Íslenskt "Girl power“ í London Birgir Örn Steinarsson skrifar 14. mars 2016 11:04 Dream og Reykjavíkurdætur enduðu saman á sviði í lok tónleikanna. Vísir/Fanney Anna Íslenska kvenþjóðin setti svo sannarlega mark sitt á tónlistarsenuna í höfuðborg Bretlands um helgina þegar sveitirnar Dream Wife og Reykjavíkurdætur (eða RVK DTR) komu fram á tvennum tónleikum. Sveitirnar léku fyrir troðfullu húsi á föstudag í Dalston-hverfi London á skemmtistaðnum Birthdays. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margar íslenskar popp-stúlkur átt sviðið í London. Tilefnið var fyrsta útgáfa bresk/íslensku rokksveitarinnar Dream Wife en sveitin gaf út á föstudag plötuna EP01 í Bretlandi og víðar. Áhuginn var slíkur að uppselt var á tónleikana með mánaðarfyrirvara. Söngkona Dream Wife er Rakel Mjöll Leifsdóttir sem áður hefur sungið með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr hérlendis. Dream Wife var stofnuð í listaháskóla í Brighton á þarsíðasta ári en rokksveitin hefur hlotið töluverða umfjöllun í bresku pressunni á þessu ári. Bæði hafa The Guardian og NME tekið sveitina sérstaklega fyrir.Dæturnar og Dream Wife fyrir utan Birthdays fyrir gigg á föstudag.RVK DTR festust í flugvélUmboðsmaður Dream Wife heillaðist mikið af Reykjavíkurdætrum þegar hún sá þær spila á síðustu Airwaves –hátíð og flutti þær sérstaklega yfir til þess að hita upp á útgáfutónleikunum. Þær léku svo einnig á öðrum tónleikum í stórborginni á laugardag. Á heimleiðinni lentu rappararnir svo í því leiðindarveseni að þurfa sitja fastar í flugvél í lengri tíma á Keflavíkurvelli eftir að vélin lenti, en það var vegna óveðurs.Ljósmyndarinn Magnús Andersen var á staðnum og tók myndirnar í seríunni hér að neðan. Airwaves Tengdar fréttir „Breski bransinn eins og House of Cards“ Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan. 10. mars 2016 15:45 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
Íslenska kvenþjóðin setti svo sannarlega mark sitt á tónlistarsenuna í höfuðborg Bretlands um helgina þegar sveitirnar Dream Wife og Reykjavíkurdætur (eða RVK DTR) komu fram á tvennum tónleikum. Sveitirnar léku fyrir troðfullu húsi á föstudag í Dalston-hverfi London á skemmtistaðnum Birthdays. Sjaldan eða aldrei hafa jafn margar íslenskar popp-stúlkur átt sviðið í London. Tilefnið var fyrsta útgáfa bresk/íslensku rokksveitarinnar Dream Wife en sveitin gaf út á föstudag plötuna EP01 í Bretlandi og víðar. Áhuginn var slíkur að uppselt var á tónleikana með mánaðarfyrirvara. Söngkona Dream Wife er Rakel Mjöll Leifsdóttir sem áður hefur sungið með hljómsveitunum Halleluwah og Útidúr hérlendis. Dream Wife var stofnuð í listaháskóla í Brighton á þarsíðasta ári en rokksveitin hefur hlotið töluverða umfjöllun í bresku pressunni á þessu ári. Bæði hafa The Guardian og NME tekið sveitina sérstaklega fyrir.Dæturnar og Dream Wife fyrir utan Birthdays fyrir gigg á föstudag.RVK DTR festust í flugvélUmboðsmaður Dream Wife heillaðist mikið af Reykjavíkurdætrum þegar hún sá þær spila á síðustu Airwaves –hátíð og flutti þær sérstaklega yfir til þess að hita upp á útgáfutónleikunum. Þær léku svo einnig á öðrum tónleikum í stórborginni á laugardag. Á heimleiðinni lentu rappararnir svo í því leiðindarveseni að þurfa sitja fastar í flugvél í lengri tíma á Keflavíkurvelli eftir að vélin lenti, en það var vegna óveðurs.Ljósmyndarinn Magnús Andersen var á staðnum og tók myndirnar í seríunni hér að neðan.
Airwaves Tengdar fréttir „Breski bransinn eins og House of Cards“ Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan. 10. mars 2016 15:45 Mest lesið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Fleiri fréttir Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Sjá meira
„Breski bransinn eins og House of Cards“ Bresk- íslenska hljómsveitin Dream Wife gefur út á morgun plötuna "EP01“. Útgáfutónleikar verða haldnir um kvöldið þar sem Reykjavíkudætur hita upp. Uppselt var fyrir mánuði síðan. 10. mars 2016 15:45