Kia er næst stærsti bílasali í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2016 10:30 Kia Rio var þriðja söluhæsta einstaka bílgerð í Rússlandi í fyrra. Kia selur næst flesta bíla allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Heimaframleiðandinn Lada er ennþá stærst með 21% markaðshlutdeild en Kia er með 10,2%. Kia seldi 163.500 bíla í Rússlandi í fyrra og stefnir að því að selja sambærilegt magn í ár, en búist er við enn fallandi sölu bíla í Rússlandi í ár. Með því stefnir Kia að því að auka enn við markaðshlutdeild sína og stefnir yfir 11% hlutdeild. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur Kia selt 20.514 bíla í Rússlandi og salan fallið um 14% en bílamarkaðurinn í heild um 21%. Kia Rio var söluhæsta bílgerð Kia í Rússlandi í fyrra og var hann þriðja söluhæsta einstaka bílgerð í Rússlandi. Það hjálpaði mjög sölu Kia Rio að verð hans hækkaði um aðeins 11,2% í fyrra á meðan meðalverð bíla hækkaði um 24%. Kia framleiðir þá bíla sem fyrirtækið selur í Rússlandi þar í landi og þar sem rússneska rúblan féll um 20% í fyrra er ekki freistandi fyrir bílaframleiðendur að flytja inn bíla þangað og því er það til hags fyrir þá bílaframleiðendur sem framleiða bíla sína í Rússlandi og það á einmitt við Kia. General Motors flutti inn mikið af bílum til Rússlands en tók þá ákvörðun að hætta því, sem og að loka einu verksmiðju sinni í St. Pétursborg í Rússlandi. Það er vatn á myllu Kia og annarra bílaframleiðenda sem þreyja þorrann þar og framleiða áfram bíla sína þarlendis. Kia er því einn af þeim bílaframleiðendum sem vænta þess að bílamarkaðurinn í þessu stóra landi fari að þokast aftur uppávið og ætla að vera tilbúnir að taka við vextinum er hann loksins kemur. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Kia selur næst flesta bíla allra bílaframleiðenda í Rússlandi. Heimaframleiðandinn Lada er ennþá stærst með 21% markaðshlutdeild en Kia er með 10,2%. Kia seldi 163.500 bíla í Rússlandi í fyrra og stefnir að því að selja sambærilegt magn í ár, en búist er við enn fallandi sölu bíla í Rússlandi í ár. Með því stefnir Kia að því að auka enn við markaðshlutdeild sína og stefnir yfir 11% hlutdeild. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur Kia selt 20.514 bíla í Rússlandi og salan fallið um 14% en bílamarkaðurinn í heild um 21%. Kia Rio var söluhæsta bílgerð Kia í Rússlandi í fyrra og var hann þriðja söluhæsta einstaka bílgerð í Rússlandi. Það hjálpaði mjög sölu Kia Rio að verð hans hækkaði um aðeins 11,2% í fyrra á meðan meðalverð bíla hækkaði um 24%. Kia framleiðir þá bíla sem fyrirtækið selur í Rússlandi þar í landi og þar sem rússneska rúblan féll um 20% í fyrra er ekki freistandi fyrir bílaframleiðendur að flytja inn bíla þangað og því er það til hags fyrir þá bílaframleiðendur sem framleiða bíla sína í Rússlandi og það á einmitt við Kia. General Motors flutti inn mikið af bílum til Rússlands en tók þá ákvörðun að hætta því, sem og að loka einu verksmiðju sinni í St. Pétursborg í Rússlandi. Það er vatn á myllu Kia og annarra bílaframleiðenda sem þreyja þorrann þar og framleiða áfram bíla sína þarlendis. Kia er því einn af þeim bílaframleiðendum sem vænta þess að bílamarkaðurinn í þessu stóra landi fari að þokast aftur uppávið og ætla að vera tilbúnir að taka við vextinum er hann loksins kemur.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent