flétta saman tveimur af þekktari leikritum Henriks Ibsen, Villiöndinni og Fjandmanni fólksins, og setja afraksturinn á svið 2017 á árlegri Ibsen-hátíð í norska þjóðleikhúsinu. Sú aðferð að blanda saman tveimur eða fleiri verkum í einni leiksýningu kann að virðast bæði einkennileg og óvenjuleg en svo merkilega vill til að Ibsen er meðal þeirra leikritahöfunda sem hafa lagt þetta fyrir sig. Það gerði hann um miðja nítjándu öld í leikritinu Víkingarnir á Hálogalandi (Hærmendene på Helgeland) en það er um leið eitt elsta dæmi þess að Njáls saga hafi ratað á borgaralegt leiksvið.Sígildur ástarþríhyrningur Snemma árs 1857 fullyrti Ibsen í fyrirlestri að Íslendingasögurnar væru ekki heppilegur efniviður fyrir þá sem fengjust við nútímaleikritun. Samt liðu bara nokkrar vikur þar til hann hófst handa við að skrifa Víkingana. Fullskrifað kom verkið út vorið 1858 og var frumsýnt um haustið undir leikstjórn höfundarins. Þetta var áttunda leikrit Ibsens og líkt og í sumum eldri verka hans voru hin dramatísku átök byggð í kringum ástarþríhyrning: Kvenhetjan er fangi í dauflegu hjónabandi en dreymir um að eyða lífinu með öðrum manni sem hún getur bæði litið upp til og elskað. Leikritið hlaut afar góðar undirtektir þegar það var frumsýnt og hefur verið sett upp víða um heim allar götur síðan. Það var sýnt í Reykjavík árið 1892 og kom jafnhliða út á bók í þýðingu Indriða Einarssonar og Eggerts Ó. Brím en fékk köflótta dóma hérlendis. Víkingarnir segir frá ástum og örlögum norskra fóstbræðra, Sigurðar og Gunnars, sem uppi eru á tíundu öld. Forsaga atburðanna á sviðinu er sú að þeir sigla til Íslands í leit að ævintýrum. Þar hitta þeir landnámsmanninn Örnólf úr Fjörðum sem flúið hefur ofríki Haraldar hárfagra í Noregi. Á hann sjö syni og dótturina Dagnýju. Með honum elst einnig upp kvenskörungurinn Hjördís sem hefur svarið að eiga þann mann sem drepur hvítabjörn sem hún á. Sigurður vinnur þá dáð í skjóli nætur en lætur líta út fyrir að Gunnar hafi drepið björninn. Í kjölfarið nema þeir fóstbræður konurnar á brott. Gengur Hjördís að eiga Gunnar og flytja þau til Hálogalands í Norður-Noregi þar sem hann verður hersir. Sigurður kvænist hins vegar Dagnýju og leggjast þau í víking en vinátta þeirra fóstbræðra kólnar í kjölfarið.Jón Karl Helgason prófessor í íslensku- og menningardeild HÍ.Fréttablaðið/StefánVel hæft, Hjördís! Þegar fyrsti þáttur verksins hefst hefur Örnólfur komið siglandi til Hálogalands ásamt sonum sínum til að endurheimta konurnar úr höndum þeirra fóstbræðra. Á sama tíma tekur Sigurður þarna land ásamt Dagnýju og mönnum sínum, án þess að vita að Gunnar og Hjördís séu búsett á þessum slóðum. Leikritið lýsir samskiptum þessara þriggja hópa næstu daga. Smám saman kemur í ljós að Hjördís og Sigurður líta hvort annað girndaraugum en þyrftu að ryðja mökum sínum úr vegi til að láta rómantíska drauma sína rætast. Hjördís ýtir undir óvild milli þeirra fóstbræðra og um tíma er útlit fyrir að þeir berjist en verkinu lýkur fremur óvænt á því að hún spennir boga sinn og skýtur Sigurð í brjóstið. Hún hyggst síðan svipta sig lífi svo að þau tvö geti orðið samferða til Heljar. „Vel hæft, Hjördís!“ stynur Sigurður um leið og hann fellur en bætir við að hann hafi á víkingaferðum sínum tekið kristni, þannig að honum sé ætlaður annar áfangastaður en henni. „Jeg trúi á Hvítakrist; Aðalsteinn konungur hefir kennt mér að þekkja hann; og upp til hans fer jeg nú.“ Til mótvægis við þessi dramatísku sögulok fléttar Ibsen inn í verkið fáfengilegum deilum Gunnars við bóndann Kára sem enda á því að sá síðarnefndi fer með ófriði að bæ þeirra Hjördísar. Kára grunar að hún beri ábyrgð á þessum ófriði. Það er ekki staðfest í verkinu en kemur heim og saman við persónulýsingu Hjördísar að öðru leyti. Uppvöxtur stúlkunnar á heimili banamanns föður síns hefur hert skap hennar og henni gremst ítrekað að Gunnar skuli ekki sýna af sér meiri garpskap en raun ber vitni. Í aðdraganda leikritaskrifa sinna las Ibsen Íslendingasögurnar í dönskum þýðingum. Svo virðist sem að hann hafi orðið fyrir mestum áhrifum af Eglu, Laxdælu og Njálu en að auki studdist hann við ýmis atriði úr Völsunga sögu. Í rannsókn frá árinu 1909 gerir norski fræðimaðurinn Ferdinand G. Lynner markvissa grein fyrir flestum hliðstæðunum milli leikritsins og fornsagnanna. Leggur hann áherslu á efnið úr Völsunga sögu enda er samband þeirra Sigurðar Fáfnisbana og Gunnars Gjúkasonar við Brynhildi Buðladóttur þar augljós fyrirmynd að lýsingu Ibsens á sambandi Sigurðar víkings og Gunnars hersis við Hjördísi. Mig langar hins vegar að beina sjónum að þeim dráttum í persónulýsingu Hjördísar sem rekja má til aðsópsmestu kvenpersónu Njálu, Hallgerðar langbrókar.Norska leikskáldið Henrik Ibsen.Hvað sýslir þú þar? Eitt magnaðasta atriði Njálu eru orðaskipti Hallgerðar og eiginmanns hennar, Gunnars Hámundarsonar, skömmu áður en hann er drepinn. Hópur vopnaðra manna situr um bæinn en Gunnar er þar einn til varnar. Nokkra menn fellir hann með boga sínum en það syrtir í álinn þegar óvinirnir hafa undið þakið af húsinu og einum þeirra tekist að höggva í sundur bogastreng hetjunnar. Gunnar mælir þá til Hallgerðar: „Fá mér leppa tvo úr hári þínu og snúið þið móðir mín saman til bogastrengs mér.“ „Liggur þér nokkuð við?“ segir hún. „Líf mitt liggur við,“ segir hann, „því að þeir munu mig aldrei fá sóttan meðan eg kem boganum við.“ „Þá skal eg nú,“ segir hún, „muna þér kinnhestinn og hirði eg aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur.“ „Hefir hver til síns ágætis nokkuð,“ segir Gunnar, „og skal þig þessa eigi lengi biðja.“ Augljóst er að Ibsen hefur hrifist af þessari senu. Til hennar vísar hann meðal annars í upphafi þriðja þáttar leikritsins þar sem Hjördís situr heima á bæ þeirra Gunnars hersis og snýr bogastreng en á borðinu fyrir framan hana liggja bogi og örvar. Eiginmaður hennar kemur þá inn. Gunnar: Hvað sýslir þú þar? Hjördís (lítur ekki upp): Sný bogastreng; sýnist þjer ekki svo? Gunnar: Bogastreng – úr hári sjálfrar þín! Hjördís (brosandi): Mjög taka þau nú að tíðkast, þrekvirkin; þú hefir vegið son fóstra míns, og jeg hefi snúið streng þennan síðan um apturelding. Hér slær reyndar saman áhrifum úr Njálu og Laxdælu. Seinni setning Hjördísar, sem vísar til dráps Gunnars hersis á einum sona Örnólfs, bergmálar fleyg orð Guðrúnar Ósvífursdóttur í síðarnefndu sögunni. Hún segir við Bolla, eiginmann sinn, eftir að hann hefur drepið fóstbróður sinn: „Misjöfn verða morgunverkin. Eg hefi spunnið tólf alna garn en þú hefir vegið Kjartan.