Hún skaust inn á sjónarsviðið síðasta sumar og þá aðeins 18 ára gömul en lagið No More naut gríðarlegrar vinsældra þá. Hún hefur mikið unnið með StopWaitGo og Stony.
Sara bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014 en hún keppti fyrir hönd Tækniskólans. Lagið sem hún flutti var To make you feel my love eftir Bob Dylan. Í gær frumflutti hún nýtt lag sem hefur ekki enn fengið nafn. Virkilega vel gert hjá Glowie en hér að neðan má sjá flutninginn.