“Hjördís úr leikritinu Víkingarnir eftir Ibsen.Tak lepp úr hári þínu Hjördís Síðar í þriðja þætti leikritsins, þegar Hjördís og Sigurður eru ein á sviðinu, berst talið aftur að bogastrengnum sem hún hefur verið að flétta. Sigurður hefur á orði að hún geri góð vopn handa manni sínum. Hjördís svarar því svo: „Eigi handa Gunnari, heldur gegn þér.“ Hún bætir svo við að í dagdraumum sínum hafi hún séð Sigurð koma siglandi til Hálogalands í þeim tilgangi að brenna þau Gunnar inni. „Við stöndum ein uppi; þeir kveikja í þekjunni úti. Eitt skot af boga mínum,“ segir Gunnar; „eitt einasta skot gæti frelsað okkur;“ þá brestur bogastrengur hans –„tak lepp úr hári þínu Hjördís, og snú streng á boga minn; líf mitt liggur við!“ En jeg rek upp hlátur –„Brenni þeir, brenni þeir! – lífið met jeg eigi svo dýrt sem lepp úr hári!“ Leikskáldið nýtir sér hér efniviðinn úr Njálu með afar frjálslegum hætti. Dæmið varpar skýru ljósi á vinnubrögð Ibsens en þeim má líkja við klippimyndatækni í myndlist eða endurhljóðblöndun (remix) í tónlist. Þess má geta að Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason beittu á köflum áþekkri aðferð í sinni úrvinnslu á Njálu.Hallgerður og Hedda Margir sem fjallað hafa um víkingaleikrit Ibsens í seinni tíð telja að verkið hafi aðeins bókmenntasögulegt gildi fyrir þá sem vilja kanna þróun hans sem leikritaskálds. Lýsandi eru ummæli eins af ævisagnariturum hans, Michaels Mayer: „Víkingarnir á Hálogalandi er kostuleg bókmenntaleg eftiröpun sem felur í sér […] kjarna þess sem átti, þrjátíu árum síðar […], eftir að verða eitt af snjöllustu leikritum Ibsens.“ Verkið sem Mayer vísar til er Hedda Gabler. Mayer bendir á hliðstæður milli persóna og samtala í Heddu Gabler og Víkingunum sem eru álíka augljósar og hliðstæðurnar milli síðarnefnda verksins og Njálu. Rétt eins og Hjördís er Hedda gift manni sem hún fyrirlítur. Báðar láta sig dreyma um ástríðufullt líf með fyrrum félaga eiginmannsins en enda á því að senda þann mann í dauðann og taka eigið líf. Unnt er að líta svo á að Hedda sé af þriðju eða fjórðu kynslóð eftirminnilegra kvenskörunga í norrænum bókmenntum en meðal formæðra hennar eru þær Hjördís og Hallgerður langbrók. Þú finnur þessa grein ásamt fleiri fróðlegum og skemmtilegum greinum á vef Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands á slóðinni https://hugras.is/ Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Já, við erum að hefna okkar fyrir það að þeir reyndu að ræna Snorra Sturlusyni. Við tökum Ibsen í gíslingu,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri í nýlegu blaðaviðtali. Þar kemur fram að þeir Mikael Torfason rithöfundur hyggjast halda áfram því samstarfi sem nýlega bar ávöxt í umtalaðri uppfærslu á Njálu í Borgarleikhúsinu. Nýja verkefnið snýst um að flétta saman tveimur af þekktari leikritum Henriks Ibsen, Villiöndinni og Fjandmanni fólksins, og setja afraksturinn á svið 2017 á árlegri Ibsen-hátíð í norska þjóðleikhúsinu. Sú aðferð að blanda saman tveimur eða fleiri verkum í einni leiksýningu kann að virðast bæði einkennileg og óvenjuleg en svo merkilega vill til að Ibsen er meðal þeirra leikritahöfunda sem hafa lagt þetta fyrir sig. Það gerði hann um miðja nítjándu öld í leikritinu Víkingarnir á Hálogalandi (Hærmendene på Helgeland) en það er um leið eitt elsta dæmi þess að Njáls saga hafi ratað á borgaralegt leiksvið.Sígildur ástarþríhyrningur Snemma árs 1857 fullyrti Ibsen í fyrirlestri að Íslendingasögurnar væru ekki heppilegur efniviður fyrir þá sem fengjust við nútímaleikritun. Samt liðu bara nokkrar vikur þar til hann hófst handa við að skrifa Víkingana. Fullskrifað kom verkið út vorið 1858 og var frumsýnt um haustið undir leikstjórn höfundarins. Þetta var áttunda leikrit Ibsens og líkt og í sumum eldri verka hans voru hin dramatísku átök byggð í kringum ástarþríhyrning: Kvenhetjan er fangi í dauflegu hjónabandi en dreymir um að eyða lífinu með öðrum manni sem hún getur bæði litið upp til og elskað. Leikritið hlaut afar góðar undirtektir þegar það var frumsýnt og hefur verið sett upp víða um heim allar götur síðan. Það var sýnt í Reykjavík árið 1892 og kom jafnhliða út á bók í þýðingu Indriða Einarssonar og Eggerts Ó. Brím en fékk köflótta dóma hérlendis. Víkingarnir segir frá ástum og örlögum norskra fóstbræðra, Sigurðar og Gunnars, sem uppi eru á tíundu öld. Forsaga atburðanna á sviðinu er sú að þeir sigla til Íslands í leit að ævintýrum. Þar hitta þeir landnámsmanninn Örnólf úr Fjörðum sem flúið hefur ofríki Haraldar hárfagra í Noregi. Á hann sjö syni og dótturina Dagnýju. Með honum elst einnig upp kvenskörungurinn Hjördís sem hefur svarið að eiga þann mann sem drepur hvítabjörn sem hún á. Sigurður vinnur þá dáð í skjóli nætur en lætur líta út fyrir að Gunnar hafi drepið björninn. Í kjölfarið nema þeir fóstbræður konurnar á brott. Gengur Hjördís að eiga Gunnar og flytja þau til Hálogalands í Norður-Noregi þar sem hann verður hersir. Sigurður kvænist hins vegar Dagnýju og leggjast þau í víking en vinátta þeirra fóstbræðra kólnar í kjölfarið.Jón Karl Helgason prófessor í íslensku- og menningardeild HÍ.Fréttablaðið/StefánVel hæft, Hjördís! Þegar fyrsti þáttur verksins hefst hefur Örnólfur komið siglandi til Hálogalands ásamt sonum sínum til að endurheimta konurnar úr höndum þeirra fóstbræðra. Á sama tíma tekur Sigurður þarna land ásamt Dagnýju og mönnum sínum, án þess að vita að Gunnar og Hjördís séu búsett á þessum slóðum. Leikritið lýsir samskiptum þessara þriggja hópa næstu daga. Smám saman kemur í ljós að Hjördís og Sigurður líta hvort annað girndaraugum en þyrftu að ryðja mökum sínum úr vegi til að láta rómantíska drauma sína rætast. Hjördís ýtir undir óvild milli þeirra fóstbræðra og um tíma er útlit fyrir að þeir berjist en verkinu lýkur fremur óvænt á því að hún spennir boga sinn og skýtur Sigurð í brjóstið. Hún hyggst síðan svipta sig lífi svo að þau tvö geti orðið samferða til Heljar. „Vel hæft, Hjördís!“ stynur Sigurður um leið og hann fellur en bætir við að hann hafi á víkingaferðum sínum tekið kristni, þannig að honum sé ætlaður annar áfangastaður en henni. „Jeg trúi á Hvítakrist; Aðalsteinn konungur hefir kennt mér að þekkja hann; og upp til hans fer jeg nú.“ Til mótvægis við þessi dramatísku sögulok fléttar Ibsen inn í verkið fáfengilegum deilum Gunnars við bóndann Kára sem enda á því að sá síðarnefndi fer með ófriði að bæ þeirra Hjördísar. Kára grunar að hún beri ábyrgð á þessum ófriði. Það er ekki staðfest í verkinu en kemur heim og saman við persónulýsingu Hjördísar að öðru leyti. Uppvöxtur stúlkunnar á heimili banamanns föður síns hefur hert skap hennar og henni gremst ítrekað að Gunnar skuli ekki sýna af sér meiri garpskap en raun ber vitni. Í aðdraganda leikritaskrifa sinna las Ibsen Íslendingasögurnar í dönskum þýðingum. Svo virðist sem að hann hafi orðið fyrir mestum áhrifum af Eglu, Laxdælu og Njálu en að auki studdist hann við ýmis atriði úr Völsunga sögu. Í rannsókn frá árinu 1909 gerir norski fræðimaðurinn Ferdinand G. Lynner markvissa grein fyrir flestum hliðstæðunum milli leikritsins og fornsagnanna. Leggur hann áherslu á efnið úr Völsunga sögu enda er samband þeirra Sigurðar Fáfnisbana og Gunnars Gjúkasonar við Brynhildi Buðladóttur þar augljós fyrirmynd að lýsingu Ibsens á sambandi Sigurðar víkings og Gunnars hersis við Hjördísi. Mig langar hins vegar að beina sjónum að þeim dráttum í persónulýsingu Hjördísar sem rekja má til aðsópsmestu kvenpersónu Njálu, Hallgerðar langbrókar.Norska leikskáldið Henrik Ibsen.Hvað sýslir þú þar? Eitt magnaðasta atriði Njálu eru orðaskipti Hallgerðar og eiginmanns hennar, Gunnars Hámundarsonar, skömmu áður en hann er drepinn. Hópur vopnaðra manna situr um bæinn en Gunnar er þar einn til varnar. Nokkra menn fellir hann með boga sínum en það syrtir í álinn þegar óvinirnir hafa undið þakið af húsinu og einum þeirra tekist að höggva í sundur bogastreng hetjunnar. Gunnar mælir þá til Hallgerðar: „Fá mér leppa tvo úr hári þínu og snúið þið móðir mín saman til bogastrengs mér.“ „Liggur þér nokkuð við?“ segir hún. „Líf mitt liggur við,“ segir hann, „því að þeir munu mig aldrei fá sóttan meðan eg kem boganum við.“ „Þá skal eg nú,“ segir hún, „muna þér kinnhestinn og hirði eg aldrei hvort þú verð þig lengur eða skemur.“ „Hefir hver til síns ágætis nokkuð,“ segir Gunnar, „og skal þig þessa eigi lengi biðja.“ Augljóst er að Ibsen hefur hrifist af þessari senu. Til hennar vísar hann meðal annars í upphafi þriðja þáttar leikritsins þar sem Hjördís situr heima á bæ þeirra Gunnars hersis og snýr bogastreng en á borðinu fyrir framan hana liggja bogi og örvar. Eiginmaður hennar kemur þá inn. Gunnar: Hvað sýslir þú þar? Hjördís (lítur ekki upp): Sný bogastreng; sýnist þjer ekki svo? Gunnar: Bogastreng – úr hári sjálfrar þín! Hjördís (brosandi): Mjög taka þau nú að tíðkast, þrekvirkin; þú hefir vegið son fóstra míns, og jeg hefi snúið streng þennan síðan um apturelding. Hér slær reyndar saman áhrifum úr Njálu og Laxdælu. Seinni setning Hjördísar, sem vísar til dráps Gunnars hersis á einum sona Örnólfs, bergmálar fleyg orð Guðrúnar Ósvífursdóttur í síðarnefndu sögunni. Hún segir við Bolla, eiginmann sinn, eftir að hann hefur drepið fóstbróður sinn: „Misjöfn verða morgunverkin. Eg hefi spunnið tólf alna garn en þú hefir vegið Kjartan.“Hjördís úr leikritinu Víkingarnir eftir Ibsen.Tak lepp úr hári þínu Hjördís Síðar í þriðja þætti leikritsins, þegar Hjördís og Sigurður eru ein á sviðinu, berst talið aftur að bogastrengnum sem hún hefur verið að flétta. Sigurður hefur á orði að hún geri góð vopn handa manni sínum. Hjördís svarar því svo: „Eigi handa Gunnari, heldur gegn þér.“ Hún bætir svo við að í dagdraumum sínum hafi hún séð Sigurð koma siglandi til Hálogalands í þeim tilgangi að brenna þau Gunnar inni. „Við stöndum ein uppi; þeir kveikja í þekjunni úti. Eitt skot af boga mínum,“ segir Gunnar; „eitt einasta skot gæti frelsað okkur;“ þá brestur bogastrengur hans –„tak lepp úr hári þínu Hjördís, og snú streng á boga minn; líf mitt liggur við!“ En jeg rek upp hlátur –„Brenni þeir, brenni þeir! – lífið met jeg eigi svo dýrt sem lepp úr hári!“ Leikskáldið nýtir sér hér efniviðinn úr Njálu með afar frjálslegum hætti. Dæmið varpar skýru ljósi á vinnubrögð Ibsens en þeim má líkja við klippimyndatækni í myndlist eða endurhljóðblöndun (remix) í tónlist. Þess má geta að Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason beittu á köflum áþekkri aðferð í sinni úrvinnslu á Njálu.Hallgerður og Hedda Margir sem fjallað hafa um víkingaleikrit Ibsens í seinni tíð telja að verkið hafi aðeins bókmenntasögulegt gildi fyrir þá sem vilja kanna þróun hans sem leikritaskálds. Lýsandi eru ummæli eins af ævisagnariturum hans, Michaels Mayer: „Víkingarnir á Hálogalandi er kostuleg bókmenntaleg eftiröpun sem felur í sér […] kjarna þess sem átti, þrjátíu árum síðar […], eftir að verða eitt af snjöllustu leikritum Ibsens.“ Verkið sem Mayer vísar til er Hedda Gabler. Mayer bendir á hliðstæður milli persóna og samtala í Heddu Gabler og Víkingunum sem eru álíka augljósar og hliðstæðurnar milli síðarnefnda verksins og Njálu. Rétt eins og Hjördís er Hedda gift manni sem hún fyrirlítur. Báðar láta sig dreyma um ástríðufullt líf með fyrrum félaga eiginmannsins en enda á því að senda þann mann í dauðann og taka eigið líf. Unnt er að líta svo á að Hedda sé af þriðju eða fjórðu kynslóð eftirminnilegra kvenskörunga í norrænum bókmenntum en meðal formæðra hennar eru þær Hjördís og Hallgerður langbrók. Þú finnur þessa grein ásamt fleiri fróðlegum og skemmtilegum greinum á vef Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands á slóðinni https://hugras.is/
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira